Fréttablaðið - 14.08.2009, Síða 24
4 föstudagur 14. ágúst
✽
ba
k v
ið
tjö
ldi
n
Stjörnumerki:
Steingeit.
Uppáhaldsmatur:
Hrefnukjöt.
Uppáhaldsverslun:
Aftur.
Diskurinn í spilaranum:
Yoshimi Battles the Pink
Robots með Flaming Lips.
22 ára gamall hefur
Mundi Vondi getið
sér gott orð sem graf-
ískur hönnuður og
myndlistarmaður, tekið
þátt í gjörningum úti um
allan heim og hannað
þrjár fatalínur undir
merkinu Mundi.
Viðtal: Alma Guðmundsdóttir
Ljósmyndir: Arnþór Birkisson
É
g teiknaði mjög mikið
sem krakki, en ég er
lesblindur og með at-
hyglisbrest sem kom
ekki ljós fyrr en í tí-
unda bekk svo ég hélt eiginlega
að ég væri algjör fáviti þangað til
þá,“ segir Mundi brosandi, spurður
hvenær sköpunarhæfileikar hans
hafi komið í ljós. „Mér gekk ágæt-
lega í barnaskóla en þegar ég kom
í menntaskóla fóru einkunnirnar
að hrapa. Ég var skárri í raungrein-
um og fór á náttúru- og eðlisfræði-
braut í MH, en féll síðan og fór þá
í Iðnskólann í Reykjavík á mynd-
listarbraut. Fyrstu önnina tók ég
bara verklega áfanga, en þegar ég
sá fram á að önnina á eftir yrðu
bara bóklegir áfangar sá ég aug-
lýsta keramikbraut í Myndlista-
skólanum í Reykjavík. Ég ákvað að
slá til og tók hálft ár þar. Keram-
ik er alveg heill heimur út af fyrir
sig og það var mjög skemmtilegt
nám,“ segir Mundi, sem stóð sig
vel og var í kjölfarið boðið til Ung-
verjalands ásamt tveimur sam-
nemendum sínum. „Við vorum
í klaustri í þrjár vikur og lærð-
um allt milli himins og jarðar um
keramik, en eigandinn er mikill
áhugamaður um Ísland og býður
reglulega nemendum til sín,“ segir
hann. Meðfram náminu í Mynd-
listaskólanum var hann einnig
iðinn við grafíska hönnun og fékk
ýmis verkefni tengd henni. „Ég
var alltaf að dunda mér í tölvunni
í hönnunarforritum, hannaði plak-
öt fyrir menntaskólaböll, aðallega
fyrir MH og MR, og dundaði mér
við að gera myndir í Photoshop,“
segir Mundi, sem sótti um í Lista-
háskólanum þar sem hann komst
inn á grafíska hönnunarbraut, en
hann hafði þá gert 114 blaðsíðna
umsóknarmöppu í Photoshop.
ÚT UM ALLAN HEIM
Fljótlega eftir að Mundi byrjaði
í Listaháskólanum fór hann að
vinna myndlist með Friðriki Svani
Sigurðssyni eða Morra og Schuyler
Jack Maehl. Saman stofnuðu þeir
listahópinn MOMS og ekki leið
á löngu þar til þeir voru kynnt-
ir fyrir austurríska listahópnum
Gelitin. Eftir að hafa unnið með
þeim við vel heppnaðan gjörning
í Kling&Bang galleríinu ferðuð-
ust þeir saman til New York, tóku
þátt í Feneyjatvíæringnum og
frömdu eftirminnilegan gjörning
á Írlandi. „Við sýndum í rosalega
flottu galleríi í New York, í eftir-
partíi og matarboði í tilefni þess
að ljósmyndarinn Jason Schmidt
var að gefa út bók. Við byggðum
risastóran skúlptúr yfir gestun-
um á meðan þeir voru að borða,
brýr yfir borðin sem náðu alveg
upp í loft. Við stilltum okkur svo
upp á fjórum hæðum, vorum allir
með fötu á hausnum og gerðum
svo svona pissugosbrunn. Fólk
var þá aðeins farið að víkja, því á
meðan við vorum að byggja þetta
misstum við ýmislegt, svo sem
skrúfur sem duttu ofan í matar-
diskana hjá fólki, en við fengum
rosalega góð viðbrögð og það birt-
ist mynd af okkur yfir heila opnu í
V-Magazine,“ segir Mundi sem fer
ásamt MOMS og Gelatin til Torino
á Ítalíu í nóvember þar sem þeir
munu syngja í óperu. Aðspurð-
ur segist hann ekki vita hvernig
það muni fara fram. „Það besta
við þessa gjörninga er að þeir eru
mjög óskipulagðir. Það gerir það
að verkum að það er stórt op fyrir
einhverjar undarlegar uppákom-
ur eða eitthvað óvænt. Það er það
sem gerir þetta spennandi.“
MUNDI VONDI
Fyrir þremur árum byrjaði Mundi að
hanna föt undir merkinu „Mundi“.
Spurður um aðdragandann kemur
í ljós að hann var með símaskrá í
huga þegar fyrsta peysan varð til.
„Á öðru ári mínu í Listaháskólan-
um var samkeppni um forsíðuna á
símaskránni í grafísku hönnunar-
deildinni. Ég tók þá upp á því að
láta prjóna fyrir mig munstur til
að skanna inn og prenta það svo
utan á símaskrána, svona eins og
hún væri prjónuð. Hugmyndin mín
vann nú ekki, en þegar ég fór og sá
það sem ég var búinn að láta prjóna
spurði ég manninn sem sá um það
hvort þeir gætu ekki saumað fyrir
mig eina peysu úr því. Seinna um
daginn var svo peysan tilbúin, með
ákveðnu geimfaramunstri sem ég
teiknaði. Þegar ég byrjaði að ganga
í peysunni fékk hún svo mikla
athygli að ég ákvað að fara niður
í Kronkron og spyrja Hugrúnu og
Magna hvort þau væru tilbúin að
selja hana fyrir mig og það varð
ákveðið „hitt“ úr því,“ segir Mundi,
sem ákvað þá að gera heila fatalínu
fyrir veturinn 2007 í samstarfi við
móður sína, Sigyn Einarsdóttur, en
þau stofnuðu fyrir tækið Mundi de-
sign ehf. í sameiningu. „Við sóttum
um í „show-room“ í París þar sem
við komumst að og seldum þar í
tíu búðir um allan heim,“ útskýrir
Mundi. Hann hannaði svo aðra línu
sem hann kallaði Fisherman‘s in-
vasion, eða Innrás fiskimannsins,
og fékk þá styrk frá Útflutnings-
ráði til að fara til Tokyo, Berlínar og
sýna á dönsku tískuvikunni. Í kjöl-
farið seldist sú lína tvöfalt betur en
sú fyrsta. Í dag er hans þriðja lína
í verslunum og sú fjórða kemur út
í haust.
HRÆDDASTUR VIÐ RÚTÍN
Flott par Mundi og Tinna Bergsdóttir fyrirsæta stefna á að flytja saman til útlanda á næstunni.