Fréttablaðið - 14.08.2009, Qupperneq 25
14. ágúst föstudagur 5
1. Ef þú vilt láta fing-
urna þína líta út fyrir
að vera lengri og
mjórri skaltu nota ljóst
naglalakk. Dökkir og
skærir litir breyta út-
línum fingranna svo
þeir virðast styttri.
Fimm frábær fegrunarráð
2. Til að fá meiri fyllingu í augnhár-
in er hægt að bera smá af gamla
góða Nivea-kreminu á augnhárin
áður en maskarinn er settur á.
3. Leyfðu húðinni að
þorna vel eftir sturtu
áður en þú setur á
þig svitalyktareyði.
Raki og hiti minnk-
ar virknina svo
svitalyktin kemur
fyrr fram.
4. Hægt er að nota milt
barnasjampó til að hreinsa
augnmálninguna á kvöld-
in í stað þess að kaupa
dýran augnfarðahreinsi.
5. Ef þú átt varaliti sem eru nán-
ast uppurnir er um að gera að
skafa afganginn upp úr þeim,
hita í örbylgju og setja í litla
krukku. Þá fer ekkert til spill-
is, þú geturðu blandað saman
mismunandi litum og borið
svo á varirnar líkt og vara-
salva.
Bókin á nátt-
borðinu:
Símaskráin.
Mesta dekrið:
Svettið.
Draumafríið:
Tunglið.
Líkamsræktin:
Nýja þríhjólið
mitt.
Hverju mynd-
irðu sleppa til
að spara?
Bensíni.
Áhrifavaldur-
inn:
Gunnar Örn.
UNA
ERFIÐUR BRANSI
Aðspurður segir Mundi sér og
móður sinni koma vel saman, en
viðurkennir að hönnunarbrans-
inn sé erfiður. „Við mamma
erum rosalega góð saman og
skilningsrík, en auðvitað ríf-
umst við alveg. Þótt ég gæti
ekki séð fyrir mér að vinna með
neinum öðrum, þá vantar ennþá
alveg viðskiptavitið í þetta, við
erum bæði svo mikil fiðrildi. Við
erum bæði búin að taka lán til
að keyra þetta áfram, því þetta
er algjört hark og maður þarf
að koma með nýja línu tvisvar
á ári. Þegar viðskiptafræðingur-
inn kemur inn í þetta fer þetta
kannski að fullmótast,“ segir
Mundi og brosir. Spurður hvað-
an hann fái innblásturinn segir
hann hönnun sína vera byggða
á svolítið undarlegri framtíð-
arsýn. „Fólk hefur alltaf svolít-
ið brenglaðar hugmyndir um
hvernig við munum líta út í
framtíðinni, að allt verði rosa-
lega þröngt, með götum hér og
þar. Mér finnst það ekki beint
málið því við lifum í framtíð-
inni núna og ættum að klæða
okkur eins og við séum í fram-
tíðinni. Ég vil því gera föt sem
koma okkur út fyrir þennan
hefðbundna ramma.“
MEÐ MÖRG JÁRN Í
ELDINUM
Mundi er í sambandi við Tinnu
Bergsdóttur fyrirsætu. Hún hefur
starfað á vegum Eskimo úti um
allan heim, en þau kynntust
í ágúst í fyrra þegar hún var í
stuttu fríi hér landi og þau búa
nú saman. Mundi segir þau
stefna á að flytja úr landi á næst-
unni, en hvað varðar vinnu seg-
ist hann ekki vilja binda sig ein-
ungis við fatahönnunina. „Ég er
ennþá að starfa sem myndlistar-
maður og grafískur hönnuður og
er svolítið að reyna að tvinna það
saman við fatahönnunina. Ég vil
geta tekið að mér ólík verkefni
og vil byggja upp mitt nafn á
því að ég geti gert hitt og þetta.
Ég vil reyna að halda lífinu sem
fjölbreyttustu því það sem ég er
hræddastur við er þessi rútína
sem við erum öll einhvern veg-
inn föst í. Ég er alltaf að berjast
við að brjóta hana upp og krydda
tilveruna hjá sjálfum mér og von-
andi hjá fólkinu í kringum mig á
sama tíma,“ segir Mundi.