Fréttablaðið - 14.08.2009, Page 6
6 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
ALVÖRU SÁLFRÆÐITRYLLIR
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
www.bjartur.is
Ný stjarna á himni
reyfarahöfunda
Þýðandi: Bjarni Jónsson
BEINT Í
3. SÆTI
METSÖLULISTA
EYMUNDSSON
D
Y
N
A
M
O
D
Y
N
A
M
O
M
R
E
Y
K
J
R
E
Y
K
JA
V
A
V
AA
ÍKÍ
EFNAHAGSMÁL Peningastefnunefnd
Seðlabanka Íslands tilkynnti í
gær að stýrivöxtum bankans yrði
haldið óbreyttum enn um sinn.
Vextirnir verða tólf prósent fram
að næsta vaxtaákvörðunardegi,
24. september næstkomandi.
Nefndin hafði áður vonast til
þess að hægt yrði að lækka stýri-
vextina. Þar sem gengi íslensku
krónunnar hefur ekki styrkst var
ákveðið að halda þeim óbreytt-
um, sagði Svein Harald Øygard
seðlabankastjóri á fundi með fjöl-
miðlafólki í gær.
Peningastefnunefndin telur
góðan árangur hafa náðst á
ýmsum sviðum sem skipti máli
til að auka tiltrú á íslensku
efnahagslífi. Til dæmis hefur
ríkisstjórnin lagt fram lang-
tímaáætlun í ríkisfjármálum,
endurskipulagning bankanna er
langt komin, og lánasamningar
hafa verið gerðir til að styrkja
gjaldeyrisvaraforða Seðlabank-
ans, sagði Arnór Sighvatsson
aðstoðarseðlabankastjóri í gær.
Tafir á samþykkt Icesave-
samningsins hafa valdið því
að lán sem Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn og vinaþjóðir hafa
lofað að veita, og ætlað er að
styrkja gjaldeyrisvaraforðann,
hafa ekki enn verið veitt. Þetta
hefur tafið styrkingu krónunnar,
en veikt gengi hennar er ein aðal
ástæða þess að stýrivextir voru
ekki lækkaðir.
Peningastefnunefndin varar
raunar við því að til stýrivaxta-
hækkunar geti komið í haust. Til
standi að hefja afnám gjaldeyris-
hafta, með því að leyfa innflæði
nýs fjármagns, þann 1. nóvem-
ber næstkomandi. Nefndin muni
forðast að gera nokkuð sem gæti
skapað efasemdir um staðfast-
an ásetning hennar að stuðla að
stöðugleika krónunnar og lítilli
verðbólgu.
„Peningastefnan getur aukið
tiltrú á efnahagslífið, sem er
forsenda þess að gjaldeyrishöft
verði afnumin. Til vaxtahækkana
getur komið af þessum sökum ef
aðstæður kalla á slíkt,“ sagði
Arnór.
Í Peningamálum Seðlabankans,
sem komu út í gær, kemur fram
að sérfræðingar bankans spá
því að gengi krónunnar styrkist
nokkuð, og fram á mitt ár 2012
verði gengi evru á bilinu 157 til
175 íslenskar krónur.
Spá Seðlabankans fyrir gengi
krónu á móti evru gekk raunar
ekki eftir fyrir annan ársfjórð-
ung yfirstandandi árs. Í maí
spáði bankinn því að evran yrði
um 157 krónur, en raunin varð
tæplega 172 krónur.
brjann@frettabladid.is
Styrking krónunnar tefst
enn vegna Icesave-málsins
Stýrivextir verða óbreyttir að minnsta kosti fram til 24. september samkvæmt ákvörðun peningastefnu-
nefndar Seðlabankans. Ekki tekst að styrkja gjaldeyrisvarasjóð vegna Icesave-málsins.
Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að
halda stýrivöxtum óbreyttum er bein afleiðing leðju-
slagsins um Icesave-samninginn á Alþingi, segir Gylfi
Arnbjörnsson, formaður ASÍ.
Hann segir ákvörðunina dapurlega, en ekki koma á
óvart miðað við aðdraganda. Þetta sé
birtingarmynd þess sem sé að ger-
ast á Alþingi, þar sem umræða
um Icesave hafi dregist í átta
vikur. Það tefji styrkingu krón-
unnar, sem aftur tefji lækkun
stýrivaxta.
Ákvörðun peningastefnu-
nefndar sýnir í hvers konar sjálf-
heldu vaxtastefnan og gjaldeyris-
höftin eru komin, segir Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
Hann segir litla
von til þess að
krónan styrkist
meðan gjaldeyrishöft séu við lýði, enda séu þau skila-
boð til umheimsins um að krónunni sé vantreyst.
Vilhjálmur segir Icesave aðeins eitt af þeim atriðum
sem tefji fyrir því að vaxtalækkunarferli geti hafist.
Meginatriðið sé að ríkisstjórnin og seðla-
bankinn finni leiðir til að losna við
gjaldeyrishöftin.
Það má til dæmis gera með því
að bjóða erlendum aðilum sem
eiga krónur að fá skuldabréf í
evrum frá Seðlabankanum og rík-
inu, segir Vilhjálmur. Þeir vilji verja
sig gegn mögulegri gengislækkun
krónunnar eftir að losað verður
um gjaldeyrishöftin
og þetta verði
til þess að slík
lækkun verði
skammvinn.
- bj
Forsvarsmenn ASÍ og SA segja það vonbrigði að stýrivextir hafi ekki lækkað:
Leðjuslagur á þingi tefur fyrir
VEXTIR Ekki reyndist mögulegt að lækka stýrivexti vegna lágs gengis íslensku krónunnar, sagði Svein Harald Øygard seðlabanka-
stjóri á fundi í Seðlabankanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFNAHAGSMÁL, AP Óvænt tíðindi
bárust af efnahagsþróun bæði
Frakklands og Þýskalands í gær,
þegar hagvöxtur á öðrum árs-
fjórðungi mældist 0,3 prósent í
báðum löndunum.
Þetta er mikill viðsnúning-
ur frá fyrsta ársfjórðungi þegar
samdráttur mældist í Þýskalandi
upp á 3,5 prósent og í Frakklandi
upp á 1,3 prósent. Hagspeking-
ar höfðu búist við áframhaldandi
samdrætti í báðum löndunum.
„Frakkland er loksins að kom-
ast út úr rauðu tölunum,“ sagði
Christine Lagarde, fjármálaráð-
herra Frakklands, og þakkaði það
einkum öflugum ríkisstuðningi
við bílaiðnaðinn að landið hefði
staðið af sér verstu kreppuna.
Þýsk stjórnvöld hafa einnig
styrkt bílaiðnaðinn sérstaklega
og telja þá ráðstöfun hafa hjálpað
verulega til.
Tíðindin af þessum tveimur
stærstu hagkerfum Evrópu koma
jafnt hagfræðingum sem ráða-
mönnum á óvart. Aðeins fáeinir
dagar eru liðnir síðan Seðlabanki
Evrópusambandsins spáði áfram-
haldandi samdrætti í ríkjum sam-
bandsins vel fram á næsta ár.
Þessum tíðindum hefur þó verið
tekið af varúð. Efnahagshorfur í
Evrópuríkjum eru enn ekki sem
bestar. Til að mynda er búist við
að atvinnuleysi muni aukast nokk-
uð þegar tímabundinni styttingu
vinnutíma lýkur víða í haust.
- gb
Óvæntur viðsnúningur á efnahag Þjóðverja og Frakka:
Farnir að sjá út úr kreppunni
VERSLANALÍF Í PARÍS Bjartari dagar eru
væntanlega fram undan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Héraðsnefnd Evrópu-
sambandsins hefur boðið Hall-
dóri Halldórssyni, formanni Sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga,
á opna daga
nefndarinnar.
Hann hyggst
þiggja boðið.
Hlutverk hér-
aðsnefndarinn-
ar er að gefa
sveitarfélögum
rödd innan Evr-
ópusambands-
ins. Nefndin
heldur opna daga árlega og verða
þeir nú haldnir í Brussel í okt-
óber. Í tilkynningu frá nefndinni
er áhuga ríkisstjórnarinnar á
aðildarviðræðum fagnað og seg-
ist nefndin hlakka til að starfa
með íslenskum sveitarfélögum að
undirbúningi aðildar. - þeb
Héraðsnefnd ESB:
Býður Halldóri
til Brussel
Peningastefnan getur
aukið tiltrú á efnahagslífið,
sem er forsenda þess að gjaldeyris-
höft verði afnumin. Til vaxtahækk-
ana getur komið af þessum sökum
ef aðstæður kalla á slíkt.
ARNÓR SIGHVATSSON
AÐSTOÐARSEÐLABANKASTJÓRIHUGBÚNAÐUR Microsoft og Nokia
munu vinna saman að þróun og
markaðssetningu farsímalausna
fyrir fyrirtækjamarkað. Þetta
kom fram í tilkynningu í fyrra-
dag.
Með samstarfinu hyggjast fyrir-
tækin þróa nýjar útgáfur Micro-
soft Office Mobile og annarra
lausna Microsoft fyrir Symbian-
snjallsíma Nokia. Hvorki Micro-
soft né Nokia hefur áður gert
samstarfssamning af þessari
stærðargráðu.
Yfir 200 milljónir snjallsíma frá
Nokia eru í notkun um heim allan.
Með samstarfinu verður innan
tíðar mögulegt að vinna með skjöl
úr Office-forritum á borð við
Micro soft Word, PowerPoint og
Excel í þessum símum. - vsp
Samstarf Microsoft og Nokia:
Skjöl úr Word í
snjallsímanum
MENNTAMÁL Fjallað verður um nið-
urstöður PISA 2006-rannsóknar-
innar á ráðstefnu Norrænu ráð-
herranefndarinnar á Grand Hóteli
eftir helgi. Samtímis kemur út ný
norræn skýrsla um PISA 2006.
Þátttakendur á ráðstefnunni
eru frá Norðurlöndunum, bæði úr
rannsóknageiranum og frá ráðu-
neytum og stofnunum. Finnskir
nemendur hafa ætíð staðið sig
best allra í PISA-könnuninni.
Ísland er eitt af fáum löndum í
rannsókninni þar sem stúlkur
eru að jafnaði betri í öllum grein-
um en drengir. Fjallað verður um
þennan kynjamun á ráðstefnunni.
- vsp
PISA-ráðstefna á Íslandi:
Stelpur gera
betur á Íslandi
VILHJÁLMUR
EGILSSON
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
Á að byggja á reitnum þar sem
Hótel Valhöll stóð?
Já 51,8%
Nei 48,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Munt þú fylgjast með leikjum
kvennalandsliðsins í fótbolta á
EM í Finnlandi?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
HALLDÓR
HALLDÓRSSON
KJÖRKASSINN