Fréttablaðið - 19.05.2009, Blaðsíða 10
19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
SAMFÉLAGSMÁL „Við vildum skapa
vettvang þar sem allir geta komið
saman og gert eitthvað sniðugt,“
sagði Hreiðar Már Árnason, einn
aðstandenda nýrrar vefsíðu sem
ætlað er að tengja saman ungt verk-
efnalítið fólk.
Hugmyndin gengur út á að ungt
fólk með góðar hugmyndir geti
fundið sér aðstöðu og fleira fólk
sem sé tilbúið að taka þátt, sagði
Hreiðar. Í því skyni hefur vefurinn
frumkvaedi.is verið opnaður.
Á vefnum geta einstaklingar,
félagasamtök, fyrirtæki og aðrir
lagt hugmyndir í hugmyndabanka.
Þar má einnig setja inn hugmyndir
um aðstöðu sem nýst getur ungu
fólki, til dæmis skólahúsnæði,
íþróttahús eða annað húsnæði sem
stendur autt yfir sumartímann,
segir Sindri Snær Einarsson, annar
aðstandenda verkefnisins.
Samfélagið verður opið öllum,
og þar verður hægt að byggja upp
tengslanet, og koma sér og sínum
hugmyndum á framfæri, segir
Sindri. Hann segir vefinn þó alls
ekki eingöngu fyrir þá sem séu
með frábærar hugmyndir í kollin-
um. Allir séu velkomnir og vonandi
verði fjölmörg áhugaverð verkefni
sem fólk geti tekið þátt í.
„Þetta er til marks um hvernig
við eigum að hugsa þegar illa árar,“
sagði Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra, áður en hún opnaði
formlega fyrir vefinn í Hugmynda-
húsinu við Granda í gærmorgun.
Hún sagðist ánægð með það frum-
kvæði sem aðstandendur verkefn-
isins hefðu sýnt. Þeir hefðu strax
lagt áherslu á að nýta frumkvæði
og þekkingu ungs fólks, sem væri
til fyrirmyndar.
Hugmyndin að þessu verkefni
kviknaði þegar ljóst var að allt
stefndi í að stór hluti um þrjátíu
þúsund framhaldsskólanema yrði
verkefnalaus í sumar vegna erfiðs
efnahagsástands, segir Hreiðar.
Guðjón Már Guðjónsson hefur
ásamt Hugmyndaráðuneytinu komið
að verkefninu. Hann segir vefinn
heppilega lausn þar sem vandinn
sé ekki bundinn við ákveðið svæði,
heldur sé verkefnalítið ungt fólk um
allt land sem geti nýtt sér vefinn.
Vefurinn geti til dæmis komið
frumkvöðlum og sprota fyrir tækjum
í samband við ungt fólk. Fyrirtæki
geti einnig boðið nemendum starfs-
þjálfun, eins og þekkist víða erlend-
is. brjann@frettabladid.is
Nýta frumkvæði og
þekkingu ungs fólks
Ungt fólk tók málin í sínar hendur þegar stefndi í fjöldaatvinnuleysi mennta-
skólanema. Hefur opnað samskiptavef til að tengja saman hugmyndaríkt fólk.
Er til marks um hvernig á að hugsa þegar illa árar, segir menntamálaráðherra.
SINDRI SNÆR
EINARSSON
HREIÐAR MÁR
ÁRNASON
Í NOTKUN Engu var líkara en að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefði þurft
að fremja flókinn galdur til að opna vefsíðuna frumkvaedi.is í Hugmyndahúsinu við
Grandagarð í gær. Raunin var þó önnur því ráðherra dugði að ýta á takka til að taka
vefsíðuna í notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÆRÐU HEIMA!
FJARNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI ER GÓÐUR KOSTUR ÓHÁÐ BÚSETU
Kynntu þér málið nánar á www.haskolanam.is, þar má panta kynningarefni um einstakar námsgreinar
Iðjuþjálfunarfræði B.S.
Hjúkrunarfræði B.S.
HEILBRIGÐISDEILD
Kennarafræði B.Ed./ M.Ed.
(veitir kennsluréttindi í leik-, grunn- og framhaldsskólum)
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ
Sjávarútvegsfræði B.S.
Viðskiptafræði B.S.
Engin skólagjöld, innritunargjald kr. 45 þúsund fyrir veturinn