Fréttablaðið - 14.08.2009, Page 32

Fréttablaðið - 14.08.2009, Page 32
20 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Vefurinn Ættartal.is fór í loftið fyrir skemmstu en þar er hægt að skrá upp- lýsingar um sig og ættingja sína og búa til eigið ættartal. Hægt er að setja inn myndir, skrá stutt æviágrip, sögur og fleira. Viðskipta- og tölvunarfræðingurinn Brynjólfur Ómarsson fékk hugmyndina að vefnum fyrir nokkrum árum og hefur gengið með hana í maganum síðan. „Ég vissi að margir höfðu verið að gera þetta handvirkt sem er mikil vinna. Hug- myndin lá þó í dvala í nokkurn tíma en vinnan fór á fullt í vetur,“ segir Brynj- ólfur, sem býr í Kína ásamt eiginkonu sinni og vinnur að vefnum með þrem- ur forriturum. Þegar notendur hafa stofnað ættartal geta þeir gefið hverjum sem er aðgang að því og þeir hinir sömu geta þá hjálpað til við að bæta inn upplýsingum. Þannig getur öll ættin safnað saman gömlum myndum og sögum og búið til lifandi upplýsingavef. Með þeim hætti er hægt að koma í veg fyrir að skemmtilegar minningar gleymist og að gull molar ryk- falli í myndaalbúmum. Notendur geta þó alfarið stýrt því hvaða gögn birtast og hverjir hafa aðgang að þeim. Ættartréð er hægt að skoða graf- ískt auk þess sem notendur geta skrif- að fréttir þannig að aðrir ættingjar geti fylgst með því þegar nýtt barn kemur í heiminn, þegar brúðkaup er í vænd- um eða þegar ættarmót er á næsta leiti. „Vefurinn ætti sérstaklega að geta gagn- ast þeim sem fá það hlutverk að undir- búa ættarmót eða niðjatöl en auk þess öllum þeim sem hafa áhuga á ættinni sinni, að rekja hana og að halda utan um hana.“ Brynjólfur og samstarfsmenn hans eru enn að þróa vefinn og setja inn nýja notkunarmöguleika. „Við eigum eftir að koma upp spjallborði auk þess sem við munum bjóða fólki upp á að geta sam- nýtt ættir.“ Ekki er hægt að sækja upp- lýsingar um forfeður sína sjálfkrafa en í haust verður boðið upp á leið til að samnýta upplýsingar úr mörgum ætt- artölum. „Ef fólk rekur ættir sínar að sameiginlegum forföður mun það geta samnýtt grunninn að því gefnu að báðir aðilar heimili það,“ segir Brynjólfur, sem stefnir að því að koma vefnum á fót í fleiri löndum þegar fram líða stundir. vera@frettabladid.is BRYNJÓLFUR ÓMARSSON: OPNAR ÆTTARTAL.IS Bitastæð ættartöl á vefnum VINNUR AÐ VEFNUM Í KÍNA Brynjólfur, sem er búsettur í Kína, stefnir að því að koma vefnum á fót í fleiri löndum þegar fram líða stundir. MYND/ÚR EINKASAFNI Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Ingimundardóttir Hornbrekku, Ólafsfirði, lést á heimili sínu að Hornbrekku þann 7. ágúst sl. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14.00. Gíslína Helgadóttir Ingimar Antonsson Sigurður Helgason Ágústa Pétursdóttir Hannes Helgason María Jónsdóttir Ingimundur Helgason Arndís Friðriksdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Ágústsdóttir áður Dalbraut 18, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudag- inn 11. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Ragnhildur Ásmundsdóttir Árni Arnþórsson Óskar Már Ásmundsson Þráinn Ásmun dsson Guðbjörg Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn, faðir, stjúpfaðir og afi, Hörður Barðdal, Brúnastöðum 17, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni þriðjudagsins 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast Harðar er bent á Íþróttafélag fatl- aðra í Reykjavík. Sesselja E. Guðnadóttir Barðdal Jóhanna I. Barðdal Sesselja E. Barðdal Bergþóra Fanney Barðdal Þórður V. Oddsson Marta E. Guðmundsdóttir og barnabörn. Árni Sigurbjörnsson frá Grófargili, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans Landakoti þriðju- daginn 28. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóhanna G. Gunnlaugsdóttir og fjölskylda, systkini hins látna og fjölskyldur þeirra. HALLE BERRY ER 43 ÁRA Í DAG „Ég veit að ég er aðeins ein manneskja og mitt framlag er agnarsmátt.“ Bandaríska leikkonan Halle Berry hlaut Óskarsverðlaun árið 2002 fyrir hlutverk sitt í myndinni Monster’s Ball. Hún er eina blökkukonan sem hefur hlotið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Þennan dag árið 1942 var Golfsamband Íslands stofn- að en það er elsta sérsam- bandið innan ÍSÍ. Golfíþróttin hafði rutt sér til rúms á Íslandi tæpum áratug áður en læknarnir Gunnlaugur Einarsson og Valtýr Albertsson komust í kynni við íþróttina þegar þeir voru á ferðalagi um Svíþjóð og Danmörku snemma árs árið 1934. Þegar eftir heimkomuna hófu þeir undirbúning að stofnun golfklúbbs í Reykja- vík og hinn 14. desember árið 1934 var Golfklúbb- ur Íslands (nú Golfklúbbur Reykjavíkur) formlega stofn- aður. Í fyrstu var tekið á leigu svonefnt Austurhlíðarland við Sundlaugarveg og þar var fyrsti golfvöllur lands- ins vígður hinn 12. maí árið 1935 en leigumálinn rann út árið 1937. Hinn 1. ágúst árið 1938 var níu holu golf- völlur og klúbbhús vígt í Öskjuhlíðinni en mannvirk- in mörkuðu tímamót í sögu golfsins. Gunnlaugur Einarsson gegndi fyrstur formennsku í GSÍ en fyrsta landsmótið í golfi var haldið sama ár og sambandið var stofnað. ÞETTA GERÐIST 14. ÁGÚST ÁRIÐ 1942 Golfsamband Íslands stofnað GOLF Golfíþróttin er mjög vinsæl á Íslandi í dag. MERKISATBURÐIR 1942 Þýsk sprengjuflugvél sem stefndi til Reykjavíkur er skotin niður og er þetta fyrsta óvinaflugvél sem Bandaríkjamenn skjóta niður yfir Evrópu í síðari heimsstyrjöld. 1951 Fyrsti Lionsklúbbur á Ís- landi stofnaður, Lions- klúbbur Reykjavíkur. 1959 Alþingi samþykkir breyt- ingu á skipan kjördæma á Íslandi og er þeim fækkað úr 28 í 8 um leið og þing- mönnum er fjölgað úr 42 í 60. 1982 Rainier III, fursti af Món- akó, og kona hans, Grace Kelly, koma í heimsókn til Íslands ásamt börnum sínum tveimur, Carolinu og Albert. Hið árlega Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjar- safns verður haldið sunnudaginn 16. ágúst klukkan 14. Fyrir Stórmótið verður lifandi tafl á torginu í Árbæjar- safni. „Við höfum gert þetta í nokkur ár. Þá teiknum við taflborð á torgið, klæðum fólk upp á í búninga og tveir fulltrúar frá Taflfélaginu standa uppi á svölum og hrópa skipanir,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, safnvörður í Ár- bæjarsafni. Hún hefur safnað fólki saman á ýmsan máta. „Ég hef smalað saman vinum og ættingjum og í ár notað- ist ég líka við Facebook,“ segir hún glaðlega. Manntafl- ið hefst klukkan 13 og verður án efa gaman að fylgjast með uppáklæddum drottningum, konungum og hirðmönn- um þeirra taka sér stöðu á skákvellinum en Dagný lofar harðri baráttu. Allir geta komið og fylgst með en þeir sem hafa áhuga á að skrá sig til leiks á mót Taflfélagsins geta gert það í símamiðasölu Árbæjarsafns og á mótsstað. Kóngar og drottningar berjast MANNTAFL Tveir spilarar stjórna hinum lifandi taflmönnum ofan af svölum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.