Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 20
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN eyjum, þar sem teistan er mjög algengur varpfugl, er algengt að hún verpi í grjótgörðum eða jafnvel húsveggjum hlöðnum úr grjóti. 1 rekasveitum norðanlands kvað einnig koma fyrir, að hún verpi í rekaviðarhrönnum, en ekki veit ég sönnur á því. 1 hinum eiginlegu fuglabjörgum er aftur á móti lítið um teistuna, því að hún verpir yfirleitt aldrei í háum, þverhníptum björgum. Og í urðum við rætur fuglabjarga er lundinn skæður keppinautur hennar um varpstaði, enda verpur hann nokkru fyrr. Teistan verður því að láta sér nægja þá staði, sem lundinn ásælist ekki, og þess vegna verpa þessar tegundir yfirleitt ekki hvor innan um aðra. Teistan verpur hvergi í jafnstórum byggðum og lundinn og svartfuglinn (langvía og stuttnefja). Oft eru ekki nema fá pör saman, stundum aðeins eitt og eitt par út af fj'xir sig, en í stærstu byggðunum geta pörin þó skipt hundruðum. Teistan verpur 2 eggjum, miklu sjaldnar aðeins 1 eggi, og engin dæmi eru þess, að 3 egg hafi fundizt í teistuhreiðri hér á landi. Eggin eru skolhvit, oft með daufblágrænum blæ, og ávallt með grá- fjólubláum og dökkbrúnum dropum, dílum og blettum. Blettirnir eru stærstir og mynda oft krans í kringum gildari enda eggsins. Um hreiðurgerð er varla að ræða. Eggin hvíla oft á beru bergi, grjóti eða möl, en oft virðist þó sem smásteinvölum eða skeljabrotum hafi verið hagrætt undir eggjunum. Aldrei er þó um raunverulega hreiður- skál að ræða. Eggin eru tiðast svo vel falin í urðum, holum eða glufum, að þau annað hvort sjást alls ekki að utan eða það glittir aðeins í þau í dimmri holunni. Oftast er líka erfitt að ná til þeirra með hendinni án þess að ryðja steinum frá. Fyrri helmingur júni- mánaðar er aðalvarptími teistunnar hér á landi og oft er hún ekki fullorpin fyrr en um miðjan júní. Utungunartíminn er talinn vera 3 (—4) vikur og ungarnir yfirgefa ekki hreiðrið fyrr en þeir eru fullfleygir, en það mun vera um 5 vikum eftir að þeir koma úr eggj- unum. Báðir foreldrarnir annast um útungun eggjanna og afla ung- unum fæðu meðan þeir dveljast í hreiðrinu. Að því er bezt er vitað er teistan algerður staðfugl hér við land. Allan ársins hring eru teistur ekki óalgengar með ströndum fram, oft alveg upp undir landsteinum. Ekki er þó útilokað að eitthvað af íslenzku teistunni hörfi frá landi um háveturinn, en um það er ekkert vitað með vissu. Og hvað sem því líður þá er víst, að utan varp- timans heldur teistan sig yfirleitt miklu nær landi en lundinn og svartfuglinn, sem leita þá lengra eða skemur til hafs. Þetta háttalag teútunnar stafar vafalaust af því, að hún lifir mest á botnfiskum, sem hún tekur á grunnsævi. Sprettfiskurinn eða skerjasteinbíturinn

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.