Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 14.08.2009, Qupperneq 38
26 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Hin einstæða sultugerðar- keppni verður haldin tíunda sinni í Mosfellsdalnum – en heimamenn hafa nánast ein- okað keppnina til þessa. „Við konurnar í Mosfellsbænum höfum einokað þessa keppni. Reyndar var sigurvegarinn í eitt skipti frá Garðabæ en annars er þetta alger einstefna,“ segir Dísa Anderiman sultugerðarkona með meiru. Dísa hefur verið prímus mótor í starfsemi hins sérstæða og rómaða markaðar í Mosfellsdal og á laugar- daginn rennur upp stór stund. Þá verður sjálf sultugerðarkeppn- in haldin tíunda sinni. Dísa spar- ar hvergi stóru orðin og eggjar sultugerðarmenn til dáða. Segir til dæmis karlmenn algjöra aum- ingja í sultugerð því aldrei hafi þeir komið til álita sem sigurvegarar. „Aldrei karlmaður unnið og hafðu það. Í fyrra tók vinur minn reynd- ar þátt og lagði fram chutney sem hann var afskaplega stoltur af – en þá var verið að keppa í sultugerð og hann fór nánast að gráta. Því hef ég ákveðið að hafa riðla í þetta skipt- ið,“ segir Dísa. Nú verður því keppti í sultu-, chutney- og marmelaði- gerð. Sérfræðingar munu þekkja muninn en hinn heillandi heim- ur sultugerðarinnar getur reynst þeim sem ekki til þekkja framandi eins og blaðamaður komst að þegar Dísa tók að útskýra leyndardóma sultugerðar innar. Hún segir þetta reyndar ekki mikið mál: „Það þarf ekki að taka nema tuttugu mín- útur að gera sultu. En þú þarft undir búning. Stela rabarbara ein- hvers staðar eða fara út í Bónus og kaupa appelsínur.“ Verðlaunin í sultugerðar keppninni hafa í gegn- um tíðina verið af ýmsum toga og frumleg: Geit, landnámshæna … og nú verður einmitt landnámshæna í verðlaun sem og mánuður á hænu- hóteli sem Dísa hyggst koma á fót, verðlaunareitur í öðrum riðli og í þeim þriðja fjársjóðskort yfir gjöf- ul berjasvæði. Væntanlegir þátttakendur skrá sig ekki heldur mæta til leiks klukkan eitt á útimarkaðinn og leggja til sína sultukrukku merkta dulnefni. Með skal fylgja umslag merkt dulnefninu en þar í skal vera rétt nafn sultugerðarmanns- ins og uppskriftin. Dómarar hafa verið nafntogaðir matgæðingar: Siggi Hall, Diddú, Rúnar Mar- vins – Dísa þylur nöfnin og endar með að tilkynna að nú séu dómar- ar þau Dóra á Næstu grösum og Sæmi rokk. „Þau þekkja allt sem heitir grös, grænmeti og ávextir á Íslandi,“ segir Dísa – ókrýnd sultu- drottning Íslands. jakob@frettabladid.is Karlar aumingjar í sultugerð SULTUGERÐARKONUR HLÆJA AÐ KARLPENINGNUM Dísa, sultudrottning Íslands, eggjar sultugerðarmenn til dáða en með henni (t.h.) er nágrannakona hennar Svandís Matthíasdóttir – mikilvirk sultugerðarkona sem ætlar sér ekkert minna en sigur í keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nicole Richie, sem á von á sínu öðru barni í næsta mánuði með tónlistarmanninum Joel Madden, segist vera sjúk í hamborgara. Samkvæmt Twitter-síðu Richie borðar hún gjarnan seint á kvöld- in og lendir það þá yfirleitt á Joel að ná í matinn. „Ég er sá sem þarf að fara og annað hvort búa til samloku fyrir hana eða kaupa hamborg- ara, en það er oft klukkan tvö eða þrjú á nóttunni. Þetta eru ekkert óvenjulegir hlutir sem hún er að sækjast í, það er bara á svo óhentugum tíma sólarhringsins,“ segir Joel Madden, en saman eiga þau Richie dótturina Harlow sem er eins og hálfs árs. Sjúk í hamborgara Bandaríski leikarinn Michael Douglas segir að fjölskylda sín sé eyðilögð yfir handtöku sonar hans Cameron. Hann var tekinn fastur í New York í síðasta mán- uði grunaður um eiturlyfjasölu. „Fjölskyldan er eyðilögð og afar vonsvikin vegna hegðunar Camerons,“ sögðu Douglas og fyrrverandi eiginkona hans Diandra í yfirlýsingu. „Allar fjöl- skyldur sem hafa glímt við eitur- lyfjanotkun vita hversu slæm áhrif hún hefur.“ Cameron gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann hefur tvívegis áður verið hand- tekinn í tengslum við eiturlyf. Fjölskyldan er eyðilögð CAMERON DOUGLAS Sonur leikarans Michaels Douglas, Cameron, er í slæm- um málum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BORGARAR OG SAMLOKUR Oft lendir það á Joel Madden að búa til eða sækja mat fyrir Nicole Richie um miðja nótt. > LANGAR Í BARN Leikkonan Kate Hudson hefur átt í ástarsambandi við hafnaboltakapp- ann Alex Rodriguez í nokkra mán- uði. Sambandið er víst orðið það alvarlegt að Hudson er farin að tala um barneignir. „Hún er ný- orðin þrítug og hana langar í annað barn. Hún vill að sonur sinn, Ryder, eignist systkini og er sannfærð um að þau eigi eftir að eignast fallegt barn saman,“ var haft eftir heimildar manni. Skemmti- og veitingastaðurinn Café Cultura á Hverfisgötu held- ur upp á sex ára afmæli sitt um helgina og er fólk hvatt til að mæta, skemmta sér og sjá breytingarnar sem hafa verið gerðar á staðnum. Í kjallaranum er verið að opna nýtt rými sem er tilvalið til tónleikahalds auk tyrknesks eldhúss á staðnum þar sem hægt verður gæða sér á tyrkneskum mat og drekka tyrkneskt kaffi. Um helgina munu þeir DJ Kári, Joseph Rog- ers, bræðurnir Erpur og Eyjó, Dynamo Fog, Útidúr og Chuck and Norris halda uppi stemning- unni á Café Cultura. Breytingar hjá CulturaSvo virðist sem leikkonan Sienna Miller sé komin með nýjan mann upp á arminn. Samkvæmt breska blaðinu The Mirror er Sienna hætt með leikaranum Balthaz- ar Getty og farin að hitta breskan plötusnúð, George Barker. Parið á að hafa hist fyrr á árinu og eru þau að sögn vina mjög hamingjusöm saman. „Þetta er enn mjög nýtt og nokkuð afslappað, en Sienna og George virð- ast mjög ánægð saman. George er mjög heil- steyptur og góður strákur og þau eiga marga sam- eiginlega vini. Hann er ekki frægur og hann hefur engan áhuga á að verða frægur og hann er á lausu, sem er plús. Hann er mjög mikill áhugamaður um tónlist og hefur verið að kynna Siennu fyrir nýjum tónlistar stefnum. Þau hitt- ust fyrr á árinu og eru nú að tala um að fara í frí til Ibiza saman,“ var haft eftir vini parsins. Fyrrverandi kærasti Siennu, leikarinn Balthazar Getty, var enn kvæntur þegar þeirra samband hófst og hlaut Sienna mjög slæmt umtal í kjölfarið sem hafði mikinn áhrif á starfsferil hennar. Ógiftur kærasti handa Siennu SIENNA MILLER Opið Föstudag Laugardag Sunnudag 12 - 18 12 - 16 13 - 16 Slim - 3ja sæ ta kr. 169.80 0 I Tilboðsve rð kr. 135.84 0 2401 - Leðursó fi kr. 324.800 I Tilboðsverð k r. 194.880 3050 - Leðursófi kr. 284.000 I Tilboðsverð 169.000 Akralind 9 201 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is Ný sófasending Seljum eingöngu beint af lager okkar sem er aðeins opinn um helgar. Lítil yfirbygging = betra verð Edge - Hornsófi 280x200 kr. 298.700 l Tilboðsverð kr. 238.900 Litir: Sand og Night

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.