Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 40
160
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
6. mynd. Leður-
ígull (Calverosoma
hystrix). Séð frá
neðri hlið. (Úr
Mortensen 1927).
aðalplatnanna á neðri helmingi ígulkersins eru sveigðir og endi
þeirra skástífður og því skeifulaga. Liturinn ljós- eða vínrauður.
Getur orðið allt að 24 cm í þvermál. Leðurígullinn hefur fundizt
hér við SV-ströndina (600—1000 m), við Færeyjar og írland, í
Biskayaflóa og suður til Azor- og Kanaríeyja. Dýptarsvið 100—1525
m. Lifnaðarhættir óþekktir.
Innan 400 m dýptarlínunnar hefur aðeins veiðzt eitt eintak enn
sem komið er. Það var í Jökuldjúpinu (63°58'N 25°03'V) í rann-
sóknaferð r/s Bjarna Sæmundssonar í apríl síðastliðnum. Dýpi
þarna er 250 m. Eintakið var fremur smátt eða 10 cm í þvermál.
HEIMILDARIT:
Einarsson, H., 1948: Echinoderma. Zool. of Iceland. Vol. IV, pt. 70.
Grieg, J. A., 1905: Goniaster nidarosiensis, Storm og dens synonymer. Berg.
Mus. Árbog 1905. Nr. 3.
Mortensen, Th., 1924: l’ighude (Echinodermer). Danmarks Fauna 27.
Mortensen, Th., 1927: Echinoderms of the British Isles. London.