Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 29
NOKKUR ORÐ UM ÍSLENZKAN FORNFUGL 137 Nú víkur sögunni aftur að Elliðaánum. Fyrir nokkrum árum fór ég með ungum hollenzkum jarðfræðingi, J. Hospers, hér um nágrenni Reykjavíkur og sýndi honum m. a. hið gamalkunna mólag undir 4. mynd. Skýringarmynd af skipun jarðlaga í Elliðaárdalnum frá A til B (sjá 3. mynd). hrauninu, sem Elliðaárnar eru nú að sverfa sig niður um. Við brúna á aðalkvíslinni næst bezt til þessa mólags og þar tók Hollendingur- inn sýnishorn efst úr mónum. Fyrir hans atbeina hefur dr. Libby nú aldursákveðið móinn og reyndist hann 5300 ± 340 ára. Sé korti því, sem hér fylgir (3. mynd), veitt athygli og skýringarmyndin (4. mynd), sem sýnir aldursafstöðu mósins og sandlaganna með fuglasporunum, skoðuð, verður öllum ljóst, að sandlögin eru eldri en mórinn, og ennfremur bera þessar myndir það með sér, að aldurs- munurinn hlýtur að vera mikill, því að hann hefur fyrst og fremst nægt til þess að landið risi og árnar græfu hinn núverandi Elliðaárdal, en þar að auki hefur hann hrokkið til þess að mómýrin næði að myndast. Ég held því, að ekki sé óvarlega ætlað, þó talið sé að fugls- sporin, og 40 m fjöruborðið við Elliðaárnar, sé minnsta kosti allt að því helmingi eldri en mómýrin, eða um það bil 8 þúsund ára, og væru þau þá frá lokum leysingatímans. Menjar um fugla virðast sjaldgæfar í íslenzkum jarðlögum. Engar slíkar hafa fundizt í surtarbrandslögunum né í Tjörneslögunum, svo mér sé kunnugt. Hins vegar fann prófessor Guðmundur Bárðarson fuglabein í nákuðungslögunum við Hrútafjörð,- en þau munu vera yngri en hin fornu fuglaspor við Elliðaárnar, sem samkvæmt því eru elztu merki um íslenzkan fugl, að því sem vitað er til þessa.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.