Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 14.08.2009, Qupperneq 26
6 föstudagur 14. ágúst tíðin ✽ fylgist vel með 90‘S-PARTÍ Ekki missa af brjáluðu 90‘s-partíi á Nasa annað kvöld með DJ Kiki-Ow og DJ Curver. Það verður án efa troðfullt svo þú skalt tryggja þér miða í tæka tíð ef þig langar til að dansa frá þér allt vit við skemmtilega 90‘s-slagara. PUBLIC ENEMIES Myndin gerist á krepputímum fjórða áratugar síðustu aldar í Bandaríkjunum og segir sögu Johns Dillinger sem var þekktur fyrir fjölda vel heppnaðra bankarána. Ekki missa af Johnny Depp fara á kostum í frábærri kvikmynd. „Við kynntumst í Listaháskólan- um þar sem við vorum að taka kennsluréttindi og vorum allar að kenna tónmennt í vetur. Við erum búnar að halda hópinn og svo þegar okkur leiddist eitthvað ákváðum við að koma saman og gera eitthvað í sumarfríinu,“ segir Elfa Björk Rúnarsdóttir fiðluleik- ari og söngkona í hljómsveitinni Listynjur. Með henni eru þær Inga Stefánsdóttir söngkona og Elísabet Þórðardóttir píanóleik- ari, en í sumar hafa þær troðið upp á Thorvaldsen á miðviku- dagskvöldum og flytja þar tón- list úr öllum áttum í rómantíska kantinum. „Við erum búnar að fara og spila í hádeginu í fyrirtækjum, bara svona til að gleðja fólk í kreppunni og koma fram í brúð- kaupum og víðar. Við erum bara að leika okkur og erum algjör- lega á eigin forsendum, en svo er þetta bara búið að vinda upp á sig,“ segir Elfa sem komst í úrslit í Idol-stjörnuleit árið 2003. „Fram- haldið er svo kannski bara að taka upp eitt eða tvö lög og ef við fáum einhver gigg áfram munum við taka því,“ bætir hún við. - ag Listynjurnar: Stofnuðu band í sumarfríinu Listynjur Þær Elfa Björk, Inga og Elísabet hafa meðal annars spilað á Thorvaldsen á miðvikudagskvöldum í sumar. „Ég kláraði stúdent 1999, svo það eru tíu ár liðin síðan ég var í skóla,“ segir Ása Ottesen tísku- bloggari sem sest á skólabekk í haust. „Ég byrjaði að taka undirbúningsnámskeið í akademískum vinnu- brögðum og var að klára það núna. Svo er ég að fara í félagsfræði og hlakka mikið til,“ út- skýrir hún. Ása hefur starfað í fataversluninni Gyllta kettinum undanfarin fjögur ár, en á morg- un er síðasti vinnu- dagurinn henn- ar áður en skól- inn hefst. Spurð hvað tekur við að námi loknu segist hún sannfærð um að tísk- an verði ofarlega á blaði. „Ég hef ekkert ákveðið en ég veit að tískan verður alltaf áhuga- mál hjá mér og ef ég þekki mig rétt þá mun ég eitt- hvað vinna við hana. Ég verð allavega með blogg- ið í vetur og svo kannski einhver verkefni sem gefa smá vasapening,“ segir Ása, en slóðin á tískubloggsíðu henn- ar er trend-land.blog- spot.com. - ag Ása Ottesen tískubloggari: Skellti sér í skóla Á skólabekk Ása byrj- ar í félagsfræði í Há- skóla Íslands í lok ágúst. TUBÉREUSE ILMVATNIÐ ÚR SYSTRUM Við Madonna eigum sama uppáhalds ilminn frá L´artisan parfumeur. SJÁVARTEPPIÐ frá Vík Prjónsdótt- ur fékk ég í afmælisgjöf frá mannin- um mínum. PÚÐLUHUNDATÖSKURNAR mínar, heklaðar úr nótagarni og fást í ýmsum litum í Kronkron. ÍSFÓLKSBÆKURNAR. Ég á í ástar-haturs sambandi við þennan bókaflokk. Á ÍSSKÁPNUM ER „COLLAGE“ AF MYNDUM SEM MÉR ÞYKIR VÆNT UM. Eins konar innblást- ur fyrir lífið. LITIRNIR MÍNIR, Túss, tré, blek og svo framvegis. ÚTSAUMUÐ TÍSKUTEIKNING EFTIR MIG AF FÖGRU FLJÓÐI MEÐ SVANI FYRIR AUGUN- UM. Það er hægt að panta myndir í gegnum heimasíðuna mína hildur- yeoman.com. GÖNGUGRINDIN hans Högna sonar míns sem er nýorðinn 7 mánaða. Við fengum hana á Egilsstöðum í Góða hirðinum. HILDUR BJÖRK YEOMAN fatahönnuður og tískuteiknari TOPP 10 DER eftir Thelmu úr Fabelhaft við Lauga- veg. BRÚN ÁN SÓLAR Bobbi Brown hefur sent frá sér gel sem gerir húðina fallega brúna án sólar um leið og þú berð það á þig. Gelið, sem kallast All over bronzing gel, inniheldur einnig sólarvörn númer 15 svo húðin er varin gegn skaðleg- um geislum sólarinnar. Gelið fæst nú í Golden Sun lit og er tilvalið fyrir allar húðgerðir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.