Fréttablaðið - 14.08.2009, Síða 19

Fréttablaðið - 14.08.2009, Síða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég ákvað að gera tagliatelle af því að ég vildi gera einfaldan sveppa- rétt sem allir geta gert,“ segir Ása Margrét Ásgrímsdóttir, höfundur bókarinnar Matsveppir í náttúru Íslands, sem finnst ítölsk matar- gerð skemmtileg. „Sveppina er bæði hægt að tína úti í skógi og nota ferska en eins er hægt að nota þurrkaða sveppi.“ Svipaða uppskrift er að finna í bókinni þó Ása hafi breytt henni örlítið. „Ég setti lauk og pínulít- ið af þurrkuðum chilipipar. Svo muldi ég þetta út í án þess að það yfirgnæfði sveppabragðið. Ég steikti hvítlauksrif sem ég kramdi en henti svo frá. Ég set þau ekki í heldur gefa þau bragð.“ Ásu finnst best að nota ferskt pasta eða heimagert. „Mér finnst það spennandi. Mér finnst ferskt pasta miklu betra þegar ég er á annað borð með þurrkaða sveppi eða villisveppi,“ upplýsir Ása og bætir við að ástæðan sé sú að ferskt pasta sé mýkra undir tönn. Aðspurð segir Ása réttinn ein- faldan að gera. „Hann er til dæmis góður uppi í sumarbústað og er til- breyting frá grillmatnum.“ martaf@frettabladid.is Góður réttur í bústaðinn Ásu Margréti Ásgrímsdóttur finnst ítölsk matargerð skemmtileg. Hún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að sveppatagliatelle. Hún notar í það ferskt pasta því að sögn er það betra með sveppunum. 200 til 300 g af ferskum eða frosnum villisvepp- um eða 25 til 30 g af þurrkuðum sveppum 500 g ferskt tagliatelle eða annað gróft pasta 3 til 4 hvítlauksrif, afhýdd og kramin lítillega 1 lítill þurrkaður chilipip- ar eða ½ ferskur rauður chilipipar 1 meðalstór gulur laukur 200 ml hvítvín og nokkuð af vatninu sem þurrkuðu sveppirnir voru bleyttir í ef þeir eru notaðir en einnig má nota vatn og sveppa- kraft 250 ml rjómi matarolía til steikingar smávegis af muldum gráðosti eða rifnum parmesan salt og nýmalaður pipar ferskt basil eða stein- selja Hreinsið fersku sveppina og skerið í sneiðar og steikið þar til þeir eru orðnir hæfilega stökkir. Ef þurrkuðu sveppirnir eru notaðir setjið þá í bleyti í volgt vatn í einn til tvo tíma og síið vatnið frá áður en þeir eru steiktir. Geymið vatnið og notið í réttinn síðar. Steikið hvítlauk, lauk og chili á pönnu með sveppunum. Takið hvítlaukinn af pönnunni þegar hann er orðinn vel steiktur og fleygið honum. Kryddið með salti og pipar. Setjið vínið, sveppavatnið eða soðið út á pönnuna og látið malla í um tíu til fimmtán mínútur og bætið síðan rjómanum út í og sjóðið aðeins lengur. Sjóðið pastað. Látið vatnið renna af pastanu og setjið út í sveppasós- una og hrærið saman. Blandið basil og stein- selju við. TAGLIATELLE MEÐ VILLISVEPPUM FYRIR FJÓRA Ása Margrét útbjó sveppatagliatelle sem finna má í nýútkom- inni bók hennar þótt örlítið breytt sé. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N SUMARHÁTÍÐ HESTAMANNA verður haldin á Hellu um helgina. Þar verður auðvitað hestakeppni en einnig ýmis afþreying í boði fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna brekkusöng, tónleika, skemmtanir og leiki. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t 6.890 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr. Barolo „Ornato“ 2004 | Ítalía. Chablis Grand Cru ,,Les Clos” 2005 | Frakkland Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 16 eðalvínum með mat. Verð frá 1.050-3.700 kr. Sjá nánar á perlan.is. · Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · * E Ð A * · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar · · Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís ·

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.