Fréttablaðið - 19.05.2009, Blaðsíða 22
18 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
> LIAM MEÐ LÆTI
Oasis-söngvarinn Liam Gallagher
lenti í orðaskiptum við stuðn-
ingsmenn Tottenham þegar hann
var á meðal áhorfenda á leik liðs-
ins við Manchester City um helg-
ina. Liam er harður stuðnings-
maður City og brást við hrópum
Tottenham-manna með því að
sýna þeim dónalega handahreyf-
ingu. Öryggisverðir brugðust skjótt
við og fengu Liam til að setjast
niður áður en lætin mögnuðust.
Idolstjarnan Hrafna nýtur
lífsins eftir sigurinn á
föstudagskvöld. Hún ætlar í
háskóla í haust og er spennt
fyrir jarðfræði.
Hrafna Hanna Elísa Herberts dóttir,
Idolstjarna ársins 2009, nýtti sér
góðviðrið sem lék við höfuðborgar-
búa í gær og sleikti sólina í Naut-
hólsvík. Fámennt var við ylströnd-
ina þegar Fréttablaðið náði tali af
henni og því höfðu fáir komið auga
á þennan nýjasta söngfugl þjóðar-
innar. Hrafna Hanna bar sigurorð
af Önnu Hlín á föstudagskvöldið
og fékk að launum tvær milljónir
íslenskra króna. „Þessir pening-
ar verða geymdir, fyrir plötu og
háskólanámið,“ segir Hrafna.
Söngkonan segist þó ekki vera
búin að gera upp hug sinn hvaða
nám hún hyggst leggja fyrir sig,
viðurkennir þó að jarðfræðin
heilli. Ekki nema von því að henn-
ar sögn er bóndabærinn Teigarhorn
í Djúpavogi, þar sem hún býr, ein af
þremur stærstu geislasteina námum
í heiminum. Fjölskyldufólkið á
Teigahorni er þó ekki námufólk né
er með skepnur því þau eru skóg-
ræktarbændur, rækta barrskóg.
Hrafna segist hins vegar síður en
svo vera með græna fingur. „Nei,
því fer ansi fjarri,“ segir hún og
hlær.
Hrafna á sem stendur engan
kærasta og hún óttast ekki að þykka
bankabókin eftir Idol-sigurinn eigi
eftir að draga að sér hvers kyns
gráðuga fauta. „Nei, það verður
ekkert vandamál,“ segir Hrafna en
til gamans má geta að nafnið henn-
ar, sem samanstendur af þremur
eiginnöfnum og föður nafni, stenst
reglur þjóðskrár innar. „Hins vegar
heiti ég Hrafna Hanna E. Her-
bertsdóttir á öllum kortum,“ segir
hún. Hrafna kvaðst ekki svekkt
yfir því að hafa hálfpartinn fallið
í skuggann af velgengni Jóhönnu
Guðrúnar en hún lenti sem kunn-
ugt er í öðru sætinu í Eurovision
kvöldið eftir. „Síður en svo, ég er
bara alveg ákaflega stolt af henni.“
freyrgigja@frettabladid.is
Idolstjarna í Nauthólsvík
NAUT VEÐURBLÍÐUNNAR Hrafna Hanna Elísa átti að heita Hanna Elísa en eftir að hún tamdi hrafn sem hún fann var nafninu
breytt í Hröfnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Sean Penn er í samningaviðræðum um að leika aðalhlutverkið í mynd-
inni This Must Be the Place með ítalska leikstjórann Paolo Sorrentino
við stjórnvölinn. Myndin fjallar um forríka rokkstjörnu sem leiðist
aðgerðaleysi sitt og ákveður að leita uppi morðingja föður síns, sem er
fyrrverandi nasisti búsettur í Bandaríkjunum. Penn, sem vann Óskar-
inn fyrr á árinu fyrir Milk, er með fleiri verkefni í burðarliðnum, þar
á meðal The Three Stooges í leikstjórn Farrelly-bræðra. Auk Penns
leika þar aðalhlutverkin Jim Carrey og Benicio del Toro.
Penn leikur rokkara
Um fátt er meira rætt í Bretlandi en
skilnað smástirnisins Peter Andre og
glamúrfyrirsætunnar Katie Price, sem
er betur þekkt sem Jordan. Mirror átti
fárra úrkosta völ en að birta flenni-
stóra mynd af Pete í bíl sínum undir
fyrirsögninni „D-Day“. Í frétt Mirror
kemur fram að Jordan og Peter hafi
ákveðið að hittast á hlutlausum stað til
að ræða um forræðið yfir börnunum
þeirra tveim. Þá ku Peter hafa gert
þá kröfu að fá að halda sambandi við
Harvey, ávöxtinn af sambandi Jordan og
Dwights Yorke, fyrrverandi leikmanns
Manchester United.
Jordan og Peter hafa reynt að róa
taugarnar á sólríkum stöðum. Peter
hefur haft athvarf í húsi sínu á Kýpur
á meðan Jordan hefur sleikt sólina á
Maldíveyjum ásamt börnunum Junior
og Princess Tiaamii. Harvey, sem er
sjö ára, varð hins vegar eftir í London.
Peter er sagður brjálaður yfir þeirri
ákvörðun Jordan að selja myndir af sér
og börnunum til slúðurblaðanna fyrir
svimandi háar upphæðir og það má
flestum vera ljóst að þessi skilnaður
verður seint sagður fara fram í kyrr-
þey. „Ég hefði aldrei gert þetta, mér
finnst þetta ömurlegt,“ sagði Peter í
samtali við Mirror. „Skilnaðurinn er of
skammt á veg kominn til að ég geti talað
um hann, þetta er allt of sársaukafullt,“
bætti Peter við. Ekki er ljóst hversu
miklir fjármunir eru í spilunum en Jor-
dan hefur gert það gott við að sitja fyrir
fáklædd á dagatölum. Þau rökuðu síðan
saman nokkrum krónum þegar þau tóku
þátt í raunveruleikaþáttaseríunni I‘m a
Celebrity... Get Me out of Here!
Jordan og Pete hittast fyrir börnin
ERFITT Skilnaður Peters Andre og Jordan er á
flestra vörum í Bretlandi enda virðist þeim fátt,
ef nokkuð, heilagt. NORDICPHOTOS/GETTY