Fréttablaðið - 14.08.2009, Page 10
10 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
RÚSSLAND, AP Örlög rússneska
flutningaskipsins Arctic Sea, sem
hvarf á Ermarsundi fyrir rúmlega
hálfum mánuði, eru enn hulin ráð-
gáta. Ekkert hefur spurst til skips-
ins síðan 28. júlí.
Rússnesk herskip hafa gert
mikla leit að skipinu og er rúss-
neskum gervihnöttum beitt við
þá leit.
Ýmsar kenningar og vangavelt-
ur um afdrif skipsins hafa komist
á kreik. Ekki er vitað hvort það
hafi í raun orðið sjóræningjum að
bráð, heldur gæti eins verið að eig-
endur skipsins hafi látið sökkva
því til að svíkja út tryggingafé.
Heyrst hefur sú kenning að
farmur skipsins hafi ekki verið
timbur frá Finnlandi, eins og
opinberar skýrslur segja, heldur
eitthvað skuggalegra sem skýrt
gæti hvarfið ef upp kæmist.
Skipið er skráð á Möltu með
fimmtán manna áhöfn.
Siglingaeftirlitið á Möltu segir
að ráðist hafi verið á skipið hinn
24. júlí þegar það var á ferð um
Eystrasalt. Samkvæmt áhöfn
skipsins réðust rúmlega tíu grímu-
klæddir menn um borð, bundu
og börðu áhöfnina og spurðu út í
fíkniefnasmygl. Tólf tímum síðar
fóru þessir menn aftur frá borði
og sigldu burt á hraðskreiðum
gúmmíbát.
Í viðtali við sænska dagblaðið
Metro hinn 31. júlí er haft eftir
manni, sem sagður er vera í áhöfn
skipsins, að árásarmennirnir hafi
verið í svörtum einkennisbúning-
um.
„Þeir líktust bandarískum
úrvalshermönnum og virtust
mjög fagmannlegir. Þeir sögð-
ust vera að leita að kókaíni, sem
við áttum að hafa tekið um borð
í Kaliníngrad. Þeir töluðu ensku
með einhvers konar hreim.“
Skipið var í viðgerð í Kalinín-
grad áður en það hélt til Finn-
lands að ná í timbur, sem flytja
átti til Alsír.
Síðast fréttist af skipinu, svo
staðfest sé, á siglingu um Ermar-
sund hinn 28. júlí. Fréttir af ferð-
um þess eftir það eru óstaðfest-
ar. Rússneskir fjölmiðlar segja
skipið hafa sést á Biskajaflóa hinn
30. júlí og að síðar hafi einnig sést
til þess úr portúgalskri eftirlits-
flugvél.
Joao Barbosa, talsmaður portú-
galska sjóhersins, segir hins
vegar að skipið hafi ekki komið
inn í portúgalska landhelgi. Hafi
skipið sokkið ætti mikið magn af
timbri að hafa flotið upp og sjást
á yfirborði sjávar. Ólíklegt þykir
að sjóræningjar frá Sómalíu hafi
skipið á valdi sínu.
gudsteinn@frettabladid.is
Örlög týnda rússneska
skipsins eru enn ráðgáta
Rússneski herinn leitar flutningaskipsins Arctic Sea víðs vegar um Atlantshaf. Ekki er vitað hvort skipinu
hefur verið rænt eða hvort aðrar skýringar eru á hvarfi þess. Síðast sást til þess á Ermarsundi hinn 28. júlí.
SKIPIÐ SEM TÝNDIST Rússneska skipið Arctic Sea átti að flytja timburfarm frá Finnlandi til Alsír. NORDICPHOTOS/AFP
FAGNAÐARKJAFTUR Aðdáandi
fótboltaliðsins Fluminense í Brasilíu
mætti til leiks harla kjaftvíður.
NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Rauðri málningu var skvett á
hús athafnamannanna Karls Wernerssonar við
Engihlíð og Hreiðars Más Sigurðssonar við
Hlyngerði í fyrrinótt. Ekki er vitað hver stóð að
baki verknaðinum.
Þetta er í fimmtánda sinn á stuttum tíma sem
málningu er skvett á hús í eigu fólks sem starf-
ar í fjármála- eða orkugeiranum og í annað sinn
sem hús Hreiðars Más verður fyrir barðinu á
skemmdarverkum. Ekkert málanna er upplýst.
Hópur sem kallar sig A.S.Ö. hefur lýst á
hendur sér skemmdarverkum á heimilum
forstjóra Landsvirkjunar og Alcan þar sem
grænni málningu var skvett. Engin hefur hins
vegar lýst ábyrgð á skemmdunum hjá hinum.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var
lakkeyði skvett á bíla hjá forstjóra Orkuveit-
unnar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar
málin fimmtán. Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni er ekki búið að ákveða hvort haft
verði sérstakt eftirlit með húsum hjá fólki úr
fjármála- eða orkugeiranum. - kh
Fimmtán skemmdarverkamál hjá fólki í orku- og fjármálageiranum:
Skvett á hús Karls og Hreiðars Más
HÚS HREIÐARS Þetta er í annað sinn sem máln-
ingu er skvett á hús Hreiðars Más Sigurðssonar,
fyrrverandi forstjóra Kaupþings, við Hlyngerði.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNMÁL Sigrún Jónsdótt-
ir stjórnmálafræðingur hefur
verið ráðin framkvæmdastjóri
Samfylkingar-
innar.
Tæplega
þrjátíu manns
sóttu um starf
framkvæmda-
stjóra. Sig-
rún gegndi því
starfi tíma-
bundið í síð-
ustu kosning-
um. Hún hefur
einnig starfað sem kosninga-
stjóri á landsvísu og í Suðvestur-
kjördæmi, að því er fram kemur
í tilkynningu frá flokknum. Þá
var hún bæjarfulltrúi í Kópavogi
í átta ár. Frá árinu 2005 hefur
hún starfað hjá Háskóla Íslands,
síðast sem deildarstjóri félags-
og mannvísindadeildar. Sigrún
mun hefja störf um mánaðamót-
in. - þeb
Samfylkingin:
Sigrún ráðin í
trúnaðarstarf
SIGRÚN
JÓNSDÓTTIR
Innbrotsþjófar gómaðir
Þrír innbrotsþjófar voru gripnir með
fangið fullt af þýfi, þar sem þeir voru
á leið út úr fjölbýlishúsi við Lindar-
götu í Reykjavík í fyrrakvöld. Þá var
brotist inn í leikskóla í Grafarholti og
þaðan stolið sjónvarpsskjá. Þjófurinn
er ófundinn.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SRÍ LANKA, AP Mannréttindasam-
tökin Amnesty International
segja að á gervihnattarmynd-
um frá Srí Lanka megi sjá móta
fyrir fjöldagröfum og hugsan-
lega sprengjusvæðum rétt hjá
svæðum þar sem fjöldi almennra
borgara hafi lokast inni undir lok
borgarastríðsins.
Með birtingunni vilja samtök-
in sýna fram á að yfirlýsingar
stjórnarinnar á Srí Lanka, um að
hætt hafi verið að nota stór vopn
síðustu mánuði átakanna fyrr á
þessu ári, standist ekki. Samein-
uðu þjóðirnar segja að sjö þúsund
borgarar hafi fallið fyrstu fimm
mánuði ársins. - gb
Loftmyndir frá Srí Lanka:
Fjöldagrafir
koma í ljós
Í júlí náði verð á fiski hæsta meðalverði
frá upphafi á fiskmörkuðum á Íslandi.
Ástæðan er lágt gengi íslensku krónunn-
ar og hið einfalda lögmál um framboð og
eftirspurn.
„Fiskur er búinn að vera skuggalega dýr
síðustu þrjá mánuðina,“ segir Birgir Guð-
mundsson, sem kaupir fisk fyrir mötuneyti
og fiskbúðina Vegamót á Neshaga.
„Fyrir það fyrsta er framboðið lítið og
svo endar besti og dýrasti fiskurinn alltaf
í útlöndum því þeir sem kaupa til útflutn-
ings geta boðið hátt verð því ömur-
legt gengi íslensku krónunnar
vinnur með þeim.
Fiskverð hækkar
bara og hækkar
á meðan krónan
er svona og á meðan eftirspurnin er svona
mikil erlendis.“
Miðað við þetta ástand er mesta furða
hvað fiskbúðir reyna að liggja á brems-
unni með að hækka verðið hjá sér. Birgir
tekur dæmi af því að þegar hann rak fisk-
búð árið 2005 hafi roð- og beinlaus ýsa kost-
að 990 krónur kílóið, en kosti í dag yfir-
leitt um 1.490 krónur. „Fiskur á Íslandi
er ódýr miðað við önnur lönd,“ fullyrðir
Birgir. „Hann þyrfti í raun að vera miklu
dýrari því við sem erum að kaupa fyrir
íslenska markaðinn erum
í vonlausri sam-
keppni við þá sem
selja til útlanda
á meðan krónan er
svona lágt skráð.“
Neytendur: Gengishrunið hefur áhrif víða
Fiskur aldrei eins dýr á Íslandi