Samvinnan - 01.04.1945, Side 16
SAMVINNAN
4. HEFTI
veitt honum hiö bezta uppeldi heima í sveit, og í
frægustu menntasetrum Bandaríkjanna og Ev-
rópu. Hann giftist ungur ágætri frændkonu sinni.
Heimili þeirra var öruggt virki í hversdagslegum mót-
gangi hins félagslega baráttulífs stjórnmálamanns.
Rossevelt var gæddur mörgum samstilltum eiginleik-
um hins sigursæla manns. Hann hafði að baki sér
sterkan ættargarð, gott heimili og mikinn auð. Hann
var glæsimenni á velli og í allri framgöngu. Yfir
honum var ró og jafnvægi hins bjartsýna og lífsglaða
framfaramanns, sem veit að veröldin getur verið
gjafmild móðir fyrir alla, ef mannkynið kann að
meta gæði hennar.
Tveir meðfæddir eiginleikar urðu honum að miklu
gagni í langri baráttu. Hann var auðugur að hug-
sjónum og rödd hans var einhver hin fegursta og full-
komnasta, sem beitt var í opinberu lífi í Bandaríkj-
unum. Margsinnis var meginhluti blaðanna í Banda-
ríkjunum í andófi við forsetann. En þegar hann
lýsti áhugamálum sínum í útvarpinu, þá hlustaði öll
þjóðin, hugfangin jafnt af mikilleik hugsjónanna og
hinni glsésilegu rödd ræðumannsins. Á þeim vett-
vangi vann Roosevelt forseti marga stórsigra á
heimavígstöðvunum.
Þegar Roosevelt tók við völdum í Bandaríkjunum,
var mesta fjármálakreppa veraldarinnar í algleym-
ingi. í ættlandi hans voru 15 miljónir manna at-
vinnulausar og brauðvana, mitt í gnægð hins góða og
auðuga lands. Roosevelt einbeitti kröftum sínum um
margra ára skeið til að bæta þetta þjóðarmein.
Undir forustu hans voru ótrúlega mikil auðævi látin
fljóta í stríðum straumum út um landið, til að gera
sem flesta þátttakendur í starfinu. Ein af óteljandi
stórframkvæmdum Roosevelts-stjórnarinnar, var að
stífla stórfljót eitt í Klettafjöllum með 400 feta háum
múrvegg, skapa uppistöðu, sem var álíka löng og leið-
in frá Reykjavík austur undir Eyjafjöll, framleiða þar
raforku, sem nam 2 miljónum hestafla, dreifa henni
til margra iðnaðarstaða og lyfta með mætti raf-
magnsins heilu fljóti úr djúpum farvegi yfir víðáttu-
miklar, sólsviðnar hásléttur þar sem auðnin breyttist
eins og með kraftaverki í frjósama aldingarða.
Þannig barðist Roosevelt við kreppuna og margar
aðrar minni meinsemdir hins mikla lýðveldis. Þá kom
stríðið. Þrjár stórþjóðir heims: Þjðverjar, ítalir og
Japanar höfðu gert með sér bandalag á ræningja vísu.
Þær ætluðu að yfirbuga allan heiminn og gera hvern
frjálsan mann að þræl. Áhrifamesti leiðtoginn í þessu
myrka bandalagi lýsti yfir, að hið nýja þrælaveldi
ætti að standa óbreytt í þúsund ár.
Bandaríkin voru ekki í bráðri hættu fyrst um sinn.
Tilgangur einræðisleiðtoganna var að leggja smá-
þjóðir Norðurálfunnar fyrst undir járnhælinn, sækja
þá yfir Ermarsund og fjötra þá þjóð, sem lengst og
á áhrifamestan hátt hefur varið hugsjón frelsisins
og snúa loks vopnum alls hins undirokaða heims að
sólarlandinu mikla í Vesturheimi. Þar átti að jarð-
setja frelsishugsjón mannkynsins.
Roosevelt forseti beið ekki þess, að eldurinn hefði
brennt til grunna hús nábúans. Hann beitti allri orku
sinni til að fá Bandaríkjaþjóðina til að skilja hætt-
una og koma strax til hjálpar aðþrengdum þjóðum
Norðurálfunnar. Það er erfitt verk að fá frjálsa þjóð
til að leggja út í hörmungar nútíma-heimsstyrjaldar.
En Roosevelt tókst þetta. Bandaríkjaþjóðin skildi
hinn mikla boðskap. Allar frjálsar þjóðir urðu annað-
hvort að leggja fram alla orku sína, eða verða þræl-
ar hinna grimmustu og siðlausustu manna, sem farið
hafa með völd, síðan á bernskuárum mannkynsins.
Undir forustu Roosevelts sendi Bandaríkjaþjóðin
Bretum, Rússum og hverri annarri stríðandi þjóð, sem
barðist gegn möndulveldunum, fé, mat og hergögn.
Hvar, sem barizt var á hinum heims-víða vígvelli á
landi, sjó eða í lofti, mættu herskarar möndulveld-
anna amerískri tækni og amerískri mótstöðu. Roose-
velt var á vegum þjóðar sinnar alstaðar nálægur
þar, sem hættan var mest.
Og þó var enginn baráttumaður í liði Bandamanna
miður fær til herþjónustu heldur en Roosevelt for-
seti. Á miðjum aldri hafði hann fengið lömunarveiki
og náði aldrei nema nokkrum bata. Líkami hans var
ávallt eftir þ&ð ófullkominn bústaður sálarinnar.
En sál Roosevelts, var svo máttug, að hún lét ekki
á sig fá, þó að kul dauðans næddi gegnum gisið sál-
artjaldið. Með ótrúlegri andlegri orku tókst Roose-
velt að vinna sitt mikla verk, þrátt fyrir heilsubilun,
sem hefði gert flesta menn að byi;ði fyrir mannfé-
lagið.
Að lokum kom þar, að hinn mikli máttur samein-
uðu þjóðanna braut mótstöðuorku hinna skipulögðu
frelsisræningja. Ítalía hrapaði fyrst og síðan tóku að
hrynja skörð í múrveggi Hitlers og Japanskeisara.
Bandaríkin lyftu því Grettistaki að leggja öllum
bandaþjóðunum lið, hafa auk þess voldugan her-
afla í Evrópu og berjast með annari hendi við Japani
en sigra þá í hverjum leik. Aldrei í sögu heimsins
hefur ein þjóð ráðið yfir jafn mikilli orku eins og
Bandaríkin í þessari styrjöld. Þjóðin hafði orðið
máttug í því landi, þar sem allar auðsuppsprettur
jarðarinnar verða ekki tæmdar þó að djúpt sé graf-
ið um þúsundir ára.
Roosevelts mun jafnan getið á spjöldum sögunnar
fyrir þau afrek, sem tilheyra stórviðburðum hinna
ríku og voldugu þjóða. En nafn þessa merkilega
120