Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 26
146
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
a b
2. mynd. Sarsdrekka. a) yfirborð hægri og vinstri skeljar.
b) hluti af yfirborðinu stækkaður þrítugfalt (3).
eitt eintak úr ýsu, sem veidd var út af Hornafirði. Öll voru eintök-
in fersk að útliti, og hefur tegundin örugglega verið lifandi, þegar
ýsan gleypti hana.
Sarsdrekkan er útbreidd við Noregsstrendur allt norðan frá Var-
angursfirði. Hún finnst einnig við Vestur-Evrópu suður um Azor-
eyjar og inni í Miðjarðarhafi.
Dauð eintök tegundarinnar höfðu áður fundizt við vesturströnd
íslands innan 400 metra dýptarlínu.
Kuðungar (Prosobranchia)
Körtuætt Cyclostrematidae
Cyclostrema basistriatum (Jeffreys) Djúpkarta.
Kuðungurinn traustur, livítur að lit og ógagnsær. Hyrnan frem-
ur há. Vindingar fjórir, allkúptir. Grunnvindingurinn stór. Saum-
urinn djúpur. Naflinn opinn. Yfirborðið með töluverðum gljáa,
slétt nema setan, en á henni eru 8—10 hringlaga rákir umhverfis
naflagatið. Tvö eintök, annað með brotinn munna, komu úr ýsu-