Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 12
122
NÁTTCRUFRÆÐINGURINN
um, má geta þess, aS fremsta orkideustöð Englands á þessu sviði, sem
hefur gert Odontoglossum-rækt að sérgrein sinni, tekur um 10 ster-
lingspund að meðaltali fyrir hverja Odontoglossumplöntu, sem hún
selúr fullorðna. En mér hefur verið sagt, að þessi orkideustöð hafi
gefið 10.000 sterlingspund fyrir sérstaklega fallegt Odontoglossum
crispus, sem sé ættmóðir þeirra plantna, sem nú er verið að selja.
1 Mið-Ameríku eru líka Odontoglossum, og meðal þeirra er Odonto-
glossum grande, sem hefur stór, gulbrún-flekkótt blóm og vex við
heldur meiri hita en frændur þess úr Andesfjöllunum.
5. Cymbidium eru tiltölulega hávaxnar plöntur, sem flestar vaxa
á jörðinni í tiltölulega rökum jarðvegi. Aðal-heimkynni þeirra er í
Asíu, einkum uppi í Himalayafjöllum, og einnig i Burma og Austur-
Indlandi (Assam). Þessum orkideum var lengi vel tiltölulega lítill
gaumur gefinn, þótt sumar tegundir, eins og t. d. C. eburneum, væri
bæði fagrar og ilmandi. Eftir að annað helzta orkideufinna Englands
fann austur í Assam C. insigne, sem er sérlega fallegt og tilraunir
voru gerðar með krossfrjóvgun á því og öðrum Cymbidium-tegund-
um, hefur Cymbidium-ræktun farið sívaxandi. Nú er svo komið, að
varla nokkur orkideutegund á jafnalmennri hylli að fagna og Cymbi-
dium. Hin nýju afbrigði, sem ræktuð hafa verið í seinni tíð, eru öll-
um blómum fegri, jafnvel þótt Cattleyae séu meðtaldar. Auk þess
hafa Cymbidium marga góða kosti. Þau blómstra að vetrarlagi, þegar
minnst er um blóm, sum jafnvel fyrir jól. Þau blómstra mikið, svo
að ekki er sjaldgæft að sjá yfir 10 blóm á einum stöngli, og þegar
plantan er orðin 5—10 ára fjölgar blómastönglunum með hverju ári.
Það þarf ekki stóra né gamla plöntu til að bera 50—100 blóm. Þá
hafa Cymbidium það fram yfir flest önnur blóm, orkideur meðreikn-
aðar, að blómin halda sér vikum og mánuðum saman. Á plöntunni
heldur Cymbidium sér iðulega í 3 mánuði, og afskorið heldur það
sér vanalega 3—6 vikur. Það er því sérstaklega vel til flutninga fallið.
Cymbidium-markaður virðist fara stöðugt vaxandi. Þrátt fyrir öll
þau ósköp, sem ræktuð eru af Cymbidium í Bandaríkjunum, eru
Cymbidium einnig flutt þangað inn frá öðrum löndum, einkum Hol-
landi, Belgíu og Ástralíu. Sérstaka aðstöðu hafa Ástralíumenn að
þessu leyti. Þar blómstra Cymbidium einnig að vetrinum, þ. e. þeg-
ar við höfum sumar, og þar sem þau eru ekki blómstrandi í Amer-
íku um það leyti, eru þau flutt inn í stórum stíl frá Ástralíu til
Ameríku á sumrin og haustin. Heildsöluverðið, sem Ástralíumenn fá,
er 50 cent fyrir hvert blóm, og er fljótséð, að hver planta gefur mikið
af sér, þegar hún ber 20—100 blóm, eins og algengt er. Þessvegna