Fréttablaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 8
8 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
STJÓRNMÁL Þrír þingmenn Borgara-
hreyfingarinnar, þau Þór Saari,
Margrét Tryggvadóttir og Birgitta
Jónsdóttir, vilja að Þráinn Bertels-
son víki af þingi fyrir hreyfinguna
og kalli inn varamann. Þetta kemur
fram í bréfi sem þremenningarnir
sendu stjórn Borgarahreyfingarinn-
ar í byrjun mánaðarins.
Í bréfinu segja þremenningarn-
ir „að ljóst sé að afstaða Þráins sé
ekki tekin með hagsmuni þinghóps-
ins, Borgarahreyfingarinnar eða
kjósenda í huga. Tekið skal fram að
við þrjú höfum ítrekað boðað Þráin
á fund okkar án árangurs.“
Í bréfinu kemur einnig fram að
þingmennirnir ætla hvorki að verða
við ósk stjórnar Borgarahreyfingar-
innar um að skipt verði um þing-
flokksformann né þeirri hugmynd
að aldrei sitji færri en einn vara-
þingmaður á þingi fyrir hreyfing-
una á hverjum tíma.
Mikil ólga hefur verið innan
Borgarahreyfingarinnar eftir að
þremenningarnir greiddu atkvæði
gegn aðildarumsókn að Evrópusam-
bandinu á Alþingi fyrir skömmu. Þá
sagði Þráinn það skýrt brot á stefnu
hreyfingarinnar. Síðan þá hefur
hann ekki talað við hina þrjá þing-
menn Borgarahreyfingarinnar.
Þá gera þremenningarnir einnig
alvarlega athugasemd við framkomu
formanns stjórnar Borgarahreyf-
ingarinnar í fjölmiðlum þar sem
hann hafi meðal annars sagt hreyf-
inguna áhrifalausa í Icesave-mál-
inu. Það sé einfaldlega ekki rétt.
Friðrik Þór Guðmundsson, tals-
maður Borgarahreyfingarinnar,
segir að bréf þingmannanna
sé frá 5. ágúst og mikið
vatn hafi runnið til
sjávar síðan þá. Hann
segir að þingmenn-
irnir geti ekki skip-
að stjórninni fyrir
eða öfugt.
Stjórn Borgara-
hreyfingarinn-
ar samþykkti á
fundi sínum á
miðvikudag
að vísa öllum
hugmyndum
til aðalfund-
ar sem haldin
verður 12. sept-
ember. „Fundur-
inn mun
afgreiða hvernig slíkum málum
verði háttað í framtíðinni. Engar
kröfur um breytingar eru í gildi
fram að því. Hafa verður í huga að
mjög stutt er eftir af sumarþingi og
kjörtímabil núverandi stjórnar er að
renna út,“ segir Friðrik.
Hann vonast til að sátt verði
komin á þegar aðalfundur verður
haldinn. Hann segir það vissulega
bagalegt að þingmenn hreyfingar-
innar skuli ekki ræðast við. „Það er
hið versta mál en hreyfingin hefur
engin verkfæri til að grípa til nema
með því að senda sáttanefnd á
vettvang.“
Þráinn vildi ekki tjá sig um
bréf þingmannanna þegar
Fréttablaðið ræddi við hann í
gær. kristjan@frettabladid.is
1. Með hvaða tónlistarmanni
kemur Jóhanna Guðrún fram í
Svíþjóð?
2. Hversu margir eru skráðir í
háskólanám í stærstu háskólum
landsins í haust?
3. Hver skoraði jöfnunarmark
Íslands í vináttulandsleik í
fótbolta gegn Slóvakíu?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
HUMAR
2.000 KR.KG
GLÆNÝIR ÞORSKHNAKKAR
STÓRLÚÐUSTEIKUR
-MJÖG STÓRAR OG FÍNAR-
Þingmennirnir vildu að
Þráinn Bertelsson viki sæti
Ósætti er innan Borgarahreyfingarinnar. Þrír þingmenn flokksins vildu að sá fjórði viki sæti. Þingmenn-
irnir ætla heldur ekki að fara að ósk stjórnarinnar um að skipt verði um þingflokksformann.
ÞINGMENN BORGARAHREYF-
INGARINNAR Borgarahreyfingin
á fjóra menn á þingi. Þór Saari,
Margrét Tryggvadóttir og Birgitta
Jónsdóttir lögðu það til að
Þráinn Bertelsson viki sæti fyrir
varamanni. Þráinn vildi ekki tjá
sig um málið þegar Fréttablaðið
leitaði til hans.
ÞÝSKALAND Kosningabaráttan í
Þýskalandi tók nýja stefnu í vik-
unni eftir að veggspjöld með Ang-
elu Merkel, kanslara Þýskalands
og formanns Kristilegra demó-
krata (CDU), voru hengd upp í
Berlín.
Á veggspjöldunum er mynd af
Merkel og Veru Lengsfeld, fram-
bjóðanda flokksins í einu Berl-
ínarkjördæmanna. Báðar eru
þær í einkar flegnum kjólum og
á spjöldin var prentað slagorðið:
„Við höfum meira að bjóða.“
Veggspjöldin hafa, vægt til
orða tekið, vakið blendin við-
brögð meðal almennings. Þykir
mörgum sem þarna hafi Kristi-
legir demókratar gengið of langt.
Brjóstaskorur og stjórnmál eigi
litla samleið. Maria Böhmer,
formaður landsstjórnar kvenna
kristilegra demókrata, sagði
spjöldin úr takti við samtímann.
Konur þyrftu ekki að nota líkama
sína til að ná langt í pólitík.
Þegar þýskir fjölmiðlar fóru að
grennslast fyrir um málið kom í
ljós að Merkel hafði ekki hug-
mynd um veggspjöldin, hvað þá
að mynd af henni í kvöldkjól, sem
tekin var við opnun Óperuhússins
í Osló, hefði verið notuð. Lengs-
feld hefur viðurkennt að hafa
látið prenta veggspjöldin án vitn-
eskju Merkel og kosningastjórnar
Kristilegra demókrata.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið
sem umrædd mynd af Merkel
vekur athygli fjölmiðla. Breska
slúðurpressan gerði sér mat úr
henni á sínum tíma. Þá birtist
myndin í blaðinu Daily Mail undir
fyrirsögninni: „Gereyðingar vopn
Merkel.“
- th
Veggspjöld af Angelu Merkel í flegnum kjól vekja hörð viðbrögð í Þýskalandi:
Skora kanslarans of áberandi
MYNDIN UMDEILDA Frambjóðandi
Kristilegra demókrata í Berlín lét prenta
myndir af Merkel og sjálfri sér í flegnum
kjólum á veggspjald undir slagorðinu:
„Við höfum meira að bjóða.“
NORDICPHOTOS/AFP
KAUPMANNAHÖFN Danska lögreglan réðst
snemma í gærmorgun inn í Brorsonkirkju
í Kaupmannahöfn og handtók íraska flótta-
menn, sem hafa haft þar afdrep undanfarið.
Tugir þúsunda komu saman í miðborg
Kaupmannahafnar í gær til að mótmæla með-
ferðinni, sem mótmælendurnir hafa sætt. Svo
virðist sem mörgum mótmælendanna svíði
mest að kirkjugrið hafi verið rofin.
Samkvæmt vefsíðum danskra dagblaða
gekk lögreglan hart fram, en sjálf segist lög-
reglan hafa reynt að forðast átök.
Írösku flóttamönnunum hefur öllum verið
neitað um hæli í Danmörku, en ekki hefur
verið hægt að vísa þeim heim til Íraks vegna
ástandsins þar. Söfnuðurinn í Brorsonskirkju
hefur skotið skjólshúsi yfir marga þeirra.
Einn þeirra írösku flóttamanna, sem
hafa hafst við í Brorsonkirkju, er Ali Nayef
Rasoon, en hann á barn hér á Íslandi með
íslenskri konu, Giovönnu Spanó. Svo vildi
til að Ali Nayef var ekki í kirkjunni þegar
lögreglan gerði innrás sína, og er hann nú í
felum.
„Mér skilst að hann sé bara í felum, einhver
mótmælendasamtök séu að hjálpa honum,“
sagði Giovanna í gær, en hann hringdi í hana í
gærmorgun og leið þá að sögn hræðilega.
Hún segir að hann hafi verið flóttamaður
í Danmörku í sjö ár, þar af hafi hann dvalist
nokkrar vikur undanfarið í kirkjunni. - gb
Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók hóp íraskra flóttamanna í Brorsonskirkju:
Þúsundir mótmæla í Kaupmannahöfn
BRORSONKIRKJA Hópur íraskra flóttamanna hefur
haft þar hæli undanfarið, en í fyrrinótt lét lögreglan til
skarar skríða og rýmdi kirkjuna.
MYND/IB RASMUSSEN
ÍRAN, AP Stjórnvöld í Íran vilja
að alþjóðlegt bann verði lagt við
árásum á kjarnorkuver.
Vesturlönd hefur mörg hver
grunað að Íranir séu að reyna
að koma sér upp kjarnorkuvopn-
um, en þeir segjast ekki hafa nein
áform um að nota kjarnorku í
öðrum tilgangi en friðsamlegum.
Ísrael hefur hótað árásum á
kjarnorkuver í Íran.
Nýjustu viðbrögð stjórnvalda
í Íran eru þau, að leggja til að
Alþjóðakjarnorkustofnunin sam-
þykki að slíkar árásir verði bann-
aðar.
„Við höfum engar áhyggjur af
Ísrael,“ segir samt Ali Ashgar
Soltanieh, aðalerindreki Írans hjá
stofnuninni. „Enginn vogar sér að
gera neitt á hlut Írans.“ - gb
Tillaga íranskra stjórnvalda:
Bönnum árásir
á kjarnorkuver
ALI ASHGAR SOLTANIEH Fulltrúi Írans hjá
Alþjóðakjarnorkustofnuninni í Vín.
NORDICPHOTOS/AFP
VEISTU SVARIÐ?