Fréttablaðið - 19.05.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.05.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 19. mai, 139. dagur ársins. 4.00 13.24 22.51 3.23 13.09 22.58 Með leyfi AVALON PROMOTIONS & LIBERTY BELL GRUMPY OLD WOMEN LIVE Þrjár fyndnustu leikko nur landsins saman á sviðinu!í Íslensku óperunn i „Edda er meistari sem unun er að sjá og heyra. Ég hef lengi dáðst að „replikkunni“ hennar Eddu, hvað hún er flink við að skjóta tilsvörunum beint í mark; það eitt að heyra hana spýta bröndurunum út í salinn er leikhús - ferðar innar virði.“ JVJ DV „Mér fannst allar leikkonurnar fyndnar - en ég hló mest af Björk - hún er æðislega fyndin!“ Róbert Gíslason - áhorfandi „Þær Helga Braga og Edda eru gamanleikarar af guðs náð; eitt bros hér og mjaðmahnykkur þar segir stundum meira en þúsund orð.“ Mbl. „Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og hér eru þeir allir traustir. Allar þrjár verulega Fúlar á móti“ S. Mbl. MIÐASALA Í SÍMA 511 4200 Á WWW.MIDI.IS OG Á WWW.OPERA.IS Opið 07 til 01 Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is Alla tíð hef ég haft áhuga á trúar brögðum og trúar- hefðum þó að ekki hafi glæðst hjá mér trú. Þekkingin á þeim þykir mér varpa gleggri sýn á til- veruna og auka skilning á menn- ingarheimum. Þó hef ég alltaf verið sannfærð um að heimurinn væri betur kominn án þeirra. Það kom mér því á óvart þegar ég stóð mig að því að útskýra grundvallar- atriði kristinnar trúar fyrir fimm ára syni mínum. HVER atburðurinn sem útheimti kirkjuheimsóknir hafði rekið annan og voru þeir ýmist góðir eða slæmir. Þetta vakti upp spurn- ingar hjá drengnum og vandræða- gang hjá sjálfri mér. Ég virtist ekkert eiga að komast upp með að svara með „af því bara“ eða „ég veit það ekki“. Útskýringar á spurningum um svínaflensu og nýjar ríkisstjórnir voru hátíð miðað við þetta og hálfkveðnar vísur ollu drengnum hugarangri og ergelsi. AÐ lokum fór því svo að ég ákvað að segja drengnum frá nokkrum undirstöðuatriðum kristninnar. Þá rifjaðist upp fyrir mér frá- sögn konu af því hvernig barna- trú hefði linað ótta ömmu hennar eftir að hrörnunarsjúkdómur hafði hrifsað burtu nær allar minningar hennar af lífinu. Í ótt- anum og skelfingunni sem heila- sjúkdómurinn hafði valdið henni fann hún huggun í kvæðum um gæsku Jesú og engla sem hún hafði lært sem barn. Hún óttaðist að börn sem ekki lærðu skáldskap sem veitti hlýju yrðu af nauðsyn- legri huggun í ellinni. Glymjandi auglýsingastef sem börn hefðu fyrir munni sér utanbókar nú myndu ekki koma að sama gagni og bænir og vers fyrri tíma. Eftir að hafa rifjað þetta upp fyrir mér stóð ég mig að því, mér til furðu, að kenna syninum vers um Jesú. ÞAÐ er kannski ágætt að ég taki fram að ég er sjálf skráð utan trú- félaga og myndi seint leggja sýni mínum þær skyldur á herðar að hann tryði hverju því sem hann heyrði. Hins vegar þykir mér ólíkt léttara að segja litlu barni, sem á í miklum erfiðleikum með að skilja að eitthvað taki enda, hvort sem um fimm ára afmæli eða löng æviskeið er að ræða, að fólk fari til guðs eftir dauðann. Himna vist þykir honum mun þægilegri tilhugsun en kúldur ofan í jörðinni. Barnatrú

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.