Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1937, Side 14

Samvinnan - 01.01.1937, Side 14
SAMVINNAN 1. HEFTI Verzlun og atvinnulíf 1936 I'Iestir ]>eir, er fylgjast vilja með al- mennum málum og atvinnulifi þjóðar- innar, vilja gjarna gera sér nokkra grein fyrir þvi, hvernig ástatt er í þeim cfnum um áramótin, og livernig árið, sem er að liða, hefir verið. Skal hér þvi gerð nokkur grein fyrir framleiðslu og verzlun ársins i sem allra styztu máli, þvi rúmið lej'fir ekki langt mál um þetta efni. Bústofninn Fé helir fækkað á landinu undanfarin ár, aðallega vegna hinnar illkynjuðu sauð- fjárveiki, sem kallast borgfirzka fjárpestin. 1 ár hefir fjárstofninum fœkkað um 8—10 þúsund, en frá því, að féð var flest, um 706 þús., hefir því nú fækkað ofan i 690 þúsund. Hestum fækkar einnig og hefir fækkað á siðustu 7 árum úr 55 þús. niður i 46. Kúm fjölgar aftur á móti all- mikið og mest í þeim héruðum, sem liafa mjólkurbú. Nautgripir munu nú vera um 32 þúsund á öllu landinu. Tala geitfjár er alltaf svipað eða hálft þriðja þusund. Hænsnum hefir tjölgað mikið undanfarin ár, nema á síðastliðnu ári mun þeim held- ur hafa fækkað. Hænsni eru milli 50 og 60 þúsund á öllu landinu. Mjólkurframleiðslan og sala mjólkurafuráa Mjólkurmagnið, sem selt liefir verið gegn- um mjólkurbúin í landinu, hefir aukizt um 20°/o eða um 2 millj. Uni 5 millj. litra af mjólk liafa verið seldar i Reykjavík á ár- inu, 175 þús. litrar af rjóma og 230 þús. kg. af skvri. Allmikil aukning er á öllum þessuin vörum miðað við árið 1935. Ostar hafa verið tluttir út fyrir 157 þús. kr., og er það fvrir 90 þús. kr. meira en á árinu 1935. Smjörblöndun i smjörliki hefir verið aukin siðari hluta ársins úr 3°/o í 8°/o. Garðyrkja og nýbýli Garðyrkja jókst mikið á árinu, líklega mest sökum kartöfiuverðlaunanna, en lögin um framleiðsluverðlaun fyrir kartöflur komu til framkvæmda á árinu. Aukningin varð þó miklu meiri en gert var ráð fyrir, og mun hafa verið um rúm 50°/o eða úr 40 þús. tn. 1935 i 60—70 þús. tn. 1936. Hafin hefir verið bygging á 55 nýbýlum viðs- vegar um landið á árinu. Iiýli þessi hafa öll fengið styrk samkvæmt lögum um nýbýli. Einnig liafa 15 nýbýli, sem byrjað var að reisa á árinu 1935, fengið stj’rk á árinu. Undirbúningi samvinnubyggðarinnar i Flóanum hefir verið haklið áfram og unnið að framræslu. Sala landbúnaðarvara innanlands Eins og kunnugt er, ákveður kjötverð- lagsnefnd verð á kindakjöti á innlenda markaðinum, og var það 3 aurum hærra í haust en haustið 1935. Var heild- söluverð á iýrsta verðflokki, en það er bezta kjötið af dilluun og ungu fé, sem hér segir; A fyrsta verðlagssvœði (frá og með 21. sept. kr. 1,13 pr. kg. nema í Rej'kjavik, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og Akranesi, þar 1,18 pr. kg. til verzlana, en kr. 1,23 pr. kg. i licilum skrokkum til einstaklinga. A öðru verðlagssvœði kr. 1,08 pr. kg. (frá og með 16. sept.). A þriðja verðlagssvœði kr. 1,03 pr. kg. (frá og með 16. sept.). A fjúrða verðlagssva-ði kr. 1,08 pr. kg. nema á Akureyri og Siglufirði, þar kr. 1,13 pr. kg. (frá og með 16. sept.). A fimmta verðlagssvœði kr. 1,03 pr. kg. (frá og með 16. sept.). Kjötverðið til framleiðenda hefir á þessu ári hækkað um 5 aura kg., en smásölu- verðið hefir ekki hækkað nema um 3 aura, en 2 aurarnir koma sökum lækkunar á verðjöfnunargjaldinu. Verð á rjómabússmjöri hefir verið eins og í fj’rra eða kr. 3,20 kg. i lieildsölu. Verð á bögglasmjöri hefir verið töluvert lægra, enda minnkar stöðugt sala á þvi, eftir þvi sem meira er af rjómabús- smjörinu. Sláturfé Dilkar seldir til slátrunar voru í haust 353 þúsundir eða 8 þús. fieiri en haustið 1935. Fessi fjölgun sláturfjár stafaði aðal- lega af þvi, að slátrunin hefir orðið mikil á sauðfjárpestarsvæðinu. Tala fullorðins sláturfjár var 22 þúsund eða 2 þús. færra en árið 1935. Þungi sláturdilka fer stöðugt vaxandi. Siðan kjötverðlagsnefnd fór að gera skýrslur um kjötþunga dilka, en það er fj’rst 1934, hefir meðalþungi dilkskroppa aukizt úr 12,47 kg. 1934 upp í 13,46 kg. 1936 eða tæplega 1 kg. Þessi þj’ngdar- aukning l>ýðir auðvitað allmikla fram- leiðsluaukningu á kjöti i landinu. Sala landbúnaðarvara erlendis. Verðlag hefir verið hækkandi Sala landbúnaðarvaranna lieíir gengið grciðlega eftirspurn liefir verið töluverö og verð yflrleitt hækkandi. Öll ársframleiðsla ullarinnar er seld að undanteknu því, sem verksmiðjurnar taka til vinnslu, og verð hefir verið um 25°/o hærra en í fj’rra. Samkv. skýrslu Hagstof- unnar hafa tæp 840 tonn af ull verið flutt út fj’rir 1,878 þús. kr., og er það fj’rir 657 þús. kr. meira en á árinu 1935. Gærur eru allar seldar, og var verð þeirra 25°/o liærra en í fj’rra. llr allmiklu af gærum er nú unnið i landinu. Sútunarverksmiðja S. í. S. tók í haust 120 þús. gærur til vinnslu. Vcrðmæti útflúttra gæra er i ár kr. 1,878 þús., og er það um 674 þús. kr. meira en i fj’rra. Garnir liafa allar verið hreinsaðar í Iandinu á siðastl. ári gærur fýrir um 253 þús. kr. og verð svipað og á árinu 1935. Saltkjötið hefir eins og að undanförnu verið selt til Noregs. Rétt höfðum við til þess að selja ]>angað 7000 tn., og var kvótinn allur notaður. Allmikið er þegar selt af j)essa árs framleiðslu, Verð á salt- kjöti var um 12 °/o liærra en 1935. Af freðkjöti er búið að selja 1020 tonn af framleiðslu ársins 1936. Leyfi fékkst á ár- inu til ]>ess að fij’tja 600 tonnum meira af frj-stu kjöti til Englands en í fjrra. Verð var heldur lægra en á árinu 1935. Eftirstöðvar af útfiutningskjöti eru nú um 600 tonn, en engir erfiðleikar munu verða á að selja það, sökum hins aukna kjöt- kvóta i Englandi. Ostur seldist fj’rir um 100 þ,ús. kr. meira á síðastl. ári en á næsta ári á undan. þriðjungi færri liestar voru fiuttir út á siðastliðnu ári en 1935, og var verð lítið eitt lægra. Landbúnaðarvörurnar hafa j’fir- leitt liækkað í verði að undanteknu frj’sta kjötinu, og hafa verðmæti Iandbúnaðarvar- anna, sem út hafa verið fiuttar, mikið auk- izt, enda hefir magnið einnig verið miklu meira, nema hvað hestar liafa færri verið fluttiir út en 1935. Frli. Gnðl. Ilósinkran:. Frh. af 4. bls. ef til vill oft orðið. En aðalatriðið er hitt, að þátttakendur hringanna fái þeldíingu á þessum ^málutn, og fyrir það aukinn áliuga á sam- YÍnnumálum og hverskonar um- bótum og framförum. Til þess að koma slíkri náms- hringastarfsemi, sem liér ræðir um, af stað, þarl' auðvitað all mikinn undirbúning og vinnu, en ef nokkurt starf væri lagt í slíka fræðslustarf- semi, og áhugi væri bæði hjá stjórnanda og þátttakendum, er ég sannfærður um að liún kæmi hér að mjög miklu gagni. Guðl. Rósinkranz. Rikisprentsmiðjan Gutenberg. 14

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.