Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 15
ORKIDEU-RÆKT
125
naumast sýnileg berum augum. 1 þeim er engin forðanæring, svo
að þau, sem ekki ná að spíra við sérstök skilyrði, hljóta að farast.
Það er sennilega óhætt að segja, að í náttúrunni sé 999 af þúsundi
fyrirfram dæmd til dauða af flestum þessara litlu lífsneista. Við rann-
sókn á spírandi orkideuplöntum fundu franskir og þýzkir vísinda-
menn á 19. öld sérstaka sveppi í kíminu, sem lifa í samlífi (sym-
biosis) með hinni litlu vaxandi veru og leggja henni til næringu,
sem er henni nauðsynleg til þess að geta þrifizt. 1 Frakklandi er sú
aðferð enn notuð, að rækta fyrst sveppinn sterilt á agar og sá síðan
orkideufræi út á sveppagróðurinn, til að fá fræið til að spíra.
Norskur Ameríkumaður, Lewis Rnudson, í Ithaca í New York-ríki,
hefur endurbætt og gert stórum einfaldari aðferðina til að fá orkideu-
fræ til að spíra. Honum datt í hug, að það gæti verið einfalt nær-
ingarefni, sem sveppurinn legði fræinu til, og fór að prófa að setja
sykur saman við agarinn og sá svo fræinu sterilt, án þess að hafa
nokkura sveppa með. Þetta tókst honum 1923 og siðan er hans að-
ferð notuð um allan heim, og tekst þannig að fá fræin til að spíra
í miklu stærri stíl heldur en þau gera nokkurn tíma í náttúrunni.
Maður sáir fræinu á sérstaklega tilbúinn agar, sem þarf að vera súr
(PH 5) og innihalda lítið eitt af sykri og næringarsöltum eftir sér-
stakri forskrift, sem Knudson hefur gefið upp.
En það er þolinmæðisverk að rækta orkideur frá fræjum. Eftir
um það bil tvo mánuði fara fræin að spíra, en heilt ár eru þær
látnar vera í flöskunum. Síðan, þegar blaðið er orðið 1—2 cm á
lengd, eru plönturnar teknar úr glösunum og plantað í potta, mörg-
um í hvern, og síðan í einstaklingspotta, þegar þær eru orðnar nógu
stórar til þess. Fyrst eftir 5—7 ár er plantan orðin nógu stór til að
fara að blómstra. Þá hefur maður nýja kynblendinga, sem í flestum
tilfellum hafa aldrei verið til áður, og er næsta fróðlegt að sjá, hve
ólík systkinin geta verið. Engin tvö eru eins, tilbreytnin er endalaus.
Þetta eru spennandi tímar fyrir þann, sem hefur beðið í 7 ár.
Er unnt að rækta orkideur á íslandi?
Þótt ég hafi ekki nema rúmlega tveggja ára reynslu fyrir mér,
hika ég ekki við að svara þessari spurningu játandi. Það er áreiðan-
lega vel hægt að rækta orkideur á Islandi. Og ég vil leyfa mér að
segja meira. Það er hægara að rækta orkideur á íslandi en í mörg-
um heitum löndum. Þetta kann að virðast ofmælt, en svo er ekki.
Ég tala hér af óvéfengjanlegri reynslu.