Fréttablaðið - 14.08.2009, Síða 4
4 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
NEYTENDAMÁL „Ég vil fá þetta
burt. Það hefur lengi verið skoð-
un Neytendasamtakanna að það
eigi að banna forverðmerktar
vörur. Stærsti ágallinn er sá að
þær halda uppi verði. Því fyrr sem
þær verða bannaðar, því betra,“
segir Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna.
Gísli Tryggva-
son, talsmaður
neytenda, segir
löngu tímabært
að stöðva for-
verðmerkingar
á matvöru.
E i n s o g
Fréttablaðið
greindi frá í
gær rekur Sam-
keppniseftirlitið
nú stjórnsýslu-
mál sem bein-
ast að smásölu-
verslunum og
hópi framleið-
enda og birgja í
kjötframleiðslu.
Rannsóknin
miðar að því að
leiða í ljós hvort
brotið hafi verið
gegn samkeppn-
islögum með forverðmerkingum.
Helstu matvörur sem verðmerktar
eru með þessum hætti eru unnin
kjötvara og ostar.
Aðspurður segir Gísli að verð-
merking með þessum hætti sé
ekki í samræmi við lög.
„Það er löngu tímabært að þetta
verði stöðvað.“ Hann vill árétta
að þegar í apríl 2006 hafði hann
að eigin frumkvæði samband við
Samkeppniseftirlitið og fékk stað-
fest að skoðun á samræmdri verð-
lagningu framleiðenda á matvöru
væri í gangi.
„Ég lét í ljós þá skoðun mína að
málið lyti að broti á samkeppnis-
lögum. Ég taldi þetta skipta máli
þar sem ég reyni sem talsmaður
neytenda að aðhafast síður í
málum ef aðrir, til dæmis til þess
bær stjórnvöld, eru að vinna í mál-
inu. Ég lét þó í ljós þá skoðun að
forverðmerking hefði mikil áhrif
á hegðun matvöruverslana og þar
með hagsmuni neytenda.“
Jóhannes Gunnarsson telur að
forverðmerkingar séu ekki ólög-
legar, ólíkt skoðun talsmanns
neytenda, Neytendastofu og ASÍ,
sem í nýjustu verðkönnun sinni
setur fram þá skoðun að forverð-
merking sé bönnuð og hamli eðli-
legri verðsamkeppni, eins og segir
í skýringum við könnunina.
„Ég held að samkeppnisyfir-
völd væru ekki að velta vöngum
yfir því hvort eigi að stoppa þetta
eða ekki, ef þetta væri klárlega
bannað. Sé þetta ólöglegt hefði
þetta einfaldlega verið bannað
fyrir löngu, enda hindrar þetta að
fá virka verðsamkeppni á þessar
mikilvægu vörur,“ segir Jóhann-
es.
SE hefur bent á að tíu til fimm-
tán prósent matvöru séu forverð-
merkt. Veltan var sjö til tíu millj-
arðar króna á verðlagi í maí 2008.
svavar@frettabladid.is
Það er löngu tímabært að
þetta verði stöðvað.
GÍSLI TRYGGVASON
TALSMAÐUR NEYTENDA
Talsmenn neytenda
fordæma verðmerkingar
Formaður Neytendasamtakanna er þeirrar skoðunar að forverðmerkingar á matvöru eigi ekki að viðgang-
ast. Talsmaður neytenda segir verðmerkingarnar ekki í samræmi við lög og tímabært að stöðva þær.
Í skýrslu Samkeppnis-
eftirlitsins nr. 1/2008,
um viðskiptasamn-
inga birgja og annað
samstarf fyrirtækja á
matvörumarkaði, er
fjallað sérstaklega um
forverðmerkingar birgja fyrir mat-
vöruverslanir. Þar kemur eftirfarandi
fram:
- Forverðmerkingar og þau sam-
skipti sem tengjast þeim kunna
að fela í sér aðgerðir sem ganga
gegn banni við samráði fyrirtækja
eða misnotkun á markaðsráðandi
stöðu. Því var hins vegar
ekki slegið föstu án frekari
rannsóknar, sem stendur
nú yfir.
- Könnun sem SE gerði
gaf til kynna að þessar
forverðmerkingar takmarki
samkeppni. Verðmunur á þessum
vörum milli verslana er margfalt
minni en eðlislíkra vara, sem ekki
eru forverðmerktar.
- SE beindi þeim tilmælum til birgja
og matvöruverslana að ganga úr
skugga um að samningar þeirra feli
ekki í sér samkeppnishindranir.
NIÐURSTÖÐUR SAMKEPPNISEFTIRLITSINS
GÍSLI TRYGGVASON
JÓHANNES
GUNNARSSON
FORVERÐMERKTAR VÖRUR Helstu vörur sem eru forverðmerktar eru unnin kjöt-
vara og ostar.
Á S B R Ú - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T
Allar nánari upplýsingar
á www.keilir.net.
FLUGFREYJU-/ÞJÓNANÁM
Örfá sæti laus
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
25°
23°
19°
22°
25°
23°
19°
19°
24°
23°
30°
29°
33°
20°
26°
20°
18°
Á MORGUN
Hæg austlæg eða
breytileg átt.
SUNNUDAGUR
Hæg suðauðstlæg átt.
14
12
11
11
12
10
12
12
15
14
16
8
1
3
2
3
1
4
3
6
5
8
2
14
13
1211
15
12 13
12
15
12
FÍNT HELGARVEÐUR
Veðrið um helgina
verður keimlíkt því
sem hefur verið hjá
okkur síðustu daga,
yfi rleitt hægviðri,
úrkomulítið og milt.
Það verður fremur
létt yfi r landinu og
gæti víða orðið bjart
með köfl um, en það
er þó hætt við stöku
skúrum á víð og
dreif einkum inn til
landsins.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
BANDARÍKIN, AP Bandaríkjastjórn
hefur undanfarið boðið eigendum
gamalla bílskrjóða að skila þeim
til förgunar en fá í staðinn pen-
inga til að kaupa sér nýja eyðslu-
minni bifreið fyrir.
Ekki er þó víst að þessi fram-
kvæmd skili tilætluðum árangri í
öllum tilvikum. Dæmi eru til þess
að eigendur skrjóðanna noti pen-
ingana til þess að kaupa sér stóra
jeppa og pallbíla, sem engan veg-
inn geta talist annað en eyðslu-
frekir á eldsneyti.
Stjórnvöld hafa enn ekki gefið
upp tölur um hve margir hafa
notað peningana á þennan hátt,
frekar en að kaupa sér litla spar-
neytna bíla. - gb
Snjallræði Bandaríkjastjórnar:
Virkar ekki allt-
af sem skyldi
KORSÍKA, AP Sextán ára piltur á
eyjunni Korsíku í Miðjarðarhafi
hefur játað að hafa skotið foreldra
sína og tíu ára tvíburabræður sína
aðfaranótt þriðjudagsins, meðan
þau voru sofandi.
Hann sagði frænda sínum frá
verknaðinum á miðvikudag og
saman fóru þeir á lögreglustöð,
þar sem pilturinn lýsti atburðun-
um og sagði hvar hann hefði falið
riffil, sem hann notaði til verksins.
Lögreglan fann síðan líkin fjög-
ur í rúmum sínum. - gb
Sextán ára piltur á Korsíku:
Skaut foreldra
sína og bræður
PENING FYRIR SKRJÓÐINN Stundum eru
peningarnir notaðir til að kaupa stóra
jeppa og pallbíla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJARAMÁL Lögreglumenn sem og
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
menn kolfelldu nýgerða kjara-
samninga í atkvæðagreiðslu í
gær. Skrifað hafði verið undir
samkomulag við ríki og sveitar-
félög í síðasta mánuði um fram-
lengingu og breytingar á gildandi
kjarasamningum hjá Landssam-
bandi slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna.
Slökkviliðsmenn felldu samn-
inginn við sveitarfélög með 85
prósentum greiddra atkvæða. Á
kjörskrá voru 252 en 179 greiddu
atkvæði, sem er 71 prósents þátt-
taka.
Sjúkraflutningamenn felldu
einnig sinn samning við ríkið
með um 85 prósentum greiddra
atkvæða. Kosningaþátttaka hjá
sjúkraflutningamönnum var 39
prósent.
Lögreglumenn felldu einnig
nýgerða kjarasamninga með 90,5
prósentum greiddra atkvæða.
Kjarasamningar aðildarfélaga
BSRB við ríkið voru framlengdir
í byrjun júlí til 30. nóvember á
næsta ári. Samkomulagið var gert
í kjölfar svonefnds stöðugleikasátt-
mála sem gerður var í lok júní.
- kh
Lögreglumenn og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn:
Felldu nýgerða kjarasamninga
FELLDU KJARASAMNINGINN
Lögreglumenn felldu nýgerða kjara-
samninga í póstkosningu.
SAMGÖNGUMÁL Mjóafjarðarbrú
í Ísafjarðardjúpi verður lík-
lega ekki opnuð fyrr en fyrstu
vikuna í september. Áður hafði
verið vonast til þess að hægt
yrði að opna hana þegar í næstu
viku.
Verið er að ljúka við að
steypa bríkurnar á brúnni og
mála kantana á henni, að því
er fram kemur á fréttavefnum
bb.is.
Ef allt gengur eftir verður
hún opnuð í byrjun september,
en ekki verður farið í lokafrá-
gang á jarðvegi fyrr en útséð er
um hvenær hægt verði að opna
brúna. - þeb
Mjóafjarðarbrú í Ísafirði:
Brúin opnuð í
september
GENGIÐ 13.08.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
233,3937
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,9 126,5
209,35 210,37
179,54 180,54
24,113 24,255
20,905 21,029
17,592 17,696
1,3073 1,3149
196,07 197,23
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR