Fréttablaðið - 19.05.2009, Blaðsíða 26
22 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000
Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Pepsi-deild karla
Fjölnir - Grindavík 3-2
0-1 Gilles Ondo (32.), 1-1 Jónas Grani Garðarsson
(36.), 1-2 Sveinbjörn Jónasson (51.), 2-2 Gunnar
Valur Gunnarsson (76.), 3-2 Gunnar Már Guð
mundsson, víti (86.).
Fram - Fylkir 0-0
Umfjöllun um alla leiki má finna á Vísi.
STAÐAN
Stjarnan 3 3 0 0 12-1 9
KR 3 2 1 0 6-1 7
Fylkir 3 2 1 0 3-0 7
Keflavík 3 2 0 1 4-2 6
FH 3 2 0 1 5-4 6
Breiðablik 3 2 0 1 5-4 6
Fram 3 1 1 1 3-2 4
Fjölnir 3 1 0 2 5-7 3
Valur 3 1 0 2 3-5 3
Þróttur 3 0 1 2 1-8 1
ÍBV 3 0 0 3 0-6 0
Grindavík 3 0 0 3 3-10 0
Enska úrvalsdeildin
Portsmouth - Sunderland 3-1
0-1 Kenwyne Jones (58.), 1-1 John Utaka (60.).,
2-1 Phillip Bardsley, sjálfsmark (68.), 3-1 Armand
Traore (88.). Hermann Hreiðarsson lék allan
leikinn í liði Portsmouth.
ÚRSLIT
Kópavogsvöllur, áhorf.: 1570
Breiðablik FH
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–23 (7–14)
Varin skot Ingvar 11 – Daði 5
Horn 6–10
Aukaspyrnur fengnar 10–8
Rangstöður 2–3
FH 4–3–3
Daði Lárusson 6
Guðm. Sævarsson 6
Pétur Viðarsson 6
Ásgeir G. Ásgeirsson 7
Hjörtur L. Valgarðss. 7
Davíð Þór Viðarsson 4
Matthías Vilhjálmss. 6
Tryggvi Guðmundss. 6
(68. Tommy Nielsen 6)
Matthías Guðmundss. 3
(68. Björn Sverriss. 6)
Atli Viðar Björnsson 3
(68. A. Söderlund 7)
Atli Guðnason 7
*Maður leiksins
BREIÐAB. 4–3–3
*Ingvar Þór Kale 7
Árni Kristinn Gunn. 3
Guðmann Þórisson 3
Kári Ársælsson 6
Kristinn Jónsson 6
Finnur O. Margeirss. 6
Guðm. Kristjánsson 7
Arnór Sveinn Aðalst. 5
Kristinn Steindórss. 7
(90. Elfar Helgason -)
Alfreð Finnbogason 7
Olgeir Sigurgeirsson 3
(81. Haukur Baldv. -)
1-0 Guðmundur Kristjánsson (23.)
2-0 Alfreð Finnbogason (47.)
2-1 Matthías Vilhjálmsson (73.)
2-2 Guðmann Þórisson, sjálfsm. (85.)
2-3 Alexander Söderlund (90.)
2-3
Einar Örn Daníelsson (5)
Sparisjóðsvöllurinn, áhorf.: 1680
Keflavík Valur
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 18–14 (7–6)
Varin skot Jörgensen 5 – Kjartan 4
Horn 8–6
Aukaspyrnur fengnar 14–15
Rangstöður 4–8
VALUR 4–4–2
Kjartan Sturluson 6
Steinþór Gíslason 5
Reynir Leósson 5
Atli Sveinn Þórarinss. 4
Bjarni Ó. Eiríksson 3
Ólafur Páll Snorrason 6
Ian Jefs 4
Baldur Bett 3
(46. Baldur Aðalst. 5)
Hafþór Æ. Vilhjálmss. 3
(46. Viktor Illugason 5)
Helgi Sigurðsson 5
(71. Pétur Markan -)
Marel Baldvinsson 5
*Maður leiksins
KEFLAVÍK 4–4–2
Lasse Jörgensen 7
Guðjón Árni Ant. 7
*Alen Sutej 8
Bjarni Hólm Aðalst. 7
Brynjar Guðmundss. 6
(89. Tómas Kjartans. -)
Magnús Þorsteinss. 7
Jón G. Eysteinsson 6
Símun Samuelsen 8
Jóhann B. Guðm. 6
(82. Bojan Ljubicic -)
Hörður Sveinsson 7
Haukur Ingi Guðnas. 7
(77. Magnús Matth. -)
1-0 Guðjón Árni Antoníusson (7.)
2-0 Hörður Sveinsson (20.)
3-0 Hörður Sveinsson (71.)
3-0
Þóroddur Hjaltalín (5)
FÓTBOLTI FH gerði sér lítið fyrir og
lagði Breiðablik, 3-2, á Kópavogs-
velli eftir að hafa lent 2-0 undir.
FH hóf leikinn af krafti og átti
fyrstu færi leiksins en það voru
samt Blikar sem skoruðu fyrsta
mark leiksins. Þar var að verki
Guðmundur Kristjánsson með
skalla eftir hornspyrnu.
Þetta var fyrsta skot Breiða-
bliks á markið en FH-ingar voru
með algjöra yfirburði úti á vellin-
um í fyrri hálfleik. Þeir voru hins
vegar klaufar upp við markið auk
þess sem Ingvar Þór Kale varði
oft vel.
Breiðablik fékk sannkallaða
óskabyrjun í síðari hálfleik þegar
Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH
sendi boltann til baka þar sem
Alfreð Finnbogason beið eins og
gammur og refsaði með marki á
annarri mínútu hálfleiksins.
Það var allt annað að sjá til
Breiðabliks í seinni hálfleik og virt-
ist sem markið í byrjun hefði slegið
FH gjörsamlega út af laginu.
Alfreð Finnbogason var klaufi
að koma Blikum ekki þrjú mörk
yfir þegar hann komst einn inn
gegn Daða Guðmundssyni mark-
verði FH sem varði. FH svaraði
með góðri skyndisókn og Matthías
Vilhjálmsson minnkaði muninn í
tvö eitt þegar tæpar tuttugu mín-
útur voru eftir.
FH-ingar höfðu ekki sigrað
Breiðablik á Kópavogsvelli síðan
Blikar komu upp í efstu deild sum-
arið 2005 en nú varð breyting á.
FH jafnaði þegar Atli Guðnason
skallaði að marki og Guðmann
sneiddi boltann fyrir Ingvar Þór
sem annars hefði fengið boltann í
fangið og í uppbótartíma tryggði
Alexander Söderlund FH sigurinn
með frábæru marki.
Hjörtur Logi Valgarðsson lagði
upp sigurmark FH og var að
vonum kátur eftir leikinn.
„Þetta sýnir hvað það er mikill
karakter í þessu liði, þetta er frá-
bært lið. Við fengum helling af
færum í fyrri hálfleik og hefðum
getað skorað fullt af mörkum. Það
hefði brotið mörg lið að klúðra
svona mörgum færum,“ sagði
Hjörtur Logi.
„Það komu einhverjar tíu
mínútur korter þar sem við erum
ekki í góðu standi eftir annað
markið þeirra og það var frábært
að koma til baka. Það er ótrúlegt.“
„Við misstum aldrei trúna. Við
héldum áfram og það var það sem
skilaði þessum sigri í dag, trúin,“
sagði Hjörtur í leikslok.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari
Breiðabliks, var súr í leikslok.
„Ég ætla að vona að það verði
ekki súrara en þetta. Mér fannst
við hafa góð tök á leiknum, sér-
staklega í seinni hálfleik, en það
voru mikilvæg augnablik sem
skildu á milli. Við áttum að setja
þriðja markið og klára þetta,“
sagði Ólafur í leikslok. - gmi
Ótrúleg endurkoma FH
Lokamínúturnar í leik Breiðabliks og FH verða lengi í minnum hafðar. FH
tryggði sér þá 3-2 sigur á heimamönnum eftir að hafa lent 2-0 undir. Sigur-
markið kom 30 sekúndum eftir að auglýstum uppbótartíma lauk.
BARÁTTA Matthías Guðmundsson og Kristinn Jónsson berjast um boltann.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
> Ísland vann Sviss
Ísland vann sigur á Sviss, 33-31, í fyrsta æfingalands-
leik liðanna af þremur í handbolta kvenna í gær.
Liðín mætast einnig á Selfossi í kvöld og
í Austurberginu á morgun. Sólveig Lára
Kjærnested skoraði átta mörk fyrir Ísland
og Harpa Sif Eyjólfsdóttir sex en alls
komust ellefu leikmenn Íslands á blað
í leiknum. Staðan í hálfleik var 16-14,
Íslandi í vil.
FÓTBOLTI Fylkismenn
héldu marki sínu
hreinu þriðja leikinn
í röð þegar þeir heim-
sóttu Framara í Laugar-
dalinn í gær. Ekkert mark
var skorað í leiknum, sem
var þó þokkalega fjörugur og
í fjórgang hafnaði knöttur-
inn í stönginni, þrisvar á
marki Fram.
„Stöngin er auðvitað bara
hluti af leiknum og menn
eiga að vita að það á að
setja boltann í innanverða
stöngina en ekki utan-
verða,“ sagði Ólafur
Þórðarson, þjálfari
Fylkis, kíminn eftir leik.
„Við áttum fullt af færum í
þessum leik og fúlt að hafa ekki
náð marki. Við vorum að spila
ágætis leik í kvöld og sköpuðum
okkur fullt af færum. Eitt stig á
útivelli er ekkert sem við eigum
að gráta yfir en við hefðum
getað tekið öll stigin,“ sagði
Ólafur.
Fylkismenn voru mun
sterkari aðilinn í fyrri
hálfleiknum og heima-
menn áttu undir högg
að sækja. Meira líf
var í Frömurum í þeim
síðari en ekkert mark
var þó skorað. - egm
Fram og Fylkir gerðu markalaust jafntefli:
Stöngin út í dalnum
FÉKK FÆRI
Pape Mamadou Faye
náði ekki að skora í
gær frekar en aðrir
leikmenn liðanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Keflvíkinga urðu fyrir áfalli fyrir leik sinn á
móti Val í gær þegar ljóst var að Hólmar
Örn Rúnarsson yrði frá í 6-8 vikur vegna
meiðsla. Það voru samt engin veikleika-
merki sjáanleg á þeim í frábærum 3-0 sigri
á Sparisjóðsvellinum í gær. Traust og örugg
varnarlína hélt Valsmönnum í skefjum og
eldfljótir og kappsamir framherjar stríddu
síðan þungum varnarmönnum Vals allan
leikinn.
Breytingar Kristjáns Guðmundssonar,
þjálfara Keflavíkur, gengu fullkomlega upp.
Símun Samuelsen blómstraði í nýrri stöðu
inni á miðjunni og Hörður Sveinsson skoraði
tvö mörk í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu
í sumar.
„Við erum með mjög góða sóknarmenn
í Keflavík í dag, við erum allir góðir félagar
og berjumst allir hver fyrir annan. Það verða
allir að bíða eftir sínu tækifæri og mitt kom
í dag,” sagði sagði Hörður Sveinsson, sem
hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu
tveimur leikunum. „Við getum sprengt
upp hvaða vörn sem er. Við erum með
flott sóknarlið og erum líka
með mjög góða vörn. Við
spiluð-
um frá-
bæran
bolta í
dag,” sagði Hörður.
Guðjón Árni Antoníusson tók
við fyrirliðabandinu af Hólmari
Erni Rúnarssyni og marksæknasti
bakvörður landsins kom sínu liði
yfir. „Kristján sagði mér að skora
í dag og ég bara gerði það. Við
lögðum okkur 110 prósent fram
og það skilaði sér. Það er ekki hægt að
biðja um meira en að halda hreinu og
skora þrjú mörk,” sagði Guðjón .
„Við komum mjög vel stefndir í
leikinn og sköpuðum tvö mjög góð færi
á fyrstu mínútunum. Svo gefum við tvö
mörk með vondum varnarleik og í
Keflavík og á móti jafnsterku liði
er á brattann að sækja eftir það.
Þeir spiluðu mjög skynsamlega úr
stöðunni, lágu til baka og beittu
sínum eitruðu og hröðu framherjum
í skyndisóknum. Við réðum bara illa
við þá,” sagði Willum Þór Þórsson,
þjálfari Vals, og bætti við: „Þeir spil-
uðu feykilega vel. Aftasta varnar-
línan var örugg sem og markmað-
urinn. Við vorum aldrei öruggir í
okkar varnarleik.“
HÖRÐUR SVEINSSON SVARAÐI KALLINU OG SKORAÐI TVÖ: KEFLAVÍK FÓR ILLA MEÐ VAL Í GÆR
Við getum sprengt upp hvaða vörn sem er