Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 25
Jóhannes Áskelsson:
Nokkur orð um íslenzkan fornfugl og fleira
Víða í nágrenni Reykjavíkur eru forn fjörumörk all greinileg. Þetta
er mörgum vel kunnugt. Meðfram Elliðaánum eru slík fjörumörk
t. d. sérstaklega skýr í 35—40 m hæð. Vandalaust er að rekja merki
um forna fjöru í þessari hæð um Mosfellssveit og Kjalarnes, og eru
merkin víða á þeim slóðum undursamlega glögg. Venjulegast eru
merkin marbakkar, en stundum einnig óseyrar, og enn önnur merki
um að sjór hafi áður staðið hærra en hann gerir nú í þessum héruð-
um getur verið að ræða.
Þegar ósar Elliðaánna lágu um það bil 40 m hærra en þeir gera
nú, hefur óseyri hlaðizt upp fyrir mynni ánna úr framburði þeirra.
(Ef til vill er hér um mikinn og breiðan marbakka að ræða.) Nú
eru þessi fjörulög sundurgrafin nokkuð. Hafa Elliðaárnar sjálfar átt
drýgstan þátt í því rofi síðan afstöðubreytingin aftur hófst, og landið
tók að rísa, og árnar þá jafnframt öðluðust mátt til að sverfa. Jarð-
lagaskipun óseyrarinnar má sjá greinilega í bökkum grafninganna.
Kemur hún vel í ljós í Blesugróf, en þó enn betur í bökkunum suð-
austur af býlunum Lyngbrekku, Öldu og Heimahvammi, og annars
staðar þar, sem sandnám og malartak á sér stað í bökkum þessum.
Suðaustur af fyrr nefndum býlum eru bakkarnir aðallega úr gróf-
um sandi. Efstu sandlögin, sem eru mjög halla-lítil, skiljast auðveld-
lega að, og má í þeim finna greinilega sandgára eða „bárumörk“
(ripple marks), 1. mynd. Slíkir sandgárar eru alltiðir í sjávarsandi.
Koma þeir í ljós með fjörunni. Ársandar eru einnig oft gáróttir, en
þeir gárar eru ólíkir bárumörkunum og auðþekktir frá þeim. Líkjast
þeir meir vindgárum i yfirborði foksands eða snjógárum á fönnum.
Af fornum sandgárum má því fá hugmynd um umhverfi þeirra og
þau náttúruskilyrði, sem í því hafa ríkt, auðvitað að því lilskildu,
að rétt sé úr sandgárunum lesið.
Hinir fornu sandgárar, sem ég hef skoðað í bökkunum suðaustur
af öldu hafa myndazt í grunnum sjó, þar sem sjávarfallastraumanna
hefur gætt við botninn. Gárarnir eru með hvössum kambi og dæld-