Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 36
156 NÁTTÚRUFRÆÐ INGURINN bæði á efra og neðra borði, og ber xnest á þeirn meðfram sogfóta- raufunum, en þar mynda þær næstum óslitna röð. Efri liliðin er tígulsteinarauð á litinn en neðri hliðin gulleit. Tígulstjarnan nær talsverðri stærð, verður allt að 25 cm í þvermál. Um lifnaðarhætti hennar er ekkert vitað. Alls staðar þar sem tegundin hefur fundizt er lnin talin fágæt. Hún er þekkt frá Noregi, S-Grænlandi, Vestur- Indíurn og eitt eintak hefur fundizt hér við Suðurland á 957 m dýpi. Það er athyglisvert að á nefndu útbreiðslusvæði lifir tegundin á 470—957 m dýpi, en þau eintök, sem nú hafa fundizt hér, eru öll fengin innan 400 m dýptarlínunnar. Dýptarsvið tígulstjörn- unnar er því stærra en áður var vitað. Af tegund þessari hafa alls fundizt fjögur eintök. Eyrsta eintakið fékk Jón Bogason í humar- troll á 100 m dýpi SV af Eldey í ágúst 1966. Næsta eintak veiðist svo á 250—260 m dýpi í Víkurál, nánar tiltekið 65°55'N 26°35'V (mynd 1) í fyrsta rannsóknaleiðangri hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar í janúar síðastliðnum. Tvö eintök fengust svo suður af Reykjanesi í marz síðastliðnum og enn í rannsóknaleiðangri á Bjarna Sæmundssyni, annað á 63°11'N 22°41'V á 270—300 m dýpi og hitt á 63°22'N 23°02'V á 190-210 m dýpi. Það er jrví ljóst að tígulstjarnan hefur haslað sér völl hér við vesturströndina og bendir stærð hennar til þess, að hún hafi þar afbragðs vaxtarskilyrði, þvi að eintökin, sem fundizt hafa, eru frá 10—22 cm í þvermál. Tígulstjörnurnar fundust ýmist á sand- eða leirbotni. Ættbálkur: Spinulosa Ætt: Pterasteridae Ættkvísl: Diplopteraster Diplopteraster multipes (M. Sars) Barðastjarna Barðastjarnan tilheyrir fitstjörnuættinni (Pterasteridae). Milli broddanna á efra borði fitstjarnanna er strengd himna — bakhimna (Supradorsalmembran), sem myndar nokkurs konar hvolfþak yíir alla efri hliðina. Smágöt eru víða á bakhimnunni, en á henni miðri er stórt op. Umhverfis það eru stórir broddar sem myncla fimm-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.