Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 16
126
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
♦
Við höfum séð, hve margar tegundir eru til af orkideum og hve
skilyrðin eru mismunandi, sem þær þurfa til þess að vaxa og blómg-
ast. Margar þurfa hita, jafnvel mikinn hita, því að flestallar eru hita-
beltisplöntur. En margar eiga heima hátt uppi í fjöllum og þola alls
ekki mikinn hita. 1 Bandaríkjunum er t. d. yfirleitt ekki hægt að rækta
Odontoglossum, nema þá með ærnum kostnaði, gera gróðurhúsin að
eins konar íshúsum á sumrin, þegar hitinn fer yfir 30 stig og eyði-
leggur öll Odontoglossum. 1 suðurhluta Bandaríkjanna er of heitt til
þess að Cymbidium geti blómstrað. Á Malakkaskaganum og í Singa-
pore vex mikið af orkideum. Þar eiga Dendrobium, Vanda, Phale-
nopsis og ýmis Cypripedium heima. En þar er ekki nokkur lifandi
leið að rækta Cymbidium eða Odontoglossum, og jafnvel Cattleyur
er erfitt að fá til að blómstra, af því að nætumar eru of heitar.
Etér á fslandi þurfum við aldrei að óttast of heitar nætur. Yfirleitt
ekki of mikinn hita, sem er miklu erfiðara að halda úti en kuld-
anum.
En skaðar þá ekki vetrarmyrkrið plöntumar og blómstra þær und-
ir þeim birtuskilyrðum, sem við búum við? Þar til er því að svara,
að ég hef ekki orðið þess var, að vetrarmyrkrið skaði plönturnar.
Flestar þeirra taka sér hvild og vaxa ekkert um það bil sem þurrka-
tíminn stendur yfir í heimalandi þeirra. Þegar rigningartíminn kem-
ur, taka þær svo til að vaxa og blómstra. f Brasilíu t. d. vex Laelia
purpurata lítið sem ekkert yfir veturinn þar, þ. e. sumarið hér. En
með vorinu þar tekur hún til að vaxa og blómstrar í nóvember. Fyrst <
blómstraði hún hjá mér í desember, en það var pianta, sem ég kom
með frá Brasiiíu fullorðna og hélt heimavana sínum. En nú hefur
hún lagað sig eftir birtunni hér og blómstraði s.i. vor og það dásam-
lega fallega. Hún óx svo prýðilega s.l. sumar og ætlar nú sýnilega
að blómstra mikið næsta vor, í maí eða júní. Hér verður plantan að
breyta til. Maður lætur liana þorna smám saman að haustinu, gefur
henni lítið eða ekkert vatn í desember og janúar, en þegar birtan
fer að aukast og sóiin að verma húsið, lifnar allt við og maður eykur
vatnsgjöfina. Dauði tíminn hér að vetrinum kemur þá í staðinn fyr-
ir þurra tímann í hitabeltinu, plantan vegeterar hér eins og þar, en
nýtur svo lengri daga hér að sumrinu til. Blómin verða þá sérstak-
lega falleg, svo að okkar orkideur þurfa alls ekki að gefa neitt eftir
þeim, sem ræktaðar eru annars staðar.
En eitt er að geta ræktað plöntumar og annað er, hvort unnt sé
að láta slíka rækt bera sig fjárhagslega. Þetta eru dýrar plöntur og
mikill kostnaður samfara því að koma sér upp húsi f ullu af orkideum.
f