Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 35
NOKKUR ORÐ UM ISLENZKAN FORNFUGL 143 Tindfjallajökul, séður frá Steinkrossi á Rangárvöllum 11. sept. 1953. Guðmundur Kjartansson teiknaði. sumurin, eftir þvi sem snjólagið frá ’46—’47 slitnaði sundur og hvarf. Á hverjum vetri varð jökullinn og raunar allt ofanvert fjallið alhvítt. En aðeins hæst á fjallinu, á hájöklinum og utan í tindunum, hefur snjór safnazt saman ár frá ári ofan á vikrinum. Nú í sumar, i góðærinu eftir snjóléttan vetur, hefur gengið mjög á þessar snjófyrningar, enda mun nú mn miðjan september orðið minna um ís og snjó hér á landi en nokkru sinni áður í tið núlifandi manna. Svo er nú komið, að Hekluvikurinn liggur ber um mestan hluta Tindfjallajökuls. Aðeins brekkurnar upp að sjálfum tindunum tjalda enn hvítu. Enn fremur er nú snjór vetrarins ’46—’47 yfirleitt bráðnaður undan vikurbreiðunni, svo að hún liggur nú ýmist á auðri jörð eða jökli, og liturinn sýnir glöggt, hvort heldur er: Jökullinn er svartur, autt fjalliS Ijósara (sbr. myndina). Ef hlýviðri helzt enn vikum saman, kann svo að fara, að fannirnar, sem safnazt hafa saman eftir Heklugos, hverfi alveg. Þá er rnynd fjallsins orðin fullkomin negatíva af fyrri mynd þess og lýsing Jónasar í Gunnarshólma, „blásvartur feldur“ (hið neðra) og „hjálmurinn skyggndi“ (hið efra), öfugmæli. GuÖmundur Kjartansson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.