Samvinnan - 01.04.1945, Qupperneq 8
SAMVINNAN
4. HEFTI
var ekki holt að lúta yfirráðum erlendra manna. Þeir
kunnu ekki að stjórna á íslandi, og íslendingar sættu
sig aldrei við yfirráð þeirra. Nú verður að hefjast
þjóðleg frelsisbarátta í uppeldismálum landsmanna.
Um langa stund höfum við í því efni lotið erlendum
yfirráðum, íslenzk reynsla hefur verið virt að vett-
ugi. Framandi fyrirmyndir hafa verið settar í önd-
vegi, með þeim árangri, að meðferð móðurmálsins
hefur stórlega hrakað, og lind ljóðlistarinnar nálega
þornað, þar sem hin erlendu þvingunaráhrif hafa
markað dýpstu sporin.
Hið eðlilega verkefni frjálsrar þjóðar er að rétta
hlut sinn á hverjum þeim vettvangi þar sem hið
erlenda vald hefur beint eða óbeint lamað viðnáms-
þróttinn. Sú sókn, sem nú er hafin í nafni skóla-
nefndar Einars Arnórssonar stefnir að algerðri upp-
lausn hins þjóðlega uppeldis. Hún jafngildir því
þegar íslendingum var boðið 1851 að játast undir, að
landið væri hreppur í Danmörku. Ofan á öll gömlu
dönsku áhrifin á nú að bæta ómeltum og ófram-
kvæmdum fyrirmyndum úr stórborgum stóriðjuland-
anna. í miljónaborg, eins og Manchester, sézt ekki
grasblettur fyrir almenning fyr en í útjöðrum borg-
arinnar. í slíkri borg getur verið nauðsyn að taka
börn og unglinga í þvingunarskóla fremur en að
hafa æskuna iðjulausa á asfaltauðninni. Allir ís-
lendingar gætu, mannfjöldans vegna, átt heima í
einni götu í slíkri borg. En í raun og veru er aðstaða
íslendinga allt önnur. Þeir byggja land, sem er litlu
minna en allt England. Sjálf höfuðborgin er ekki
nema eins og laglegt þorp á erlenda vísu. Við íslend-
ingar höfum erft þetta stóra land með hinum miklu
fjörðum, og víða en frjóa útsæ.íslenzka þjóðin býr við
allt aðrar aðstæður og landshætti heldur en fólkið í
kolaborgum Englands. Bretar verða að miða uppeld-
ið við sín lífsskilyrði en íslendingar við sitt land.
Munur landanna og lífskjaranna er mikill. Við ís-
lendingar höfum skapað uppeldisskipulag, sem er
lagað eftir landi okkar og lífsskilyrðum. Það var
glapræði að brjóta niður hið forna uppeldi með lé-
legum fyrirmyndum úr höfuðborg Danmerkur. Það er
enn meiri fásinna að ætla að gleypa ómeltar fyrir-
myndir úr stóriðjuuppeldi ensku kola- ag járnnámu-
borganna. Vegna aðsteðjandi hættu í þessu efni
verður að hefja sjálfstæðisbaráttu í uppeldismálum
þjóðarinnar. íslendingar hafa með heillar aldar taki
þurrkað burtu spor hins erlenda valds í landstjórn-
armálum, og tengt nútímann við frelsisöldina. í
uppeldismálum er nú fyrir dyrum hliðstæð barátta.
Þar verður nútíðin líka tengd við glæsileg fordæmi
frá frelsisöldinni.
„Ráðríkur
maður“
Það er nafni minn,
Jón Kr. Sigurjónsson
prentari í Eddu, er ég
kalla ráðríka mann-
inn í Samvinnunni.
Hann hefur sem sé
það verk með hönd-
um að brjóta um, eins
og komizt er að orði'á
prentsmiðj u-íslenzku,
það er að segja: hann
tekur Við ÖllU efninu Jón Kr. Sigurjónsson sextugur
í ritið, þegar það hef-
ur verið sett og steypt í lausar leturlínur úr blýi í
setjaravélinni. Fyrst tekur hann þá prófarkir af
öllu saman á langar pappírsræmur. Prófarkirnar eru
lesnar og leiðréttar villur þær, sem slæðst hafa inn
í hjá setjaranum. Allar línur, sem eitthvað er skakkt
í, þótt ekki sé nema einn bókstafur eða greinarmerki,
þarf að setja á nýjan leik. Nú tekur nafni minn til
óspilltra málanna og tínir allar skökku línurnar úr
stokknum og setur nýjar, leiðréttar línur í þeirra
stað. Ekki setur hann það fyrir sig að lesa allt á
höfði og frá hægri til vinstri í leturstokknum, því
að þannig lærði hann að lesa í Svartaskóla — eins
og meistarinn sjálfur. — Næst setur nafni minn fyrir-
sagnir á greinarnar staf fyrir staf, og raðar svo öllu
letrinu í prentmótin í mátulega stórar blaðsíður. Þá
getur oft verið erfitt að láta standast á strokkinn og
mjaltirnar. Sumar greinarnar enda í miðjum dálki,
í öðrum ganga nokkrar línur af og verður að fella
þær undir grein á næstu síðu o. s. frv. Þá þarf oft
að koma myndum fyrir í lesmálið svo vel fari o. s. frv.
Allt þetta reynir á útsjón, þolinmæði, æfingu og
smekkvísi prentarans miklu meira en margan grunar,
er hann rennir augum yfir fullprentað blað eða tíma-
rit. Og loks kemur að því að koma öllu í hefti af
ákveðinni stærð, sem endilega á að komast þar fyrir,
og láta þó hvorki verða of né van á öftustu blaðsíð-
unni. — Þá er það sem ráðríki nafna míns kemur
til skjalanna. Hann tekur af skarið: Þetta kemst
ekki, nema það sé stytt um nokkrar línur. — Stund-
um styttir hann sjálfur — einkum gerir hann sér
dælt við undirritaðan — stundum skilur hann eftir
skörð og heimtar „eitthvað, sem passar í þau“. —
Að öllu samanlögðu er nafni minn ekki eingöngu
ráðríkur í venjulegri merkingu, heldur líka ríkur að
ráðum, — ráðagóður, þegar í harðbakkana slær.
Jón Sigurjónsson átti sextugsafmæli hér á dögun-
um en er alveg eins glaður og reifur eftir sem áður,
— ef hann hefur þá ekki yngzt í anda síðan. Hann er
Austfirðingur að ætt og hóf iðn sína í prentsmiðju
Austra gamla á Seyðisfirði. Síðan 1901 hefur hann
starfað í helztu prentsmiðjuin í Reykjavík. Á þessu
45 ára tímabili hefur drjúgur skerfur af blaða- og
bókakosti gengið um greipar hans og mótast þar af
vandvirkni hans og smekkvísi. Hann hefur mörgum
kynnst á lífsleiðinni og margra hylli unnið með glað-
lyndi sínu, bjartsýni og drenglyndi, — þrátt fynr
ráðríkið. — Ég þakka honum samvinnuna. J- EV-
112