Fréttablaðið - 19.05.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.05.2009, Blaðsíða 30
26 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. pest, 6. hvort, 8. sauða- garnir, 9. bein, 11. komast, 12. raup, 14. land, 16. hvað, 17. sigað, 18. heyskaparamboð, 20. golfáhald, 21. vera til. LÓÐRÉTT 1. erindi, 3. tveir eins, 4. nákvæmlega, 5. skáhalli, 7. fitlari, 10. húsfreyja, 13. dvelja, 15. yfirbragð, 16. gap, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. kvef, 6. ef, 8. vil, 9. rif, 11. ná, 12. skrum, 14. túnis, 16. ha, 17. att, 18. orf, 20. tí, 21. lifa. LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. vv, 4. einmitt, 5. flá, 7. fiktari, 10. frú, 13. una, 15. stíl, 16. hol, 19. ff. „Ég hlusta aðallega á rokk og núna er Dikta í miklu uppá- haldi, eitt besta íslenska bandið að mínu mati. Svo held ég mikið upp á Muse, Placebo og Kings of Leon, en þegar ég er í chill-skapi þá fer Damien Rice á fóninn.“ Pattra Sriyanonge leikkona „Við erum að fá alla Glerlykils- kandídatana til landsins og í það minnsta þrjár alþjóðlegar stór- stjörnur,“ segir Ævar Örn Jóseps- son rithöfundur. Nú er tæpur hálfur mánuður þar til Glerlykillinn 2009 verð- ur afhentur en verðlaunin fyrir besta norræna krimmann eru liður í mikilli glæpasagnaráðstefnu sem fram fer 29. og 30. maí í Norræna húsinu í Reykjavík. Allir þeir sem tilnefndir eru til verðlaun- anna hafa boðað komu sína og auk þeirra koma meðal annarra norski höfundurinn Jo Nesbø, kínverski krimmahöfundurinn Dianne Wai Liang að ógleymdum Arnaldi Ind- riðasyni. Hann er tilnefndur til Glerlykilsins fyrir Íslands hönd og er það bókin Harðskafi sem er undir. „Arnaldur er náttúrlega í Glerlykils pallborðinu sem okkar kandídat,“ segir Ævar Örn sem ber hita og þunga af skipulagn- ingu dagskrárinnar. Dagskráin, fyrir utan félagsfundina sjálfa, snýst meira og minna um nor- ræna krimmann. Á föstudeginum er Glerlykillinn í aðalhlutverki. Fyrst verða bækurnar kynntar, svo verður lykillinn afhentur, og loks setjast höfundar í pallborð, þar sem þeir verða yfirheyrðir vandlega um glæpi sína, auk þess sem áheyrendum gefst kostur á að bauna á þá spurningum úr sal. „Á laugardeginum er boðið upp á tvo stutta fyrirlestra um norræna krimmann, áður en þrír heims- þekktir krimmahöfundar verða teknir til þriðju gráðu yfirheyrslu um sína glæpi, og aftur fá áheyr- endur að láta ljós sitt skína,“ segir Ævar. Væntanlegir eru um fjörutíu glæpasagnahöfundar frá Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Japan. Sé litið sérstaklega til þeirra sem tilnefndir eru til Glerlykils- ins telst Arnaldur mesti reynslu- boltinn en hann var fyrstur til að vinna Glerlykilinn tvisvar og sá eini sem hefur hlotið Glerlykil- inn tvö ár í röð. Í fyrra var síðasta bók Stiegs Larsson í Millenium- trílógíunni, um ævintýri þeirra Karls Blómquist og Lisbeth Sal- ander, sæmd Glerlyklinum en sú fyrsta hlaut verðlaunin árið 2006. Lene Kaaberbøl og Agnete Friis eru fulltrúar Dana fyrir bókina Drengen í kufferten. Fulltrúi Finna er Marko Kilpi fyrir bókina Jäät- yneitä ruusuja eða Frosnar rósir. Kilpi er tiltölulega nýr á vettvangi glæpasagna en glæpir eru honum ekki ókunnir því hann er lögga sjálfur. Hinn norski Viðar Sundstøl er handhafi Gylltu skammbyssunn- ar í sínu heimalandi og þar með kandídat Norðmanna til Glerlyk- ilsins en það er bókin Drömmens land eða Draumalandið (kunnug- legur titill) sem lögð er fram þetta árið. Fulltrúi Svía er blaðamaður- inn Johan Theorin og bókin Natt- fåk, eða Stormur að nóttu. jakob@frettabladid.is ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON: ARNALDUR ER OKKAR GLERLYKILS-KANDÍDAT Krimmafár í Reykjavík við afhendingu Glerlykilsins ÆVAR ÖRN JÓS- EPSSON Ber hita og þunga af skipulagningu krimmahá- tíðar en um fjörutíu glæpa- sagnahöfundar hafa boðað komu sína, þeirra á meðal allir sem tilnefndir eru til Glerlykilsins. ARNALDUR INDRIÐASON Mestur reynslubolti meðal þeirra sem tilnefndir eru til Gler- lykilsins sem afhentur verður eftir tæpan hálfan mánuð í Norræna húsinu. Þetta er í annað sinn sem Glerlykillinn er afhentur á Íslandi. Fyrra skiptið var árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flestir Íslendingar sátu væntan- lega límdir við sjónvarpsskjáinn þegar Jóhanna Guðrún tróð upp í Eurovision og söng sig inn í hug og hjörtu velflestra Evrópubúa. Fáir hafa þó eflaust verið í jafn góðum félagsskap og Ísold Uggadóttir kvikmyndaleikstjóri því hún sat á bar í New York og horfði á keppnina með norska dúettinum Bobbysocks ásamt öðrum Norðmönn- um. Af einhverjum undarlegum ástæð- um var þessi ágæti bar í stóra eplinu sá eini sem sýndi beint frá keppninni. Annars virðist þessi frábæri árangur Jóhönnu Guðrúnar ekki vera nein tilviljun því lagið er strax komið í efstu sæti á niðurhals-lista iTunes. Lagið er ofarlega á listum í Grikklandi, Hollandi, Austurríki, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi og á Írlandi. Og virðist Jóhanna því eftir að eiga annasama tíma fram undan við að sinna öllum sínum aðdá- endum í þess- um löndum. Annars sýndi Egill Helgason á sér fremur óvænta hlið þegar breskir fjölmiðlar réðust harkalega á kjólinn sem Jóhanna klæddist á sviðinu. Bæði Guardian og The Telegraph létu Andersen & Lauth- hönnunartvíeykið fá það óþvegið í umfjöllun sinni en tískugúrúinn Egill var sko alls ekki á sama máli; hann var efnis- mikill, ólíkt flestum öðrum kjólum í keppn- inni, skrifar Egill og bætir því við að sennilega hafi Jóhanna verið ein af fáum alvöru ljóskum í keppninni. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það er aldrei nóg af Gauragangi,“ segir rit- höfundurinn Ólafur Haukur Símonarson. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er framleiðslu- fyrirtækið ZikZak nú í fullum gangi að undir- búa kvikmynd eftir hinni vinsælu unglingabók um Orm Óðinsson og félaga. Borgarleikhúsið stökk síðan um borð í Gauragangsskipið fyrir helgi og tilkynnti að það hygð- ist setja upp leikverkið. „Mér finnst bara ánægjulegt ef menn sjá eitt- hvað í þessu enn þann dag í dag,“ útskýrir Ólafur og viðurkennir að þetta sé nokkuð gleðilegt fyrir sig. „Vonandi verður þetta líka gleðilegt fyrir aðra.“ Alls sóttust 600 börn og unglingar eftir hlut- verkum í kvikmyndinni Gauragangi í áheyrnar- prufum sem haldnar voru í byrjun maí á fjórum stöðum á landinu. Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar, liggur nú yfir umsókn- unum og viðurkennir að hann hafi þegar komið auga á nokkra kandídata fyrir hlutverkin. „Ég er hins vegar ekki reiðubúinn til að setja neina nákvæma tímasetningu á því hvenær við til- kynnum niðurstöðurnar, við ætlum að vanda vel til verksins.“ Grímar Jónsson, einn framleiðanda myndar innar, segist ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að leikverk og kvikmynd geti ekki unnið saman. „Menn eiga ekki að fá neitt ógeð af Gaura- gangi, við höfum séð að þetta getur heppnast vel, eins og til að mynda Brúðguminn og Ívanov,“ segir Grímar og þvertekur fyrir að það séu einhverjir árekstrar milli leikhúss- ins og bíómyndarinnar. „Við vorum bara sam- mála um að þetta væri hið besta mál. Enda held ég að þetta verði tvennt ólíkt.“ - fgg Aldrei nóg af Gauragangi LÍFSEIG BÓK Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson stenst augljóslega tímans tönn. 600 Í ÁHEYRNARPRUFUR Fjölmörg börn og unglingar mættu í áheyrnarprufur fyrir kvikmyndina Gauragang. Leikstjóri hennar er Gunnar Björn Guðmundsson. MYND/ZIKZAK „Við stefnum á að negla klúbbana um mitt sumarið,“ segir Ívar Örn Kolbeinsson sem hefur stofnað hljómsveitina The Krooks ásamt Steina úr Quarashi og systur sinni Rebekku úr Merzedes Club. „Ég og Rebekka erum búin að vinna saman í dálítið langan tíma. Steini kom fyrir mánuði síðan og þetta einhvern veginn small saman. Við erum komin með nánast heila plötu og fullt „live sett“,“ segir Ívar Örn, sem var áður meðlimur Dr. Mister and Mr. Handsome. Sú sveit naut mikilla vinsælda fyrir þremur árum en eftir að hún lagði upp laupana flutti Ívar til Danmerkur og lét lítið fyrir sér fara. Nokkru síðar kom hann aftur heim og stofnaði hljóm- sveitina The Musik Zoo en núna á The Krooks hug hans allan. „Þetta er eiginlega meiri danstónlist heldur en Dr. Mister, aðeins meira fullorðins. Það er samt ekki hægt að setja þetta undir neinn hátt,“ segir hann. Auk Dr. Mister hafa Quarashi og nú síðast Merzedes Club sungið sitt síð- asta en upp úr öskustó þeirra rís nú The Krooks og fer hún á stjá um miðjan júlí að sögn Ívars. Hann segir óvíst hve- nær nýja platan kemur út en miðað við fyrsta lag sveitarinnar, The Drop, verður hún án efa uppfull af grípandi danstón- list. „Við erum bara að vinna í þessu. Við erum með þetta allt á skurðarborðinu ennþá,“ segir Ívar. „Passið ykkur bara.“ - fb The Krooks stefnir á klúbbana í sumar ÍVAR ÖRN KOLBEINSSON Ívar Örn hefur stofnað danssveitina The Krooks ásamt systur sinni Rebekku og Steina úr Quarashi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REBEKKA Rebekka gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Merzedes Club. STEINI Steini, fyrrum rappari í Quarashi, er nú meðlimur í The Krooks. PARKET TILBOÐ Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is íslensk hönnun og handverk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.