Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 30
Ingimar Óskarsson: Carex heleonastes (Ehrh.) fundin hér á landi Það þykir ætíð tíðindum sæta, þegar nýr jurtaborgari kemur í leitirnar. Þó sætir það meiri tíðindum, að grasafræðingar skuli hafa haft jurtategund handa á milli í heilan aldarfjórðung án þess að geta gengið örugglega frá ákvörðun hennar. En svo er því þó varið með umrædda starartegund. Saga málsins er á þessa leið: Vilhjálmur Grímsson, bóndi að Rauðá í Bárðardal, færði mér veturinn 1928 eitt eintak af stör, er hann hafði fundið á Fljótsheiðinni 24. ágúst 1926. Stör þessi hafði vaxið í skurðbakka í flóa einum í suður frá svo nefndum Tóftarlioltum. Þetta eina eintak, er ég fékk til athugunar, var þannig, að erfitt var að segja, til hvaða tegundar það ætti að teljast, enda vantaði mig samanburðareintök. Taldi ég líklegast, að hér væri um afbrigðilega C. paniculata (L.) að ræða, og birti ég fundinn með því nafni. (1). Nokkru síðar fékk ég betra eintak frá sama fundarstað, og sá ég þá, að ákvörðun mín hafði verið röng. Þetta síðara eintak sendi ég utan, til þess að fá úr því skorið með vissu, hvaða starartegund þetta væri. Niðurstaðan varð sú, að hér væri um C. Pairaei (F. Schultz) að ræða (2) og (3). Var hún skírð gaddastör á íslenzku. Nú skyldi maður ætla, að allar efasemdir hefðu verið úr sögunni, en svo var ekki. Árið 1943, þegar hafinn var undir- búningur að III. útgáfu Flóru Islands eftir Stefán Stefánsson, var mér löngu orðið ljóst, að störin úr Fljótsheiðinni var eitthvað annað en C. Pairaei, enda færð í Flóruna ótölusett og með athugasemd (4). Áður en ég reit grein mina í Náttúrufræðinginn 1951 um íslenzkar starir (5), hafði ég ekki tækifæri til að afla mér nægilegra gagna, til þess að geta sagt mitt síðasta orð um þessa vandræðastör, sem ég hafði þá sent utan i annað sinn til annarra aðilja en áður, en árang- urslaust. Síðast liðið ár gerði Helgi Jónasson, bóndi á Gvendarstöðum í Köldukinn, mér þann mikla greiða að lána mér allt það, er hann hafði safnað af téðri stör, en hann fann hana að Brenniási, nokkru

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.