Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1937, Page 4

Samvinnan - 01.01.1937, Page 4
SAMVINNAN 1. HEFTI Námshringar samvinnumanna Nauðsynleg undirstaða allra heil- brigðra stefna og skoðana er þeklc- ing. Þekking almennings á góð- um stefnum er styrkur þeirra. Þessar staðreyndir eru samvinnu- mönnum ljósar, enda gera þeir yfirleitt mikið að því að kynna samvinnustefnuna, störf félaganna og árangur. Sænskir samvinnumenn gera lík- lega meira en nokkrir aðrir að því að kynna stefnu sína og starf. Þeir gefa áriega ut fjölda bóka, blaða (eitt þeirra kemur út í x/2 milljón eintökum á viku) og smá- rita. Þá búa þeir til fræðslukvik- myndir um starfsemi félaganna, og eru þær sendar til llestra eða allra félaganna í sambandinu. Loks starf- rækja þeir skóla og námshringa. Námsbringastarfsemin byrjaði í smáum stíl fyrir 4 árum. Fáir trúðu á gagnsemi þeirra og möguleika til úlbreiðslu. Reyndin varð þó önnur. Útbreiðslan varð mjög ör, og eru námshringar samvinnumanna nú starfandi um alla Svíþjóð. Sérstök fræðsludeild, semstjórnar námshringunum, er starfandi í sam- bandinu. Ákveður hún náms- og umræðuefnið á liverjum tíma og gefur út leiðbeiningar um, hvernig hvert málefni slculi rætt, og bendir á, hvar þátttalcendur geti aflað sér upplýsinga ogfróðleiks urn málefnin. Til umræðu eru tekin ýms sam- vinnu- og hagfræðileg mál. Stjórn- andi fræðsluslcrifstofu þessarar semur dálítinn pésa um efnið, sem á að ræða, þar sem liann skiptir efninu niður í kaíla og bendir á, í hverri röð og á hvern hátt lieppi- legast sé að ræða málefnið. í lolc bvers umræðukafla eru spurningar, sem ætlazt er til, að fundurinn svari skriflega, og séu þau svör niðurstaða umræðnanna. Svörin eru síðan send til skrifstofunnar í Stoklc- hólmi; þar er farið yfir þau, leið- rétt og gerðar við þau nauðsynlegar athugasemdir, og eru þau síðan send aftur til stjórnanda náms- liringsins. Þá er í pésum þessum bent á þær bækur, sem til eru um þetta efni og heppilegar eru taldar. Á mörgum stöðum er auðvitað enginn maður, sem nokkra sér- þekkingu befir á þessum málum, svo hann sé sjálfkjörinn stjórnandi hringsins, en þá hefir sú aðferð verið liöfð, að þessir pésar liafa verið sendir einhverjum ungum, efnilegum og áliugasömum manni i héraðinu og hann beðinn að gangast fyrir stofnun liringsins og stjórna honum, og liefir þetta gefizt vel. Námshringarnir hafa, eins og ég gat um í upphafi, náð geysilega mikilli útbreiðslu, og eru nú starf- andi rúmlega 2300 námshringar með 30 þúsund þátttakendum. Sænskir samvinnumenn telja þessa fræðslustarfsemi nú eina lang- öílugustu og þýðingarmestu út- breiðslustarfsemi félaganna. Upp úr þessum fræðsluhringum vaxa hópar ungra áhugamanna innan livers félags. Þessir ungu menn afla sér á þennan hátt þekkingar á samvinnu-, viðskipta- og fram- leiðslumálum og öðrum hagfræði- legum efnum og fá á þann hátt áhuga fyrir samvinnumálum. Hvers virði væri það ekki fyrir hvert samvinnufélag, að slíkir liópar á- hugamanna væru starfandi innan þeirra. Er slík starfsemi hugsanleg hér á landi og með hverjum hætti?spyrja ef til vill einhverjir. Ég, fyrir mitt leyti tel, að slík fræðslustarfsemi væri vel framkvæmanleg hér og mundi hafa mjög mikla þýðingu, ef henni væri vel stjórnað og rétti- lega fyrir komið. Fjöldamörg málefni eru til, sem mjög væri gagnlegt að taka til umræðu. Það má nefna nokkur dæmi: Staðgreiðslan og gildi hennar, leiðin út úr slculda- verzluninni, þáttur samvinnunnar i íslenzku atvinnulífi, fjárhagur kaup- félaganna, samvinnufélögin og iðnaðurinn, hagsýni í liúshaldi o. m. íl. Það er vitanlega ekki liægt að gera ráð fyrir, að þessir náms- ílokkar leysi mörg mál og komist að endanlegum niðurstöðum, en nokkur bending gætu svör þeirra Frli. á 14. hls. Alheimsregla kaupfélaganna er staðgreiðsla. Láns- verzlunin er hættan. En fram á síðustu tíma liefir íslenzkum bændum og sjómönnum verið nauðugur einn kostur að fá lán nokkurn hluta úr ári. í meir en hálfa öld hafa islenzku kaupfélögin barizt fyrir því að finna öruggt form fyrir lánsverzlun. Fram að heimsstyrjöldinni mátti heita, að þetta gengi vel. Verðsveiflurnar voru lióflegar, og sveitafólkið vildi standa í skilum. Með stríðinu komu órólegir timar, mikill byigjugangur í öllu verðlagi, gengissveiflur og verðhrun. Þá mynduðust víða skuldir, sem erfitt var að greiða. En smátt og smátt hafa kaupfélögin fundið nýtt öryggi. Gjaldeyrisloforðin eru tekin upp að nýju og fylgt vel eftir. Sá, sem ekki stendur í skilum, tap- ar trausti og fær ekki lán í næsta sinn. Hver kaup- stjóri og hver félagsmaður þarf að hugsa um þessar reglur, að þær má ekki brjóta. Staðgreiðslan er og verður jafnan fyrsta boðorðið. Alstaðar þar, sem menn vinna fyrir kaupi, sem greitt er vikulega eða mán- aðarlega í peningum, á kaupfélagið að krefjast skif- yrðislausrar staðgreiðslu. En þar sem svo framleið- endur eiga í lilut, sem selja vörur sínar nokkrum sinnum á ári, er allt undir komið, að gjaldeyrislof- orðin séu nákvæm, vel litið eftir af kaupstjórunum og félagsmönnum melnaðarmál að efna vel heit sin. J. J. 4

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.