Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 24
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ing season the black guillemot is much more confined to the vicinity of the shore than other Icelandic alcids. This is no doubt due to the black guillemot’s food preferences and feeding habits. It is known to feed mainly on littoral-benthic fishes and invertebrates and in Iceland the gunnel or butterfish (Pholis gunnellus), which is mainly confined to a depth of 0—13 m, seems to be its favourite food. But Ammodytes lancea and juvenile stages of flat-fishes, especially Limanda limanda, are also known to play an important part in the food of the black guillemot in Iceland. F uglaathuganadagur Sunnudaginn 21. desember 1952 notuðu nokkrir menn til nákvæmra athugana á fuglalífi á takmörkuðu svæði í nágrenni sínu. Alls voru athuganir þessar gerðar á níu stöðum á landinu, og voru þær framkvæmdar að undirlagi Náttúrugripa- safnsins. Markmiðið með þessum athugunum var að afla vitneskju um fuglalif að vetrarlagi í hinum ýmsu landshlutum. Athuganir þessar gáfu svo góða raun, að ákveðið hefur verið að halda þeim áfram, og hefur sunnudagurinn 20. desember n.k. verið valinn sem fuglaathuganadagur. Eru það vinsamleg tilmæli min til allra, er hafa áhuga fyrir þessu máli, að þeir Ijái því liðsinni sitt með því að gerast þátt- takendur í þessum athugunum. En það skal þó strax tekið fram, að þátttaka er ekki ráðleg öðrum en þeim, er þekkja til hlitar allar islenzkar fuglategundir. Heimildir þær, sem aflað er með slíkum athugunum, verða að vera óvéfengjanlegar. Væntan- legir athuganamenn verða því að geta aðgreint með vissu hinar ýmsu andateg- undir og máfategundir o. s. frv. Dagur er ekki langur hinn 20. desember, og væntanlegum athuganamönnum skal því ráðlagt að leggja af stað í birtingu og nota daginn meðan birta endist. Sérhverjum athuganamanni er í sjálfsvald sett, hvernig hann hagar för sinni og um hvaða svæði hann fer. Er ekki nema eðlilegt, að menn hillist til að fara um þau svæði, þar sem fugla er helzt von. Skýrslur um árangur athugananna ber að senda til Náttúrugripasafnsins (póst- hólf 532, Rvík) við fyrstu hentugleika. I skýrslunum skal tilgreint nafn og heim- ilisfang athugunarmanns. Gerð skal grein fyrir þvi, um hvaða svæði hann hefur farið og hveraig veðri var háttað. Æskilegt er, að einnig sé gerð grein fyrir snjó- lagi og isalögnum á ám, vötnum og sjó. Síðan skulu taldar allar þær fuglategundir, er athugunarmaður hefur séð, og gerð grein fyrir, hve marga einstaklinga hverrar tegundar hann hefur séð. Ef einstaklingafjöldi einhverra tegunda verður ekki til- greindur með vissu, ber að áætla hann eftir sem næst verður komizt. Einnig væri æskilegt, að menn geri nokkru nánari grein fyrir því, á hvernig stöðum hver teg- und hefur einkum haldið sig, og geri auk þess athugasemdir um fleira, er í frá- sögur kann að þykja færandi. Það skal tekið fram, að það er áríðandi að allir athugunarmenn sendi greinargerð um athuganir sinar til safnsins, og það jafnvel þótt einhverjir þeirra hafi engra fugla orðið varir hinn tiltekna dag. Vonir standa til, að hægt verði að fjölrita skýrslur þær, er safninu berast, og verða þær þá sendar öllum þeim, er þátt taka í þessum athugunum. Reykjavik, 21. september 1953, Finnur GuSmundsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.