Samvinnan - 01.04.1945, Page 9
4. HEFTI
SAMVINNAN
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Tvö athyglisverð bandalög
Arabiska-'bandalagiö.
1.
Það vakti strax nokkra athyggli, að þeir Roosevelt
Bandaríkjaforseti og Churchill forsætisráðherra Breta
áttu viðræður — stuttar að vísu — við helztu ráða-
hienn Araba, þegar er þeir komu af Krím-ráðstefn-
unni.
Lætur „Times“ í London svo um mælt, að þessar
viðræður hafi verið „hinar þýðingarmestu með tilliti
til framtíðar Mið-Austurlanda“. „Times“ segir frá
því, að Ahyssiniu keisari hafi verið hinn fyrsti, sem
kom til viðræðna við Churchll, þegar hann kom til
Kairo, eftir för sína til Aþenu. Það var 16. febrúar.
Næsta morgun kom í heimsókn til Churchills Ibn
Saud konungur í Arabíu og um kvöldið tók Churchill
á móti Egiftalands-konungi, og ræddust þeir við rúma
klukkustund. Þá ræddi Churchill og við forseta Sýr-
iands, en þar er nú lýðveldi, sem Bretar og Banda-
ríkjamenn viðurkenndu 1941. í öllum viðræðunum tók
Þátt utanríkisráðherrann, Anthony Eden. Roosevelt
rseddi við Abyssinukeisara, Ibn Saud konung og
Egyptalandskonung um borð í herskipi því, sem hann
ferðaðist á, og að því búnu átti hann kveðjuviðræð-
úr við Churchill í Alexandriu. Áður en Churchill færi
heim til Bretlands, átti hann á ný tal við Abyssinu-
keisara, Arabíukonung og Egyptalandskonung.
Um viðtalið við Egyptalandskonung, það er síðast
fór fram, segir „Times“.
..Viðræðan stóð yfir í klukkustund, og var það
úiiklu lengri tími en áætlað hafði verið. Viðstaddir
voru Eden utanríkisráðherra, sendiherra Breta í
Egyptalandi og forsætisráðherra Egyptalands, Ahmed
^asha, (sá er skömmu síðar var myrtur). Viðræðurnar
fóru fram viðhafnar- og látlaust og í fullkominni vin-
semd. Að þeim loknum lét Faruk konungur svo um
^úælt, að þetta mundi verða talinn „minnisverður
fundur.“
2.
Lftir að þeir héldu heim Roosevelt og Churchill,
Settust fulltrúar hinna arabisku þjóðhöfðingja á ráð-
stefnu í Kairo.
í október síðastliðnum höfðu fulltrúar allra ara-
biskra þjóða svo og Egipta og Abyssiníumanna átt
fúnd með sér í Alexandríu og ákveðið þar að efla
nánar samstarf sitt en verið hafði. Hinn 3. marz sl.
höfðu fulltrúar landanna í Mið-Austurlöndum náð
samkomulagi um samstarf milli ríkja sinna og þann
dag undirrituðu utanríkisráðherrar Egiptalands,
Saudi-Aarabíu, Transjordaniu, Sýrlands, Libanons og
Iraks, svo og Palestinu samning, þar sem þessar
þjóðir lýsa yfir því, að þær styðji hver aðra gagnvart
hvers konar erlendri ásælni auk þess, sem þær ætli
sér að efla viðskiptaleg og fjárhagsleg samskipti
arabiskra þjóða. Samningurinn gekk þegar í gildi.
Menn hafa að vonum brotið nokkuð heilann um
tilgang þessa Araba-bandalags. Enginn efi er á því,
að Arabarnir stofna þetta bandalag fyrst og fremst
af hræðslu við ásælni og yfirgang frá öðrum þjóð-
um, stórþjóðum, sem hver og ein þessara Araba-
þjóða treystist ekki til að veita viðnám.
. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvert kapp
öll stórveldin þrjú, Bretland, Rússland og Bandaríkin,
leggja á það að ná fótfestu og yfirráðum yfir auðlind-
um landanna í Mið-Austurlöndum.
Bretar hafa verið mestu ráðandi á þessum slóðum
um langt skeið, en nú er áhrifum þeirra t. d. í
Persíu (Iran) ógnað mjög af Rússum, sem bersýni-
lega ætla sér að ná áhrifaaðstöðu í því landi. Er
þess skemmst að minnast, að Rússar fóru fram á það
við stjórnarvöld Irans, að fá réttindi þar í landi til
olíuframleiðslu — (Iran er eitt olíuríkasta land í
heimi), — en fengu neitun. Hófu þá Rússar slíkan á-
róður gegn stjórninni í Iran, að hún varð að biðjast
lausnar og fara frá völdum. Bandaríkin hafa að
undanförnu lagt mikið kapp á samstarf við Ibn Saud
konung í Arabíu og fengið þar í landi mikil réttindi
til námagraftar og olíuvinnslu, og öll Arabalönd hafa
um nokkur ár notið láns og leiguviðskipta Banda-
ríkjanna, svo að hagsmúnir þeirra þar eru mjög
miklir orðnir. Bandaríkjamenn munu og vilja fá að
koma sér upp herskipahöfn og flugstöðvum á þessum
slóðum til verndar hagsmunum sínum á Kyrrahafi
og til tryggingar flugleiðinni um Ástralíu og Suður-
Afríku til Ameríku.
Um hina brezku hagsmuni þarna eystra er óþarft
að ræða, því að þar og hvergi annars staðar er aðal-
hagsmunasvæði Breta, og stórveldisaðstaða þeirra er
undir því komin, að þeim takist að varðveita áhrif
sín og sérréttindi þarna. Takist fjandsamlegri þjóð
að leggja undir sig íran og ná olíulindunum þar, væri
113