Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 69
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 189 Samkomur Á árinu voru haldnar 7 fræðslusamkomur í 1. kennslustofu háskólans. Á samkomunum voru flutt erindi um náttúrufræðileg efni og sýndar litgeisla- myndir til skýringar. Á eftir erindunum urðu ávallt nokkrar umræður. Fyrir- lesarar og erindi voru þessi: Janúar: Guðmundur Eggertsson: Um erfðir. Febrúar: Stefán Arnórsson: Um jarðhita og jarðefnafræði heits vatns. Marz: Alfreð Árnason: Gátan um álinn og uppruna hagamúsarinnar. Apríl: Páll Theódórsson: Þrívetnismælingar og grunnvatnsrannsóknir. Október: Agnar Ingólfsson: ÍJnt kynblöndun hvítmáfs og silfurmáfs. Nóvember: Sveinn Jakobsson: Um jarðfræði Vestmannaeyja. Á fræðslusamkomu á vegum fólagsins hinn 19. febrúar var frumsýnd kvik- mynd, sem Osvaldur Knudsen hefur gert um íslenzku rjúpuna. Myndin nefnist „Ein er upp til fjalla". Þakkar félagsstjórnin Ósvaldi þann heiður, sem hann sýndi félaginu, að hann skyldi fruntsýna myndina á fræðslusamkomu félagsins. Dr. Finnur Guðntundsson flutti inngangsorð að myndinni. Samkomurnar sóttu alls 525 manns eða 75 manns að meðaltali. Flestir voru fundarmenn 145, en fæstir 20. Á vegum félagsins og Norræna hússins var sett upp sænsk náttúruverndar- sýning í Norræna húsinu í apríl, og var sú sýning reyndar einnig sett upp í anddyri Háskólans 21. apríl. I sambandi við opnun sýningarinnar hélt sænskur náttúruverndarmaður, Halvar Sehlin, erindi. Fræðslufcrðir Farnar voru þrjár fræðsluferðir, tvær stuttar ferðir, sem tóku einn dag, og ein Jrriggja daga ferð. Fyrsta fræðsluferðin var farin sunnudaginn 28. júní um Grafning, og var það aðallega jarðfræðiferð. Veður var gott. Leiðbeinendur voru Kristján Sæ- mundsson og Jón B. Sigurðsson. Þátttakendur voru 45. Næst var farin grasafræðiferð austur í Þingvallasveit og heimsóttur gras- garður hjónanna Katrínar Viðar og Jóns Sigurðssonar, og sýndu þau þátttak- endur grös og blóm. Auk þeirra leiðbeindu Eyþór Einarsson, Ingimar Óskars- son og Ólafur B. Guðmundsson. Að lokinni skoðun veittu ]>au hjónin öllum gestum kaffi og kökur, en Jtátttakendur voru 55. Þriggja daga ferð var farin helgina 7.-9. ágúst í Kerlingarfjöll. Ekið var sem leið liggur um Þingvelli, Laugardal, Geysi, Gullfoss og tjaldað við Foss- rófulæk. Um kvöldið var litið til gróðurs, og er hann allfjölbreyttur þarna. Laugardeginum var varið til skoðunar bergmyndana í gljúfrum Jökulfalls og Árskarðsár. Síðdegis var hverasvæðið í Hveradölum skoðað og gengið austur með Kerlingarfjöllum allt að Loðmundi og litið á fjölbreytilegar líparít- myndanir, ölkeldur og jökulruðninga. Á sunnudagsmorgni voru tjöld tekin upp og ekið áleiðis til Reykjavíkur. 1 leiðinni voru m. a. skoðuð forn farvegur og þurr l'oss milli Lambafells og Bláfells, svo og jarðfræði Hvítárgljúfurs við

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.