Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 6
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Undirbúningur Allur viðleguútbúnaður, svo og tæki og efni til rannsóknanna, voru tekin með frá Sviss eftir áætlun, sem gerð var í Svissneska tækniháskólanum í Zúrich. Var farangri þessum komið þar fyrir í bifreið (Land-Rover), er útbúin var sem farartæki, rannsóknastofa og jafnvel húsaskjól fyrir leiðangursmennina tvo. Óku þeir bifreið- inni frá Zurich til Kaupmannahafnar, en þaðan var farið með Gull- fossi til Reykjavíkur. Dvalartími leiðangursins á ísiandi var 3 mán- uðir (júlí—september 1969). Auk þess kom A. Binder aftur til íslands í júlí 1970 og gerði þá nokkrar mælingar á Hveravöllum. Hverir finnast svo að segja um allt ísland, en mest er um þá á sprungusvæðinu, sem liggur þvert yfir landið frá NA til SV, en það er hluti af sprungukerfi Atlantshafshryggjarins. Blágræni þör- ungurinn Mastigocladus laminosus finnst nær eingöngu í lútar- kenndum (alkaliskum) og hvorstæðum (neutrölum) hverum og beindust því rannsóknirnar alveg sérstaklega að þeim. í súrn hver- unum er vatnið oft leðjukennt af uppleystunr bergtegundum. Valin voru einkum þau hverasvæði, þar sem hverirnir höfðu ekki verið virkjaðir eða óhreinkaðir af mannavöldum. Hentugustu svæðin að þessu leyti reyndust vera Hveravellir og Hengilsvæðið norður af Hveragerði. Önnur hverasvæði með þörungagróðri, sem hér koma við sögu, eru Haukadalur, Landmannalaugar og Reykjanes að hluta. Flestir hverirnir á Reykjanesi og hverirnir í Námaskarði reyndust of súrir. Rannsóknaraðferðir Á gróðri og vatni hveranna voru gerðar eftirtaldar rannsóknir: 1. Smásjárrannsóknir á þörungum og gerlum strax á staðnum, við allt að 1000-falda stækkun (Immersion). Teknar voru smá- sjárljósmyndir. 2. Hitamælingar. Auk venjulegra kvikasilfurshitamæla var not- aður rafhitamælir með 6 tvímálmsrafvökum (Thermistoren), sem nota mátti samtímis. 3. Sýrustig var mælt með pH-mæli búnum rafhiöðum. 4. Rafleiðni var mæld í vatninu til ákvörðunar á magni uppleystra efna. Mælt var bæði við hitastig hversins og við 20°C.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.