Samvinnan - 01.04.1945, Síða 7
SAMVINNAN
4. HEFTI
hönd þjóönýtingarinnar á þessa þroskamiklu menn-
ingarstöð, sem dafnað hefur í skjóli hugsjóna og frels-
is í Reykjanesi, og mörg önnur hliðstæð menntasetur
hér á landi.
Námsþreytan og afleiðingar hennar.
Mjög hefur brytt á því, síðan hið erlenda skóla-
kerfi tók að ryðja sér til rúms, að hin langa bekkja-
seta með þrálátum kennslubókayfirheyrslum hefði
sijógvandi áhrif á þá, sem mest urðu fyrir þessari
aðbúð. Eru þess mýmörg dæmi, að vel gefnir menn,
sem haldið hefur verið við einhliða bóknám, fjarri
störfum heimilanna, frá sjö ára aldri og fram um
Þrítugt, hafa misst viljaþrek og starfsgáfur, svo að þeir
eru ekki hæfir til að leysa af hendi nema vélræn störf.
Nálega engir þeir menn, sem bera af um meðferð
bróðurmálsins hafa búið við þess háttar kennslu-
þvingun. Þegar heimaalinn piltur úr Öræfum féll fyrir
bokkrum árum í jökulsprungu en var bjargað eftir
alllanga stund, ritaði hann skýrslu um málið, sem
tesin var í útvarpinu. Var það mál manna, sem báru
skyn á þess háttar málefni, að enginn jafnaldri pilts-
ins, sem setið hefði á skólabekk frá sjö ára aldri,
hefði getað ritað svo rithöfundarlega um slíkt ævin-
týri.
hað hefði verið mikil gifta, ef Einar Arnórsson, sem
skipaði milliþinganefnd þá, sem tekið hefur sér fyrir
hendur að eyðileggja frjálst uppeldi á íslandi, hefði
falið þessari nefnd eða annarri nefnd það mikils-
verða verkefni að rannsaka ástæðuna til þess að
hámsþreytan er að draga dug og mátt úr mörgum
æskumönnum, í stað þess að uppeldisráðstafanir
Þjóðarinnar eiga að hafa gagnstæð áhrif.
hað hefði verið lofsvert að hefja baráttu gegn stór-
brn skólabyggingum í Reykjavík, þar sem nemenda-
fjöldinn er svo mikill, að hvorki skólastjóri eða kenn-
arar hafa nokkur veruleg persónuleg kynni af börnun-
Urn. Vel hefði farið á, að mótmæla þeim ósið, að vekja
^lenzk börn í skammdeginu klukkan sjö að morgni,
til að knýja þau áleiðis til einhliða bókfræðaáreynslu.
hefði verið sæmilegt verkefni fyrir uppeldisfræð-
lnga að leggja ráð á, hversu börn gætu haft nægi-
iega kröftuga fæðu, þar á meðal lýsi, og hversu hægt
V0eri að koma börnunum af götunni til svefnhvíldar
a hentugum tíma á kvöldin. Ef til vill er allra þýð-
ingarmesta atriðið í öllum uppeldismálum landsins,
hversu hægt er að flytja hugsjón héraðsskólalag-
abna frá 1939 inn á hin-sólbrenndu svið námsþreyt-
ánnar, en það er sama og að tengja þráðinn aftur
VlS hið þjóðlega uppeldi, þar sem saman var ofið í
kúsund ár dagleg störf, andleg vinna og íþróttir eða
^að> sem jafngilti þeim, eins og ferðalög í veglausu
landi. Það má að vísu harma það, að jafn greindur
maður og Einar Arnórsson er, skyldi ekki setja nefnd
til að gera það sem mest lá á við athugun uppeldis-
málanna. Samt má vel vera að nefndarskipun hans
verði til nokkurs gagns, með því að vekja umræður,
sem þörf var á um skaðsemi hins þvingaða uppeldis.
Markalínur uppeldismálanna.
Meðan íslandi var stjórnað með harðri hendi af
framandi þjóð, voru brotin skörð í menningarvirki
íslendinga. Flutningur lærðaskólans frá Bessastöð-
um til Reykjavíkur var fyrsti sigur erlendu stefn-
unnar. Síðan hefur mjög verið höggvið í hinn sama
knérunn með erlenda skólaskipun, erlendar kennslu-
bækur og erlendar fyrirmyndir við bóklegar yfir-
heyrslur. Víðtæk námsþreyta hefur fylgt í slóð þess-
ara aðgerða. Lokabarátta hinnar erlendu stefnu er
nú að hefjast með kröfunni um að knýja börn og
unglinga úr heimilum, og undan uppalandi áhrif-
um foreldranna í yfirheyrsluverksmiðju ríkisvaldsins.
Gegn þessu ofbeldi mun rísa öflug mótalda, er mun að
lokum sigra eins og þjóðlegir íslendingar urðu yfir-
sterkari erlenda valdinu og konungkjörnu auðmýkt-
inni í frelsismálum þjóðarinnar. Hin forna íslenzka
menning á enn djúpar rætur í þjóðinni. Foreldrar
munu ekki umyrðalaust afhenda börn sín í yfir-
heyrsluverksmiðjur. Hið fjölbreytta, frjálsa og dáð-
mikla uppeldi héraðskólanna hefur sýnt, að þar var
stefnt að réttu marki. Þá mun fyrirmyndReykjaness-
skólans ekki verða gleymd. Fólkið í dreifbýlinu verð-
ur að marka nýja stefnu í uppeldismálinu, en á þjóð-
legum grundvelli. Það þarf að efla hrausta, dugandi
og starfsama barnakennarastétt í landinu. Vel fær
kennari getur kennt og haft eftirlit með 50 börn-
um. Kennarinn þarf að hafa litla jörð í sveit, geta
tekið heim 10—15 börn í einu. Hann þarf að hafa
hentugt bókasafn fyrir börn og unglinga og dreifa
bókum um byggðina. Takmarkið með slíkri kennslu
er að treysta á heimilin eftir því sem frekast má
verða, og taka ekki börnin í heimavistarskóla frá
foreldrum nema að því leyti, sem nauðsyn krefur.
Heimilisuppeldið er þá aðalatriðið. Börn læra málið
af fullorðnu fólki og við dagleg störf. Bandið milli
foreldra og barna er ekki rofið á óeðlilegan hátt.
Skólinn sendir bækur á heimilin til barnanna, til að
mæta eðlilegu fróðleikshungri æskumanna, sem
ekki eru ofmettir á lexíulestri og yfirheyrslum.
Skólinn hjálpar heimilinu með þá þætti fræðslunn-
ar, sem teljast mega nauðsynlegir, en ekki er hægt
að inna af hendi af foreldrum skólabarna og eldri
systkinum.
íslendingar fundu glöggt, frá 1264—1944, að það
111