Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 14.08.2009, Qupperneq 20
 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR2 „Þegar öflugt fallbyssuskot glymur út yfir Húnaflóa hefjast Kántrý dagar á Skagaströnd. Á þeirri sömu stundu munu yngstu bæjarbúarnir bjóða þeim eldri að heimsækja og skoða hið virðulega þorp Smábæ á Kofavöllum sem reist var í sumar. Áður en allt þetta gerist hefur Skagaströnd tekið hamskiptum.“ Þannig hefst fjörleg fréttatilkynning frá Sig- urði markaðsstjóra og hún gaf til- efni til að slá á þráðinn til hans. „Kántrýdagar eru fjölskyldu- hátíð og fela í sér skemmtun og margvíslega viðburði fyrir alla aldurshópa,“ segir Sigurður og getur þess að bærinn sé litskrúð- ugur enda segi keppnisskapið til sín þegar íbúarnir skreyti göt- urnar. Hann nefnir ljósmynda- og listsýningar sem dæmi um viðburði og einnig tónleika bæði af léttum og alvarlegum toga. Á sunnudeginum telur hann bera hæst gospelmessu í hátíðartjaldi þar sem Óskar Einarsson stjórn- ar tónlistarflutningi eins og síð- ustu ár. Dorgveiðikeppni er líka á dag- skrá ásamt göngu með leiðsögn á Spákonufell. Og talandi um spá- konur. Á Skagaströnd eru spakar konur sem skyggnast fram í tím- ann gegnum lófa, spil eða kaffi- bolla að sögn Sigurðar. „Hér var sett upp spákonutjald í sumar sem hefur vakið feikna athygli og ferðafólk flykkst í. Því má segja að framtíðin sé að verða að mikil- vægum atvinnuvegi hér.“ Til að seðja hungrið segir Sigurður boðið upp á kántrýsúpu á föstudagskvöldið og sameigin- legt grill á laugadagskvöldið. Kaffihúsið Bjarmanes og hinn eini sanni Kántrýbær sýni líka sínar bestu hliðar enda liggi allra leiðir þangað. En býst hann við mörgum gestum? „Hér voru fjölmennar hátíðir haldnar fyrir nokkrum árum en við hættum með þær. Við viljum ekki þrjátíu þúsund manns, ekki einu sinni fimm þúsund. Á Kántrý- dögum erum við heimamenn að hafa gaman saman. Ef einhverjir vilja blanda geði við okkur er grundvallaratriði að þeir séu líka skemmtilegir og leggi eitt- hvað fram til að gera þessa daga betri en aðra.“ gun@frettabladid.is Kántrýsúpa og samvera Skagstrendingar gera sér dagamun um helgina og halda kántrýdaga. Gott og skemmtilegt fólk er vel- komið þangað að njóta þeirra með þeim að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, markaðsstjóra sveitarfélagsins. ERPSSTAÐIR er ferðaþjónustubýli í Dölum. Á Erpsstöðum getur fjölskyldan átt notalega stund innan um íslensk húsdýr. Einnig má njóta þess að innbyrða heimagerða rjómaísinn Kjaftæði. Frítt er í fjósið laugardaginn 15. ágúst frá klukkan 13 til 16. Nánar á www.erpsstadir.is Í tjaldinu því arna skyggnast spákonur inn í framtíðina. Þeirra á meðal er Dagný Marín Sigmarsdóttir, ein forsvarsmanna menningar félagsins Spákonuarfs, sem hér gægist út. MYND/ÚR EINKASAFNI , MISTY Gó jónusta - fagleg rá gjöf Laugavegi 178, 105 R sími 551-3366 - www.misty.is teg. 4457 - íþróttahaldarinn MEGA góði í BCD skálum á kr. 3.950,- aðhalds- buxur í stíl á kr. 2.650,- teg. 86200 - einfaldur, létt fylltur og fl ottur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Opið mán-fös kl. 10-18 Lokað á laugardögum í sumar Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja MEÐ TUDOR Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.