Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 17
ORKIDEU-RÆKT 127 Sá kostnaður er alls staðar mikill og litlu meiri hér en annars stað- ar. En að einu leyti stöndum við betur að vígi en margir aðrir. Við höfum jarðhita, sem kostar okkur sáralítið. Ég hef talað við marga af helztu orkideumönnum Evrópu og nokkura í Ameríku. Þeim hef- ur komið saman um, að mesti kostnaðurinn við ræktunina sé hitinn. f Evrópu fara sumar orkideustöðvar með allt að því 1000 tonn af kolum á ári. Yfirleitt nemur kola- og kyndingarkostnaður 60% af rekstrarkostnaðinum. Ég skal játa, að það er dýrt, allt of dýrt, að rækta orkideur með hitaveituvatni, með því verði, sem nú er á því. En þar sem menn fá hitann ókeypis, verður kostnaðurinn ekki svo tilfinnanlegur. Ég skal ekkert um það segja, hvort það muni eiga eftir að borga sig að rækta orkideur fyrir innanlandsmarkað. Fólkið þarf að venj- ast notkun þessara blóma og spyr ekki eftir þeim, þegar þau eru ekki til, og hefur enga hugmynd um þau né hvernig þau eru notuð. En sennilegt þykir mér, að sumar tegundir a. m. k. eigi eftir að vera markaðsvara hér, sérstaklega Cymbidium. Þau blóm hafa marga og mikla kosti. f fyrsta lagi eru þau flestum fegurri og vel til þess fallin að prýða barm vel búinnar konu. Þau vaxa hér vel og blómstra og blómin halda sér svo lengi, að hægt er að hafa þau á plöntunni vikum og mánuðum saman, og bíða rólega tækifæris til að selja þau, en eru ekki eins og flest önnur blóm, sem verða að skerast og selj- ast strax, ef þau eiga ekki að fölna og visna. Ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að hér sé hægt að reka orki- deurækt í stórum stíl sem atvinnuveg. Sérstaklega eigum við að rækta Odontoglossum og Cymbidium og hvort tveggja til útflutnings. Sann- leikurinn er sá, að þótt ameríski markaðurinn sé að fyllast af Catt- leyum, svo að það getur ekki lengur talizt mikill gróðavegur að rækta þær, eins og hingað til hefur verið, þá er stöðugur og mikill markaður fyrir Odontoglossum. Við gætum áreiðanlega selt Odonto- glossum fyrir milljónir dollara til Ameriku, ef við tækjum upp slíka rækt í stórum stíl og hefðum nógu góða fagmenn til þess að sjá um ræktunina. Þegar ég kem suður í Krísuvík og sé allan þann hita, sem þar fer nótt og dag til ónýtis, blöskrar mér og sámar að sjá svo mikil verð- mæti gufa út í loftið. Þarna ættu að standa gróðurhús við gróðurhús, margir ferkílómetrar að flatarmáli, og ekkert gæti verið eins verð- mætt í þeim eins og orkideur. Ég býst við, að reikna megi með því, að þar sem Cymbidium og Odontoglossum eru ræktuð, gefi hver blómsturpottur að meðaltali ekki minna en 100 krónur af sér á ári.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.