Samvinnan - 01.04.1945, Síða 24
SAMVINNAN
4. HEFTI
vitugu meðborgarar halda fram, að í kirkju ættu
menn helzt aldrei að koma.
Strákanginn fær efni í áhrifaríka sögu, sem hann
verður að láta hina krakkana njóta með sér.
Þóttist Gvendur úti staddur árla morguns. Sér
hann að austan með sjónum kemur maður stór vexti
og fagur ásýndum, klæddur hvítum kyrtli, með gull-
baug um höfuðið. Hann gengur þangað, sem nokkrir
kaðalspottar liggja við hús Jensens, fléttar þá saman
svo að af verður ógnarlegur sporðdreki. Með svip
ógnar og reiði gengur hann þangað, sem kýrnar eru
og tekur til að berja þær óþyrmilega. Kýrnar forða
sér í allar áttir, en eina, sem ekki er vel gangkná
lemur hann í hel. Kaupmaður Jensen kemur að, fu.ll-
ur gremju yfir þessu atferli, en fær þrumandi hirt-
ingarræðu fyrir að hafa verzlunarbúð í húsi sínu.
Við munum ekki síður en þorpsbúar kannast við lýs-
ingu þessa.
Þannig boða listamenn okkur hinum fátæku guð-
spjöllin á þessari upplýsingaöld. Mér finnst þetta
dásamleg stæling af hugmyndum þeim, sem Kiljan
fær út úr Kristsdýrkun þjóðarinnar, ef ég ber saman
orðbragð hans í íslandsklukkunni um „Jesú bónda“.
Þykist hann þar sjá hann með augum konu nokk-
urrar, sem gaf jörðina Rein til kirkjunnar með þeim
ummælum, að þar skyldi jafnan fá að búa ekkja. Ég
efast um, að Kiljan sé fær um að dómleggja konu þá.
Veit ég fyrir víst, að betur hefur hún skilið kenn-
ingar drottins síns en hann, ef ráða má af orðum
hans og anda í garð kirkjunnar og Krists sjálfs. Eng-
inn getur unnið líknar- og mannúðarverk án efna,
hvorki kirkjan eða aðrar stofnanir. Þetta hafa læri-
sveinar Krists vitað á öllum öldum. Það stendur í
Jakobsbréfi Nýja testamentisins, að það þýðir ekki
að segja hinum fátæku að fara í friði og verma sig
og metta, því að hann hafi ekki neitt til að verma
sig eða metta á. Verkin verði þess vegna að fylgja
trúnni. Ég minnist líka þess viðbjóðs, þegar Kiljan
í sögunni, Þú vínviður hreini, túlkar tilbeiðslu móður
Sölku Völku sem daðurshneigð.
Þetta eru tvær myndir, sem listamenn okkar gefa
þjóð sinni, af drottni hennar og frelsara, sem hún
hefir tignað og tilbeðið í 945 ár. Ég sé ekki betur
en að þær séu harla óheillavænlegar til fyrirmyndar
börnum okkar, sem játast undir það að gera hann
að leiðtoga lífs síns.
Það hefur verið andlegt auðnulán okkar og ann-
arra þjóða að eiga þá menn á ýmsum sviðum listar-
innar, er fylgt hafa drottni sínum „fjalls á tindinn
bjarta“ og þaðan haft hina dýrlegu útsýn yfir guðs
dásemdir í öllu hans sköpunarverki. Þessir menn hafa
hver á sinn hátt unnið að því að útbreiða guðsríkið
á jörðu hér, með því að birta fjöldanum hugsýnir
sínar og hefja hann þannig upp á æðri svið tilver-
unnar.
Við íslendingar höfum átt marga jákvæða lista-
menn á sviði bókmenntanna, það er að segja menn,
sem vinna í þjónustu lífsins og þróunarinnar. Það
er Halldór Kiljan, sem gerzt hefur faðir hinnar nei-
kvæðu niðurrifsstefnu í bókmenntalist hér hjá okkur.
Hann er haldinn þessari listasjálfsblekkingu, sem ekki
þykist sjá annað né meira í meðbræðrum sinum en
nokkur kíló af kjöti og beinum ásamt fáum lítrum
af blóði, samansett á mismunandi hátt eftir því,
hvernig efniseindunum hefur þóknazt að hópa sig
saman!
Enginn skyldi vænta mikils af svo efnisfjötruðum
öndum.
En hverfum nú aftur til sögu Halldórs Stefánssonar
og sjáum hvernig hann leiðir listamannsefni sitt fram
sem tákn fyrir lýð sinn. Þessi saga Gvendar um sjálf-
an Krist verður til þess að baka honum ónáð hinna
fastmótuðu þorpsbúa. Þeir eru líkir okkur hinum fá-
vísu, sem ekki komum auga á dásemdarboðskap þess-
arar nýju helstefnulistar. Gvendur á fáa aðdáendur.
Þó er þar blindingur einn, sem uppgötvar þenna ný-
græðing.
Blinsi, eins og höfundur nefnir hann, er ekki í sem
beztu áliti hjá þorpsbúum. Hann er kallaður öfuguggi
og vantrúarhundur, og honum er trúað til að fara
með kukl og fordæðuskap. Gætu allar þær lýsingar
verið frá 17. öld. En í þessum Blinsa elur höfundur
upp anda frelsis og framtaks. Karl tekur Gvend að
sér og lætur dóttur .sína, Svanlaugu sem er skóla-
gengin, kenna honum skrift og reikning. Sjálfsagt
er það eitthvað táknrænt, að þessi Blinsadóttir er
eina persónan, sem höfundur hefur nokkuð við. Hún
er afburðakona, kona framtíðarinnar.
Nú er komið að því, að Gvendur fermist með mestu
prýði. Blinsi vill láta hann ganga skólaveginn. En þar
eru öll öfl á móti.
Kemur nú til kasta prestsins. Eins og vænta má
af anda, sem alinn er í þessum herbúðum, er ófögur
lýsing, sem birtist hér af herrans þjóni. Líkamsskapn-
aði prestsins er lýst í öllum áhrifamætti hinnar prúðu
listar, og orðbragð og andi eru í fullu samræmi við
ytra borðið.
Það er ekki aldeilis í anda prestsins, að fátækur
drengur fari að læra latínu. Það geta ekki nema heldri
manna synir. Hrökklast Gvendur þaðan, hrelldur og
vonsvikin.
Ef til vill á þetta að vera eins konar viðurkenning
til íslenzkra klerka fyrir alla þá fræðslu, sem þeir á
öllum tímum háfa veitt piltum, er ganga vildu skóla-
veginn. Það er áreiðanlegt, að þeir hafa hlúð að
mörgu frækorni í fátæku brjósti, sem að öllum lík-
indum hefði annars skrælnað og aldrei náð að bera
ávöxt. — Ég held, að þessir menn ættu sér til fróð-
leiks að safna skýrslum um þá, sem lært hafa undir
skóla hjá prestum þessa lands. Ég þori að ábyrgjast
útkomuna.
Hafi það vakað fyrir höfundi að sýna, hvernig gott
mannsefni, listamannsefni, sé eyðilagt af fátækt og
kotungsskap, hefur tilraunin farið í handaskolum
vægast sagt. Gvendur er ekki til neins frá náttúr-
unnar hendi. Hann er svona ámóta og ég gæti hugsað
mér Stein Steinar. Þar, sem ekkert er, getur ekkert
glatazt og ekki heldur dafnað. Allar tilraunir höf.
til að kenna Biávíkingum ófarir Gvendar missa ÞV1
marks. Það stoðar ekkert, þótt hann láti gera aðsúg
að Blinsa, berja hann og brenna bækur hans, fletta
pilsunum upp fyrir höfuð á dóttur hans og binda fyrir
ofan með spotta. (Til smekkbætis er svo gefið í skyn
að piltarnir í þorpinu hafi gert sér tíðförult heim 1
kofann, meðan stúlkan var svona á sig komin). Þetta
hefur ekki heldur nein áhrif á Gvend. Allt er á sömu
128