Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 24
144 NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN Ingimar Óskarsson: Nýjungar um íslenzk sælindýr Nokkur lindýr hafa enn bætzt við íslenzku fánuna, og ætla ég eins og ég hef ætíð áður gert um nýja fundi, að geta þeirra á síðuni Náttúrufræðingsins. Tegundirnar hafa verið fengnar aðallega með tvennu móti: í botnvörpu eða úr ýsugörnum, mestmegnis safnað af Jóni Bogasyni aðstoðarmanni við rannsóknir í Hafrannsókna- stofnuninni í Reykjavík. Alls eru tegundirnar níu, tvær samlokur, fimm kuðungar, einn nökkvi og ein undirtegund af ögurkóngi. Þær tegundir, sem fengizt hafa utan 400 metra dýptarlínu, hef ég tekið hér með til fróðleiks, þótt þær strangt tekið teljist ekki til íslenzkra sælindýra. Þá hef ég gefið tegundunum íslenzk heiti, enda ekki annað hægt í alþýðlegu fræðiriti. Nafngiftir ætta og ættkvísla eru notaðar í samræmi við Skel- dýrafánu íslands I og II. Samlokur (Lamellibranchia) Kræklingsætt Mytilidae Modiolaria corrugata (Stimpson). Kólguhadda. Skeljarnar eru mjög hvelfdar, óreglulega tígullaga. Nefið all- stórt og meira íiliðstætt en á silkihöddu. Yfirborðsfleti skeljanna má skipta í þrennt, framflöt, sem er með 14—18 greinilegum gárum, miðflöt, sem er gáralaus, og afturflöt, sem er þéttgáraður. Gárarnir hlykkjóttir (og er það gott ákvörðunareinkenni). Hýðið mógrænt, dálítið gljáandi. Enginn garður merkjanlegur á milli nels og kviðrandar. Alls hafa fengizt þrjú fersk eintök úr ýsugörnum. Eitt þeirra var í ýsu úr Djúpál út af ísafjarðardjúpi veiddri 20. janúar 1969 á 120 m dýpi. Lengd 7 mm. Tvö eintök voru úr ýsu úr Víkurál, veiddri 27. febrúar 1971. Lengd 5,8 og 4,8 mm.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.