Samvinnan - 01.01.1937, Side 12
SAMVINNAN
1. HEFTI
Þættir úr listasögu
VI.
Gríslc list
Hofin voru fegurstu hús Grikkja og súlurnar höf-
uðeinkenni hofanna. Grikkir höfðu aðallega þrenns-
kortar súlur: dóriskar, íóniskar og korintiskar. Róm-
verjar tóku síðan meginatriðin úr húsgerðarlist
Grikkja sér til fyrirmyndar, og eftir 1500 byrjuðu
flestar hinar auðugri Norðurálfuþjóðir að byggja stór-
hýsi sín eftir grískum og rómverskuin fordæmum,
og má segja, að svo hafi verið haldið fram stefnunni,
þar til heimstyrjöldinni lauk og „funkis“-stíllinn
lagði undir sig sig heiminn án þess að styðjast við súl-
ur fornaldarinnar.
Dóriska súlan var elzt og einföldust að gerð.
Hún stóð á múrfletinum úti við efsta þrepið
í jafnhæð við hofgólfið. Sjálf súlan varð grennri,
er dró nær súluhöfðinu, en ofan á því hellusteinn,
jafnarina rétthyrningur. Á þessum hellusteinum
hvildi síðan vegglægjan og þakþunginn. í hverri
dóriskri súlu voru 20 íhvolfar, lóðréttar hvilftir með
skörpum brúnum. Þessar stílföstu línur gáfu súlunni
sinn sérkennilega blæ. Samræmi í gerð dóriskrar súlu
var með þeim hætti, að þvermál hennar neðan við súlu-
höfuðið var % af hæð súlunnar, en bilið milli súlna
var jafnt, 1% af þvermáli. Öll önnur hlutföll um stærð
og gerð hofsins voru miðuð við súluna sem frumein-
ingu i byggingunni. Á bls. 42 í 3. hefti 1936 sést, hversu
hin fagra gríska súla er að verða til á frumstigi list-
arinnar, en á hls. 44 er fullbúið grískt hof í dóriskum
stíl frá þeim tíma, þegar grísk list stóð hæst. í 4. hefti
1936, bls. 60, sést Akropolishæðin utan við Aþenu, eins
og hún lítur nú út eftir 2000 ára eyðileggingu af hálfu
skammsýnna manna. Klettahæðin er víggirt í forn-
um stíl, en efst uppi standa rústirnar af hinu mikla
hofi, eins og það lítur út, síðan fallbyssukúla frá flota
Feneyjamanna féll niður gegnum þak hofsins á 17.
öld, þegar Tyrkir geymdu þar miklar púðurbirgðir.
Á næstu bls. er sýnd mynd af háhæðinni með hofinu
og hinum mörgu fögru súlnabyggingum við inn-
ganginn, eins og menn halda, að Akropolis hafi litið
út á dögum Periklesar. í ð.hefti 1936, hls. 76, eru sýnd-
ar tvennar rústir af dóriskum hofum, önnur grísk, en
hin frá Suður-Ítalíu. Ofar á sömu bls. er ein af hin-
um minni helgibyggingum á Akropolis, reist í íónisk-
um stíl. Yfir þeim byggingum er meiri léttleiki og
breytileiki. Sumir listfræðingar halda því fram, að
dóriska súlan minni á styrk og hreysti karlmannsins,
en íóniska súlan sé táknræn fyrir kvenlega fegurð
og yndisþokka, jafnvel, að hið sérkennilega höfuð
íóniskrar súlu minni á konu, sem skiptir hári yfir
miðju enni og hringar lokka sína í báðum vöngum.
Dóriska súlan náði mestri fullkomnun í Aþenu og
Attíku, en íóniska súlan á eyjunum í Grikklandshafi
og í Litlu-Asíu. Þó var hún notuð jöfnum höndum
við dóriska súlu í Aþenu, eins og sjá má á rústum
Akropolis.
Hæð íóniskrar súlu var 9 sinnum þvermál hennar
og hilið milli súlna tvö þvermál súlunnar. Hvilftir í
bol súlunnar voru 24, og milli þeirra var slétt brún.
Að neðan stóð súlan á léttu undirlagi með láréttum
steinskurði. En að ofan var súluhöfuðið prýtt með
steinhringum á tvo vegu. Milli þeirra og ofan á súlu-
höfðinu undir veggbrúninni var blómskrýddur stein-
12