Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Síða 26

Samvinnan - 01.04.1945, Síða 26
SAMVINNAN 4. HEFTI myndir og voru sumar þeirra á þessari sýningu. Enn fremur marg- ar ánægjulegar landlagsmyndir úr átthögum hans í Borgarfirði. Klessumálararnir og allt þeirra fylgilið hefur mestu ömun á Ás- geiri, af því að hann notar falleg verkefni á fallegan hátt. Þessi glíma mun þó að lokum verða hættulegri fyrir klessumálarana heldur en Ásgeir Bjarnþórsson, því að leitin eftir fegurð reynist ætíð giftudrýgri heldur en þráin eftir því, sem er ljótt og ófullkomið. Kommúnistar höfðu þriðju sýn- inguna. Það var útbreiðslustarf- semi fyrir Njálu, sem Ragnar í Smára ætlar að selja á 250 kr. í bandi. Laxness býr textann undir prentun og mun væntanlega hafa svipaðan frágang og á Laxdælu. Mun þessi framkvæmd öll fremur heyra til fésýslu heldur en bók- menntastarfsemi. Útgefandinn hefur fengið þrjá ákveðnustu klessumálara landsins til að mynd- skreyta þessa Njálu, og sýnir frum- myndirnar í auglýsingaskyni. Eru þær allar klunnalegar skopmyndir. Skarphéðinn býr sig undir stökkið yfir Markarfljót með því að húka líkt og hrafn á haugi, en teygir öxi með tveggja metra skafti fram yfir vatnsflötinn. Ef Skarphéðinn hefði raunverulega haldið þannig á öxinni, myndi hann hafa steypzt ofan á öxina, skammt framan við ísbrúnina. Mörður, sem hlaut að vera glæsimenni, þrátt fyrir læ- vísina, lítur út eins og „róni“ í höfuðstaðnum, sem hefur drukk- ið suðuspiritus í ríkum mæli, legið síðan heila nótt á dýnu í fangels- inu, og er rétt kominn út á götuna með sára timburmenn. Eru mynd- irnar allar á sömu bók lærðar. Út- gáfa þessi getur vel lánazt, af því að bandið þykir fara vel í skáp, og ómenntaðasti hluti þjóðarinnar kann að hafa óheilbrigða ánægju að því að sjá söguhetjurnar í svínastíunni, þar sem Laxness geymir bókmenntapersónur sínar. En nú er þjóðarútgáfan, með stuðningi Alþingis, búin að koma Njálu í hreinlegri útgáfu inn á meira en 12000 heimili í landinu. Síðar kemur Njála frá Fornrita- félaginu. Sæmd þjóðarinnar er þannig fullborgið, að því er snertir útgáfu fornritanna, hvað sem líður fjárgróðabralli smekklítilla við- vaninga, sem eiga líka rétt á að lifa sínu lífi, eins og þeir, sem meira er lánað. Mrs. Barbara Wiliams, frú Magn- úsar Árnasonar listmálara, hefur sýningu á fjölmörgum barnamynd- um, sem hún hefur málað á síð- ustu árum. Frúin hefur auðgað listalíf landsins með komu sinni. Hún er sýnilega gædd góðum hæfi- leikum og hefur fengið mikla tækni með skólagöngu heima í ættlandi sínu. Frú Barbara stendur ekki í stríði við nokkurn mann, en hefur giftusamleg áhrif á íslenzka list. Landlagsmyndir, andlits- myndir og teikningar hennar er vel gert og til gagns og prýði í landinu. J. J. Samvinnuhreyfingin 100 ára. Fræðslu- og félagsmáladeild Sambandsins hefur nýlega gefið út smárit. er nefnist „Samvinnu- hreyfingin hundrað ára“. í bækl- ingi þessum er stuttlega sagt frá uppruna samvinnuhreyfingarinn- ar og þróun hennar erlendis rak- in. Mun ætlunin vera að gefa út annað smárit, þar sem sagt verður frá þróun samvinnuhreyfingar- innar hér á landi. Sennilega verður útgáfu slíkra smárita haldið áfram. Full þörf er á fræðslu um ýmis atriði í sam- bandi við samvinnustefnuna. Er heppilegt gera það með smáritum sem þessum. Tíðkast slík smárita- útgáfa mikið erlendsi. í bæklingi þessum er allmikinn fróðleik að finna. Frágangur á honum er vandaður. Allir sam- vinnumenn ættu að ná sér í bækl- ing þennan sem fyrst. J. Ey. Sigurður Helgason: Hafið bláa, skáldsaga. Rvík 1944, 240 bls. Þetta mun vera fimmta frumsamda bókin, sem út kemur frá hendi þessa höfundar. Hann er kennari við barna- skóla og verður því að hafa ritstörfin í hjáverkum. Ég hef ekki lesið allar bækur Sigurðar, en hygg þó að fullyrða megi, að hann sé enn vaxandi rithöfundur og hafi sýnt það ótvírætt með þessari bók, enda er hann maður á léttasta skeiði. Söguefnið kann að þykja hversdagslegt: Nýfermdur skólapiltur, sem hefur ekki baðað í rósum í uppvextinum, gerist skip- verji á litlum vélbát á sumarvertíðinni. Hafið bláa heillar huga hans, og hin hversdagslegu störf koma honum til nokkurs þroska. Ný störf leggja honiun nýjar skyldur og ábyrgð á herðar. Skiln- ingur hans á lfinu eykst smám saman, skap hans stillist og kemst í jafnvægi. A þennan hátt vegsamar höfundurinn holl- _ ustu og uppeldisáhrif hins hversdagslega, heiðarlega starfs. Hann lýsir líka daglegu störfunum á litlum vélbát og aðbúðinni í verbúðinni mjög látlaust og hversdags- lega ,en af svo mikilli natni og samúð, að skipverjarnir eru orðnir góðkunningjar lesandans, áður en hann veit af. Stíil Sigurðar er ekki þungur né hljóm- mikill, en hann er blátt áfram, yfirleitt áferðargóður og fellur vel að efninu. Höf- undurinn hefur að því leyti sérstöðu meðal hinna yngri rithöfunda, að hann gerir engin „heljarstökk", hvorki í sögu- efni, orðavali né stíl. Hann beitir heiðar- legum vinnubrögðum. Þess vegna er fót- festa hans þegar allörugg, og virðist o- hætt að vænta þess, að hann muni senn færast meira í fang og valda þyngri við- fangsefnum en hann hefur valið sér að svo komnu. J. Ey. 130

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.