Fréttablaðið - 19.05.2009, Side 14

Fréttablaðið - 19.05.2009, Side 14
14 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR Húsdýragarðurinn í Laugardal var form- lega opnaður af Davíð Oddssyni borgarstjóra á þess- um degi árið 1990. Ákvörðun um bygg- ingu garðsins var tekin í borgarráði Reykjavíkur fjórum árum fyrr en framkvæmdir hófust árið 1989. Á einu ári voru reist sex hús til dýrahalds, steypt selatjörn, landslag mótað fyrir refi, minka og hreindýr, beitarhólf afgirt og komið upp fisk- eldiskerjum. Auk þessa var Hafra- felli, gömlu íbúðarhúsi Örlygs Sig- urðssonar listmálara, breytt í skrif- stofu og kennslusalur útbúinn úr vinnustofu hans. Markmið með byggingu húsdýra- garðsins var að kynna borgarbú- um íslensku hús- dýrin, færa þá nær íslenskum búskap- arháttum og efla tengsl á milli manna og dýra. Vinsældir Húsdýragarðsins voru miklar og því var tekin ákvörðun um að byggja Fjölskyldugarð í næsta nágrenni. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 1991 og tveimur árum síðar var nýja svæðið formlega tekið í notkun. Í dag eru garðarnir reknir saman undir nafninu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. ÞETTA GERÐIST: 19. MAÍ ÁRIÐ 1990 Húsdýragarðurinn opnaðurMALCOLM X (1925-1965) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Framtíðin tilheyrir þeim sem búa sig undir hana í dag.“ Malcolm X var leiðtogi íslamskra blökkumanna í Bandaríkjunum. Hann var myrtur aðeins fertugur að aldri. Digranesskóli heldur uppskeruhátíð í fyrramálið í tilefni þess að þriggja ára verkefni fjögurra evrópskra skóla er lokið. Það nefnist Comenius – Sögur úr Evrópu, og hefur Marjatta Ísberg kennari haft forystu í því frá upphafi. Þátttökulöndin eru Ísland, Finnland, Ítalía og Portúgal. Ungverjaland var líka með fyrsta árið en datt svo út. „Við höfum verið að vinna með sagnaarfinn í víðri merkingu og hægt er að segja sögur á margan hátt, með orðum, tónlist, söng, teikningum og látbragði. Tilgangurinn er sá að börn- in kynnist sínum eigin rótum og finni hvað þau eiga sameiginlegt með öðrum þjóðum og hvað ekki,“ segir Marjatta og nefnir sameiginlegt viðfangsefni. „Krakkar í hverju landi völdu eina þjóðsögu og teiknuðu myndir við sög- una. Sendu svo myndirnar til næsta lands án nokkurs texta og krakkar í móttökulandinu sömdu textann út frá myndunum. Næsta land tók við og bjó til brúður og setti upp í Power Point í tölvu og fjórða landið hljóðsetti. Svo kom sagan aftur til upprunalands- ins. Í okkar tilfelli var sagan Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum notuð og þegar hún kom til baka var hún með ít- ölskum texta og portúgölskum brúðum. Okkar krökkum fannst hún hálf asna- leg þannig en við máttum engu breyta heldur tókum upp stutt myndband með útkomunni.“ Árstíðarsögur frá vinalöndunum fjórum eru nýkomnar út á bók. Þær eru myndskreyttar og textinn er bæði á frummálinu og ensku. „Við skilum bókinni á stafrænu formi til skólanna þannig að ef kennarar vilja þýða text- ann sjálfir, eða fela það eldri nemend- um, þá geta þeir það. Þannig er hægt að leika sér með efnið.“ Hún nefnir líka safndisk sem verið er að gefa út með lögum sem nemendurnir hafa æft á þessum þremur árum. Nótnahefti með textunum fylgir með. „Þórdís Sævars- dóttir tónlistarkennari okkar hefur um- sjón með því,“ tekur Marjatta fram. Comeniusar-verkefnið var styrkt af ESB og EES og Marjatta segir árang- ursmælingar hafa farið fram allan tím- ann. „Stjórnendurnir í Brussel leggja áherslu á lifandi móðurmál hvers lands. „Þeir átta sig líka á því að ef þeir vilja að börn læri meira um löndin, menn- ingu og tungumál þeirra þá er best að virkja kennarana því þeir hafa svo mikil áhrif. Því hafa verið gagnkvæmar kennaraheimsóknir milli þessara fjögurra landa síðustu þrjú ár.“ Klukkan átta og tíu í fyrramálið verða stuttar samkomur fyrir foreldra í sal Digranesskóla. „Tónlistarkennar- arnir ákváðu að við lykjum þessu með því að nemendur syngju vináttusöng á öllum tungumálum. Svo sýnum við bók- ina og búta af því sem við höfum sett upp á vídeó,“ lýsir Marjatta. „En í einni stofunni geta þeir sem hafa rýmri tíma skoðað meira efni.“ gun@frettabladid.is DIGRANESSKÓLI: LÝKUR ÞRIGGJA ÁRA EVRÓPUVERKEFNI MEÐ ÚTGÁFU OG SÖNG Sagnaarfur sameinar þjóðir timamot@frettabladid.is ÁRSTÍÐABÓKIN SKOÐUÐ Marjatta Ísberg kennari og nokkrir nemendur Digranesskóla með nýju bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Ómar Jónsson frá Grund, Ólafsvík, til heimilis að Bjarkarhrauni 11, Borgarbyggð, lést á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi fimmtudaginn 14. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeir sem vildu minnast hans er bent á VON, styrktarfélag skjólstæðinga gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi. Reikn. 0513 26 3174 kt. 490807 1010. Jónína Kristjánsdóttir Björg Guðmundsdóttir Sigurður K. Sigþórsson Stefán Már Guðmundsson Kristín Ósk Hjartardóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Snorri P. Snorrason lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 16. maí. Karólína Jónsdóttir Snorri P. Snorrason Helga Þórarinsdóttir Kristín Snorradóttir Magnús Eiríkur Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Aðalheiður Björnsdóttir Barðastöðum 21, 112 Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 15. maí sl. Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 22. maí klukkan 13.00. Haraldur Eðvarð Jónsson Bjarni Ómar Haraldsson Alda Guðmundsdóttir Jón Haraldur Haraldsson Heiða Björk Ásbjörnsdóttir Rakel Björk Haraldsdóttir Þröstur Jóhannsson og ömmubörnin. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þorbirnu Jakobsdóttur Gránufélagsgötu 22, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Guð veri með ykkur. Marteinn Tryggvi Sigurólason Siguróli R. Marteinsson Sigfríð Friðbergsdóttir Marteinn Tryggvi Sigurólason Björgvin Þór Sigurólason Anna Kristín Sigursteinsdóttir Eyþór Árni Sigurólason Alda Ósk Hauksdóttir og barnabarnabarn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ragnars Hermannssonar frá Flatey á Skjálfanda. Sigrún Ragnarsdóttir Gestur Gunnarsson Helga Ragnarsdóttir Kristinn Hrólfsson Hermann Ragnarsson Dómhildur Antonsdóttir Erla Ragnarsdóttir Ómar Ingimundarson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Matthildur Jónsdóttir Granaskjóli 11, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 13. maí sl., verð- ur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sóltúns, s. 590 6000. Ingunn Ívarsdóttir Valdís Ragnheiður Ívarsdóttir Viðar Stefánsson Herdís Ívarsdóttir Ingi Þór Vigfússon Ívar Ívarsson Árný Sigríður Jakobsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, Lovísa Ibsen frá Súgandafirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn 15. maí. Minningarathöfn verður í Víðistaðakirkju föstudaginn 22. maí kl. 15.00. Útförin fer fram frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Guðrún Egilsdóttir Ingólfur A. Steindórsson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.