Fréttablaðið - 14.08.2009, Side 34

Fréttablaðið - 14.08.2009, Side 34
22 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ólík hegðun kynjanna - innkaup Karlar Konur Nýársheit 1. Reyna að vera vinsamlegur. Njóttu dagsins. Takk. Flott! Þá get ég strikað það út! Sáðfruma Hannesar Smárasonar Ég moka innkeyrslur fyrir þúsund- kall.... Já, ég... ... á tímann. Plús fæðispeninga, tryggingar, orlof og lífeyrissjóð. Borgað fyrir fram. Það er greinilega hart í ári! En þú verður auðvitað áfram kylfusveinn! 1. teigur Láttu ekki svona, Haraldur! Auðvitað færðu að vera með á seinni hringnum! Ég hefði getað orðið maður með mönnum! Brauð Brauð Engir stórtónleikar með erlendum flytj-anda hafa verið haldnir hér á landi síðan Eric Clapton kom fram í Egilshöll- inni fyrir rúmu ári. Stétt hljómleikahaldara skellir skuldinni skiljanlega á hina mátt- lausu íslensku krónu; segir að til einskis sé að gera plön sem fara svo beinustu leið út í bláinn þegar gjaldmiðillinn hoppar út og suður – þrumustuð. Alls voru haldnir sex stórtónleikar hér á síðasta ári, með téðum Clapton, John Fogerty, Bob Dylan, Whitesnake, James Blunt og Paul Simon, og tap varð á þeim öllum. Af þessum giggum nennti ég bara að mæta á Dylan og Paul Simon, en sé dálítið eftir því að hafa ekki skellt mér á Fogerty. Ástæða þess að ég fór ekki er án efa sú að ég var hreinlega orðinn mettur. Upp úr miðjum síðasta áratug fóru nefnilega heimsins frægustu bönd og tónlistarmenn (svona næstum því) að streyma unnvörpum til landsins til tónleika- halds, og áhorfendur gátu leyft sér að gerast vandlátir á framboðið. Hefði mér boðist að sækja tónleika með John Fogerty árið 1991 hefði ég ekki hugsað mig tvisvar um. Á þeim tíma var lífið ósköp einfalt; Ef erlendur flytjandi hélt tónleika hér á landi var ég mættur í biðröðina til að kaupa miða, burtséð frá því hvort ég fílaði tónlistina eður ei. Hverjir einustu hljómleikar voru heimssögulegur viðburður í augum ungs tónlistarnörds, og ég undirbjó mig vandlega fyrir þá alla. Þess vegna togast á í mér tilfinningarnar. Auðvitað er gaman að geta valið úr tónleik- um. En það er líka dásamlega nostalgískt að verða spenntur yfir væntanlegum tónleikum Jethro Tull, bara vegna þess að þeir eru það eina í boði næstu mánuði og jafnvel ár. Fátt er svo með öllu illt. Eftirsjá og tilhlökkun NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.