Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 34
142
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Carex was collected in Fljótsheiði in North-Iceland during the summer of 1926
and was temporarily determined as C. paniculata (L.). Some years later a revision
of this species was made by foreign botanists and they identified it as C. Pairaei
(F. Schultz), (2) and (3), a Carex, which hitherto had been unknown in Iceland.
In the years 1940—1950, when the author was investigating the sedges of Ice-
land (5), he hecame convinced that the Carex from Fljótsheiði could not belong
to C. Pairaei, and after examining new collections he came to the conclusion, that
the specimens should be referred to C. heleonastes (Ehrh.).
In Iceland C. heleonastes has not been found outside Fljótsheiði, where it
grows only in two places on damp ground. (See fig. 2). Flowers in August.
Guðmundur Kjartansson:
Hekluaska á Tindfjallajökli
Tindfjallajökull er frábrugðinn flestum íslenzkum jöklum í því, að
jökullinn liggur í slökkum milli tinda og eggja, og svipar honum
að þvi leyti meir til suðlægari jökla, t. d. jöklanna í Alpafjöllum.
í byrjun Heklugossins, 29. marz 1947, huldist Tindfjallajökull á
fáeinum klukkustundum 10—15 cm þykku lagi af vikri og ösku og
varð alsvartur til að sjá. Viku síðar var hann þó aftur orðinn hvítur
af nýjum snjó. En það var ámóta snyrting og að púðra yfir sótblett
á meyjarkinn, því að með sumrinu beraðist vikurlagið að nýju, fyrst
neðst á skriðjökultungunum og síðan æ hærra upp, unz jökullinn
varð alsvartur upp á hæstu tinda í ágústmánuði. Ökunnugum hefði
þá sýnzt fjallið jökullaust. Það var kynlega dökkleitt til að sjá, einkum
hið efra, en hlíðarnar svart- og gráflekkóttar. Litaskiptin stöfuðu af
því, að votur vikur er mun dekkri álitum en þurr, og þar sem vikur-
inn lá á snjó var hann jafnan rakur upp úr, en þornaði á yfirborði
þar sem autt var undir.
Fyrsta sumarið eftir vikurfallið var allt háfjallið með hinum svarta
lit vots vikurs. Hann náði langt út fyrir takmörk jökuls og sísnævis
og sannaði með því, að snjórinn frá næstliðnum vetri, 1946—’47,
hélzt viða óbráðinn allt sumarið í skjóli vikurbreiðunnar.
Næstu árin eftir urðu svörtu vikurflekkirnir sífellt minni, er á leið