Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 33
CAREX HELEONASTES
141
styttri en hulstrin, móleitar að lit með ljósari, allbreiðri rák eftir
miðju og með greinilegum himnufaldi. Hulstrin egglaga með óglögg-
um taugum, 2,6—3,0 mm á lengd og ganga fram í stutta, óafmark-
aða trjónu, sem ýmist er mjúk eða lítið eitt snarprend og hefur mjög
greinilega langrák.“ Blómgast í ágúst. Vex á deiglendi.
C. heleonastes hefur aldrei áður verið getið frá íslandi; hún vex
víða í Skandinavíu, en vantar þó þar á stór svæði, t. d. í Noregi;
hún er og töluvert útbreidd um Baltisku löndin um Norður-Rússland
og Norður-Síberíu. Auk þess finnst hún á einum stað í Frakklandi,
í Sviss (í ölpunum og Júrafjöllunum), í Galizíu og Brandenburg,
og í Kákasus. 1 Ameríku hefur tegundin fundizt hér og hvar þvert
yfir norðanverðan Kanada, en ekki í Grænlandi. Óþekkt á Bretlands-
eyjum, í Færeyjum og í Danmörku.
Þaf sem ég hef ekki átt kost á þvi að koma á vaxtarstaði starar-
innar í Fljótsheiðinni, get ég ekki um það dæmt, hversu útbreidd
hún muni vera á þessurn slóðum. En liklegt má telja, að hún sé
nokkru útbreiddari þar en kunnugt er, ef tekið er tillit til þess, hve
síðblóma hún er.
Eftir að mér varð ljóst, hve mikil hætta er á því, að rjúpustör og
Fljótsheiðarstör sé ruglað saman við nafngreiningu, taldi ég það ekkert
ósennilegt, að hin siðarnefnda gæti leynzt undir fölsku nafni í starar-
safni hins íslenzka Náttúrugripasafns. Fékk ég því leyfi til að athuga
safnið, en fann ekkert grunsamlegt.
Það sem einkum greinir Fljótsheiðarstörina frá rjúpustör er, að
hún hefur lengri og odddregnari blöð, styttri og ljóslitaðri öx, enga
afmarkaða hulsturtrjónu og færri karlblóm í toppaxinu. Þar að auki
er hún oftast hærri og íturvaxnari en rjúpustörin.
HEIMILDARRIT.
1. Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag, Reykjavík 1929, bls. 40.
2. C. H. Ostenfeld and Johs. Gröntved: The flora of Iceland and The Færoes, Copen-
hagen 1936, page 33.
3. Johs. Gröntved: The Botany of Iceland, Vol. IV, part I (13), Copenhagen 1941,
pag. 162.
4. Stefán Stefánsson: Flóra Islands, III. árg., Reykjavík 1948, bls. 82.
5. Náttúrufræðingurinn, 21. árg., 1. hefti, Reykjavik 1951, bls. 13.
6. Tyge W. Böcher: Acta Arctica, a study of the circumpolar Carex Heleonastes
— amblyorhyncha Complex, Köbenhavn 1952.
ABSTRACT
Carex heleonastes (Ehrh.) jouncL in lceland.
This paper deals wiht the finding of a new Carex for the Icelandic flora. This