Fréttablaðið - 14.08.2009, Page 42
30 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson staðfesti í gær að hann
hefði greinst með svínaflensuna. Níu aðrir leikmenn liðsins veikt-
ust einnig skyndilega eftir síðustu helgi og er talið líklegt að þeir
séu með sams konar flensu, en rannsóknir á sýnum munu leiða
það í ljós í dag.
„Ég fékk staðfestingu á að um svínaflensu væri að ræða í hádeg-
inu í dag [í gær] og er búinn að vera rosalega veikur en er að rífa
mig upp úr þessu og er nú orðinn hitalaus. Ég fékk mikinn hita
á mánudagsmorgun og fann þá fyrir miklum haus- og bein-
verkjum, fann fyrir særindum í hálsi og hóstaði sífellt meira og
meira. Mér skilst að samkvæmt reglum landlæknisembættisins
þurfi menn að halda kyrru fyrir í viku á eftir,“ segir Óli Stefán.
Hann gerir sér ekki almennilega grein fyrir því hvernig
eða hvenær hann hafi smitast en segir augljóst að ekki
þurfi mikið til.
„Ég var byrjaður að hósta eitthvað á laugardegin-
um og læknarnir halda að ég hafi líklega verið orðinn
smitberi þá. Það var hins vegar ekkert verið að spá neitt í þetta og
menn áttuðu sig ekkert á þessu. Zoran [Stamenic] var orðinn veikur
á laugardeginum og gat ekki spilað leikinn á sunnudeginum
vegna veikindanna og ég sit einmitt hliðina á honum í klefan-
um, þannig að það þarf líklega lítið til að menn smitist. Við
vorum líka allir að drekka úr sömu vatnsbrúsunum og annað
slíkt,“ segir Óli Stefán.
Óli Stefán segir mikilvægt að önnur lið í deildinni geri
ráðstafanir um leið og einhver leikmaður finni fyrir
einkennum og taki þann mann bara úr umferð.
„Það er mikilvægt að einblína á það núna að
önnur lið í deildinni hafi varann á, því þetta er
bráðsmitandi andskoti. Þetta gæti vissulega
sett strik í reikninginn á Íslandsmótinu ef
heilu liðin fara að hrynja niður í flensu hvert
á fætur öðru. KSÍ hlýtur annars að þurfa að
taka þetta með í reikninginn. Þetta er bara
faraldur og fleiri lið eiga eftir að lenda í þessu.“
Grindvíkingar hafa þegar sótt um frestun til
mótanefndar KSÍ á næsta leik sínum í Pepsi-
deildinni gegn ÍBV á sunnudag.
ÓLI STEFÁN FLÓVENTSSON: GREINDIST MEÐ SVÍNAFLENSUNA Í GÆR EN AÐRIR NÍU LEIKMENN GRINDAVÍKUR VEIKTUST
Mikilvægt að önnur lið í deildinni geri ráðstafanir
> Heimir framlengdi við FH
Heimir Guðjónsson hefur skrifað undir
nýjan samning við knattspyrnudeild
FH og verður þjálfari meistaraflokks
félagsins til loka tíma-
bilsins 2011. Heimir
stýrir nú FH annað
tímabilið í röð, en hann
tók við liðinu af Ólafi
Jóhannessyni, núverandi
landsliðsþjálfara. Undir stjórn Heimis
varð FH meistari í fyrra og er með
dágóða forystu á toppi deildarinnar
nú. Heimir varð einnig Íslandsmeist-
ari með FH sem leikmaður.
1. deild karla
KA-Afturelding 2-1
0-1 Albert Ástvaldsson (35.), 1-1 David Disztl
(42.), 2-1 David Disztl (56.).
ÍA-Haukar 0-1
0-1 Úlfar Pálsson (4.).
Víkingur R.-Leiknir R. 1-2
0-1 Ólafur Kristjánsson (75.), 1-1 Marteinn Briem
(78.), 1-2 Ólafur Kristjánsson (90. +1).
Víkingur Ó.-Selfoss 1-6
1-0 Brynjar Guðjónsson, 1-1 Hjörtur Hjartarson,
1-2 sjálfsmark, 1-3 Stefán Gunnlaugsson,
1-4 Arilíus Marteinsson, 1-5 og 1-6 Sævar
Gíslason.
STAÐAN Í DEILDINNI
1. Selfoss 16 11 2 3 34-18 35
2. Haukar 16 9 4 3 31-18 31
3. KA 16 7 5 4 23-15 26
4. HK 15 8 2 5 27-21 26
5. Leiknir R. 16 6 6 4 22-20 24
6. Fjarðabyggð 15 7 2 6 25-25 23
7. Víkingur R. 16 6 3 7 27-24 21
8. Þór 15 7 0 8 21-22 21
9. ÍR 15 6 1 8 27-34 19
10. ÍA 16 4 5 7 20-23 17
11. Aftureld. 16 3 5 8 17-26 14
12. Víkngur Ó. 16 2 1 13 16-44 7
HM U-21 árs í handbolta
Ísland-Noregur 34-24 (20-11)
Mörk Íslands: Ólafur Gústafsson 6, Oddur Grét-
arsson 5, Rúnar Kárason 5, Ásbjörn Friðriksson 5,
Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Guðmundur Árni
Ólafsson 4, Anton Rúnarsson 3, Bjarni Aron
Þórðarson 1, Hjálmar Þór Arnarson 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18, Ingvar
Kristinn Guðmundsson 5.
*Ísland keppir um 13.-14. sæti í mótinu.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Það styttist óðum í Evr-
ópumótið í Finnlandi og íslenska
kvennalandsliðið er nú komið
saman fyrir lokaundirbúning sinn.
Ein stærsta ákvörðunin sem bíður
Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er
að velja á milli tveggja frábærra
markvarða liðsins en Þóra Björk
Helgadóttir og Guðbjörg Gunn-
arsdóttir hafa aldrei verið í betra
formi og hafa báðar farið á kost-
um með liðum sínum í Noregi og
Svíþjóð.
Þjálfarar Pepsi-deildar kvenna
eru þó nánast á einu máli um hvor
eigi að vera í markinu því átta af
tíu segja að Þóra eigi að vera mark-
maður númer eitt.
Fréttablaðið kannaði skoðanir
tíu þjálfara Pepsi-deildar kvenna
á nokkrum hlutum varðandi lands-
liðið og EM. Þjálfararnir voru,
auk þess að velja markmann liðs-
ins, spurðir hver væri mikilvæg-
asti leikmaður liðsins, hver kæmi
mest á óvart á EM og hvernig lið-
inu myndi ganga.
Þóra hefur meiri reynslu
Þóra Björg Helgadóttir fær
atkvæði átta af tíu þjálfurum.
„Þóra á að klára sinn landsliðs-
feril þarna,“ sagði einn þjálfarinn
og flestir tala um að hún hafi meiri
reynslu en Guðbjörg og það ráði
úrslitum. „Þóra fær mitt atkvæði,
mér finnst hún betri markmaður
og hún er best undir mikilli pressu
og álagi. Hún stýrir vörninni vel
og gefur henni sjálfstraust með
miklu öryggi í sínum leik. Einnig
hef ég séð hana á æfingum núna og
hún er í hörkuformi,“ sagði annar
þjálfari úr Pepsi-deildinni.
Guðbjörg fær aðeins tvö atkvæði
þrátt fyrir að hafa staðið sig frá-
bærlega með Djurgården á sínu
fyrsta ári í sænsku deildinni. „Guð-
björg á að standa í markinu, hún er
á toppi síns ferils að spila gríðar-
lega vel í einni af þrem sterkustu
deildum heims. Hungrið og vilj-
inn fyrir því að spila knattspyrnu
í háum gæðaflokki um ókomna tíð
er til staðar. Hún er því sá mark-
vörður sem ver mark liðsins næstu
árin og á að fá þessa reynslu á EM
í ár,“ sagði annar þjálfarinn og
hinn segir að þær séu jafngóðar
en að það sé meiri framtíð í Guð-
björgu.
Allir ættu að fá góða vísbend-
ingu um hvor þeirra verður í mark-
inu þegar Ísland mætir Serbíu á
Laugardalsvellinum á laugardag-
inn.
Margrét Lára og Katrín mikilvæg-
astar
Fimm leikmenn íslenska liðsins
fengu atkvæði sem mikilvægasti
leikmaður liðsins. Markadrottning-
in Margrét Lára Viðarsdóttir fékk
flest atkvæði eða fimm en fyrir-
liðinn Katrín Jónsdóttir fékk fjög-
ur atkvæði, þar af tvö sem hluti
af mikilvægu miðvarðarpari með
Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur.
Einhverjir þjálfarar áttu erfitt
með að gera upp á milli. „Þetta er
gríðarlega erfið spurning, ég met
þetta þannig að miðvarðarparið og
Margrét Lára séu mikilvægustu
leikmenn Íslands eins og stend-
ur og ég get ekki gert upp á milli
þeirra,“ sagði einn þjálfarinn.
Skarð Margrétar Láru verður
ekki fyllt að mati margra þjálfar-
anna. „Liðið þarfnast leikmanns
sem hefur sannað sig sem marka-
skorari á stóra sviðinu á móti frá-
bærum vörnum og vel skipulögð-
um liðum,“ sagði einn og annar
átti erfitt með að gera upp á milli
Katrínar og Margrétar en komst
samt að niðurstöðu. „Það er eigin-
lega engin sem getur fyllt skarð
Margrétar, eigum því miður ekki
annan senter eins og Margréti
þannig að ég held að hún fái mitt
atkvæði.“
Katrín fær mikið hrós frá þjálf-
urunum. „Hún er svakalegur leið-
togi, skorar mikilvæg mörk og á
eftir að drífa liðið áfram,“ sagði
einn um fyrirliða íslenska liðsins
og annar var á svipuðum nótum.
„Katrín er mikill leiðtogi í þessu
liði bæði innan vallar og utan og
stelpurnar bera mikla virðingu
fyrir henni.“
Katrín og Sara Björk koma á óvart
Átta leikmenn íslenska liðsins
fengu tilnefningu til þess að koma
mest á óvart en þær Katrín Ómars-
dóttir og Sara Björk Gunnarsdótt-
ir fengu báðar tvö atkvæði. Einn
þjálfarinn talaði þó um að það
kæmi ekkert á óvart í þessu liði.
Flestir þjálfaranna eru bjartsýn-
ir á gengi íslenska liðsins á mótinu
og sjö af tíu þjálfurum spá því að
íslenska liðið komist upp úr riðlin-
um.
„Ég hef trú á því að ef við náum
góðum úrslitum úr þeim leik og
verðum ekki fyrir meiðslum, þá
nái liðið frábærum árangri,“ sagði
einn og annar er á svipuðum nótum.
„Ég hef mikla trú á þessum stelp-
um sem eru búnar að leggja mikið á
sig til þess að toppa núna á EM.“
Þrír þjálfaranna telja að liðið
komist ekki áfram. „Þær munu
standa í öllum liðum en fara ekki
upp úr riðlinum. Til þess er riðill-
inn of sterkur og við erum enn
með of marga farþega í hópnum
sem hafa engu að bæta við þetta
lið,“ sagði einn þjálfarinn, sem
trúir ekki á að liðið fari í átta liða
úrslitin.
Fréttablaðið þakkar góð við-
brögð þjálfaranna tíu í Pepsi-deild
kvenna við þessari könnun. Nú er
bara að bíða og sjá hvernig stelp-
urnar okkar standa sig þegar á
hólminn er komið í Finnlandi.
ooj@frettabladid.is
Þóra á að vera í markinu á EM
Fréttablaðið leitaði til þjálfara liðanna í Pepsi-deild kvenna og spurði þá nokkurra spurninga varðandi ís-
lenska kvennalandsliðið sem er á leiðinni á lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi síðar í þessum mánuði.
ERFITT VAL Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson þarf að ákveða hver verður markvörður númer eitt á EM í Finnlandi en
Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þóra Björk Helgadóttir hafa báðar verið sjóðandi heitar með félagsliðum sínum undanfarið. Þjálfarar
Pepsi-deildar kvenna eru á því að Sigurður Ragnar eigi að velja Þóru Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
NIÐURSTÖÐURNAR
Hvort á Þóra eða Guðbjörg að
standa í markinu?
Þóra Björg Helgadóttir 8 atkvæði
Guðbjörg Gunnarsdóttir 2
Hver er mikilvægasti leikmaður
íslenska liðsins? (sumir þjálfarar
gáfu fleiri en eitt atkvæði)
Margrét Lára Viðarsdóttir 5 atkvæði
Katrín Jónsdóttir 4
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 1
Edda Garðarsdóttir 1
Hólmfríður Magnúsdóttir 1
Hvaða leikmaður mun koma mest á
óvart á EM?
Katrín Ómarsdóttir 2 atkvæði
Sara Björk Gunnarsdóttir 2
Kristín Ýr Bjarnadóttir 1
Guðný Björk Óðinsdóttir 1
Fanndís Friðriksdóttir 1
Margrét Lára Viðarsdóttir 1
Rakel Hönnudóttir 1
Erna Björk Sigurðardóttir 1
Hvernig mun íslenska liðinu ganga?
Upp úr riðlinum 7 atkvæði
Ekki upp úr riðlinum 3
FÓTBOLTI Knattspyrnustjórinn
Simon Davey hjá enska b-deildar-
félaginu Barnsley er sannfærður
um að landsliðsmaðurinn Emil
Hallfreðsson muni í dag skrifa
undir samning við félagið eftir að
Barnsley og Reggina komust að
samkomulagi um lánssamning á
dögunum.
Ítalskir fjölmiðlar greindu
síðar frá því að leikmaðurinn
sjálfur vildi ekki fara til Eng-
lands, en ef marka má Davey
gæti Emil verið í leikmanna-
hópi Barnsley fyrir leikinn gegn
Aroni Einari Gunnarssyni og
félögum í Coventry á morgun.
„Við munum setjast niður með
Emil á föstudagsmorgun og þá
verður vonandi gengið frá samn-
ingi. Síðan þurfum við að fá leik-
heimild frá knattspyrnusam-
bandi Íslands og þá ætti hann að
ná leiknum gegn Coventry,“ segir
Davey í viðtali á opinberri heima-
síðu Barnsley. - óþ
Simon Davey, Barnsley:
Emil vonandi
klár í næsta leik
EMIL Líklega á leiðinni í ensku b-deild-
ina eftir allt saman. NORDIC PHOTOS/AFP