Samvinnan - 01.04.1945, Síða 4
SAMVINNAN
4. HEFTI
landrými. Víða var landareign heimilisins fjölbreyttur
heimur. Landslag margbreytt, störf fjölbreytt, bæði
við búsmalann, veiðar, heyföng og ferðalög. Börnin
voru starfsfélagar fullorðna fólksins og gátu í einu
fullnægt leikþrá sinni og athafnalöngun. Þau lærðu
móðurmálið af fullorðna fólkinu, við störfin, af lestri
helgirita og hetjusagna. Með þessum hætti ólust upp
Snorri goði, Gunnlaugur ormstunga, Ari fróði, Jón
Loftsson, Snorri Sturluson, Þórður kakali, Hrafn
Oddsson, Ögmundur Pálsson, Jón Arason, Jón á Sval-
barði, Arngrímur lærði, Hallgrímur Pétursson, Jón
Vídalín, Skúli fógeti, Jón Eiríksson, Fjölnismenn, Jón
Sigurðsson, Grímur Thomsen, Gröndal, Matthías,
Steingrímur, Einar Jónsson, Hallgrímur Kristinsson,
Torfi í Ólafsdal og Jóhannes Kjarval, til að nefna
nokkur nöfn kunnra afburðamanna frá öllum tíma-
bilum þjóðarsögunnar. Einkenni íslenz-ku þjóðar-
innar frá upphafi vega og til síðustu ára hafa mótast
af uppeldi í dreifbýli, við samstarf barna og fullorð-
inna, litla eða enga skólagöngu á æskuárum en stöð-
ugt sambland líkamlegrar áreynslu við dagleg störf,
og ástundun andlegra verðmæta. Einkenni hins þjóð-
lega íslenzka uppeldis er, að það hefir verið byggt á
fjölþættu starfi, frelsi og sjálfsábyrgð.
Nú er stefnt að því að gerbreyta öllu uppeldi ís-
lendinga. Það á að einangra börnin frá heimilunum
og starfinu. Börnin eiga að nema móðurmálið hvert
af öðru, en ekki af samfélagi við foreldra og fullorðin
systkini. í stað frelsis á að koma þvingun. í stað heim-
ila uppeldisverksmiðjur. í stað fjölbreyttra starfa og
óbundins bókalesturs eiga að koma margra ára í-
troðningur misjafnra yfirheyrslumanna á misjöfn-
um skólabókum. Hér geta orðið vegamót, ef þjóðin
gætir ekki að sér í tíma. Samvinnumönnum ber að
gæta sérstakrar varúðar. Þeir hafa átt góðan þátt í
að efla þjóðaruppeldið með því að leitast við að
gera þá skóla, sem þeir reistu, stór og fullkomin
heimili, þar sem unnt var að láta beztu einkenni
hins forna uppeldis njóta sín með alveg óvenjulegum
hætti.
Hið þvingaða uppeldi.
Það er talið sennilegt, að núverandi menntamála-
ráðherra muni leggja fyrir Alþingi á hausti kom-
anda frumvarp um hið nýja uppeldi. Þar er gert ráð
fyrir að börn og unglingar eigi að sinna samstæðri
skólagöngu um átta ára skeið, frá 7—15 ára. í þessu
skyni er ætlazt til, að byggðir verði heimavistarskól-
ar um land allt til að mæta þessari þörf. Foreldrar
í sveitum eiga samkvæmt þessu nýja skipulagi, að
láta börn sín af höndum til kennaranna og hafa
þau þar í bóklærðu iðjuleysi vetur eftir vetur, að
frátöldum hæfilegum leyfum. Þegar bamaskólanum
sleppir taka við gagnfræðaskólarnir. Héraðsskólarnir
eiga að leggjast niður, en verða í þess stað gagn-
fræðaverksmiðjur sveitanna. Mikið þarf að auka húsa-
köstinn, því að Laugarvatn myndi hvergi nætrri
nægja æskunni úr Árnesþingi, sem þangað verður að
sækja samkvæmt valdboði löggjafans. Ekki er ætlast
til að Alþingi setji skipulega löggjöf um, hvað kenna
skuli í þessum nýju fræðsluverksmiðjum, heldur beri
kennslumálaráðherra að mestu sá ákvörðunarréttur
og úrskurðarvald. — Síðan eiga menntaskóli og
háskóli að taka við straumnum frá allsherjarprófi
gagnfræðaskólanna. Þetta uppeldiskerfi á að starfa
eins og risakvörn. Ríkið tekur börnin sjö ára í sínar
hendur með fulkominni lagaþvingun. Það sendir
börnin úr einum skóla í annan, allan þroskatímann.
íslendingar sögðu forðum: Sjálfur leið þú sjálfan
þig. Nú á að segja við íslendinga: Foreldrar skulu
sviptir börnum sínum. Börnin skulu einangruð frá
heimilinu og vandamönnum. Móðurhöndin á ekki
lengur að hlynna að börnum landsins, heldur vanda-
lausar manneskjur, þjálfaðar í kaupkröfufélögumr
sem framkvæma uppeldisverkin ýmist fyrir fast mán-
aðarkaup eða í vellaunaðri eftirvinnu.
Heimilisuppeldi — verksmiffjuuppeldi.
Á fyrri árum yfirstandandi styrjaldar var börnum
úr Reykjavík og stærri kaupstöðunum komið fyrir á
sumrin í stærstu skólum sveitanna. Ég kynntist aff-
stöðunni í einum þessara skóla. Þar voru 100 börn,
og til eftirlits og kennslu nokkrir kennarar, sumir
kunnir menn í fremstu röð í stétt sinni. Börnin höfffu
björt og hlý húsakynni, góðan mat og aðgang aff
sundlaug og leikfimihúsi. Auk þess röska kennara,
sem fúsir voru að fræða þau. En börnin voru samt
leið á þessari paradísarvist. Þau höfðu raunverulega
ekkert að gera við sitt hæfi, sennilega þreytt á 'lexíu-
lestri frá undangengnum námsárum. Þau urðu skap-
ill og vond í sambúð. Þegar reynt var að láta drengina
fitla við moldarvinnu, sóttu þeir á, að reka spaðana
hver í annan og drógu þá ekki af kröftunum. Einn
drengur, 10—11 ára, var svo óþekkur, að hann þótti
ekki hæfur til að vera með í hópnum. Honum var
komið fyrir hjá bónda í sveitinni, þar sem eitt barn
var fyrir. Kaupstaðardrengurinn gerbreyttist á svip-
stundu. Hann varð fylgispakur bónda við öll störf,
einkum allt, sem laut að meðferð húsdýranna. Dreng-
urinn, sem ekki reyndist sambúðarhæfur í 100 barna
iðjulítilli skólavist, varð við margbreytta vinnu sveita-
heimilis hvers manns hugljúfi og fús til þátttöku í
margvíslegum störfum. Um haustið vildi drengurinn
vera kyrr í sveitinni. Það varð að vísu ekki, en hann
108