Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Side 29

Samvinnan - 01.04.1945, Side 29
SAMVINNAN 4. HEFTI 1. Gistihús Kea. Nýverið stóð í Mbl. ákaflega bjánaleg árás á Kaupfélag Eyfirð- inga fyrir að hafa komið upp stór- myndarlegu gistihúsi. Greinin var undirrituð með dulnefninu „Norð- lendingur". Höfundurinn mun vera grannvitur og öfgafullur maður, sem gafst upp í dreifbýlinu og iifir af molum, sem falla af borðum þröngsýnna samkeppnismanna í Reykjavík. í stað ádeilu — á Kea hiiklar bakkir skilið fyrir gistihús sitt. Það er fjárhagslega öruggt fýrirtæki. Það bætir úr þörf að- komumanna, sem heimsækja höf- uðstað Norðurlands. Það er fyrir- Jnynd, sem aðrir kaupstaðir og kauptún eiga að fylgja. Það er al- ger afneitun á kröfum siðaðra hianna, að stórefnamenn í Reykja- vík skuli ekki hafa byggt 3—5 gistihús í höfuðstaðnum. Hér verða aðkomumenn, innlendir og út- lendir, svo að segja að lifa á göt- unni, fyrir skort á stórhug og nietnaði af hálfu leiðtoganna í bænum. Grein Norðlendings í Mbl. virðist rituð til að fullnægja af- brýðisemi þeirra Reykvíkinga, sem vita að þeir eru að verða verald- urundur íyrir gistihúsleysi sitt, og fijá að framkvæmd Kea er ákveð- in eggjun í þessu máli. Færi betur, aö Mbl. benti samkeppnismönn- Um ú að sýna nú dug og dáð, og fylgja í fótspor Kea um gistihúsa- framkvæmdir. 2. Samvinnan. Mbl. hefir nýverið, út af ofbeld- isaðgerðum kommúnista í Kron, farið hörðum orðum um þá menn, sem skapað hafa kaupfélögin, sláturhúsin, mjólkurbúin og Sam- bandið, fyrir það, að foringjarnir skuli ekki hafa beitt sér fyrir hlut- fallskosningum í þessum félags- skap. Tilgangur Mbl. er að benda samvinnumönnum á, að þeir hefðu með því skipulagi getað fengið nokkra menn úr sínum hópi kosna á aðalfund í Kron', með kommún- istum. Furðulegt má telja, að Mbl. skuli ekki vita, að í hlutafélögum er aldrei höfð hlutfallskosning í stjórn. Ekki heldur í samvinnufé- lagi. Skýringin er einföld. Bæði hlutafélög og samvinnufélög eru mynduð til að annast framkvæmd- ir. Þar verður að vera húsbóndi, illur eða góður, sem ræður aðgerð- um félagsins. Það mætti eins vel hafa þrjá skipstjóra til að stýra einu skipi, eins og að skapa marga húsbændur í hlutafélögum eða samvinnufélögum. Ókunnugleiki Mbl. um eðli samvinnufélaga er ef til vill afsakanlegur. Hitt er meir en með ólíkindum, að blað hlutafélagsframkvæmdanna skuli ekki þekkja undirstöðuatriði þess félagsskapar. 3. Sóknin í Kron. Um nokkur ár hafa kommúnist- ar rekið skipulegan hernað í sam- vinnufélögunum, einkum í Kron. Hafa þeir hvað eftir annað haft skipuleg samtök um að láta ekki menn, eins og Eystein Jónsson, Guðbrand Magnússon, Pálma Hanesson og Steingrím Steinþórs- son sjást sem fulltrúa á aðalfundi eða Sambandsfundi. Höfðu þessir menn þó haft forgöngu um að gera félagið starfhæft. Aldrei hafa læti kommúnista þó verið háværari en í vetur. Hafa þeir búið sig undir út- rýmingarstarfsemi allra, sem ekki eru kommúnistar, úr öllum trúnaði á vegum félagsins, með því að safna inn af götunni mörgum hundruðum, ef ekki þúsundum, af gervifélagsmönnum, sem eingöngu ganga í félagið til að drepa það sem samvinnufélag, en gera það að flokksverzlun kommúnista. Allur þessi tryllingur sýnir, að ekki var vanþörf á þeirri varnaðartillögu, sem leiðtogar Sís báru fram og fengu samþykkta á Akureyrar- fundinum í sumar. Var þar bent á hve óviðurkvæmilegt væri, að kom- múnistaflokkurinn skyldi ákveða 1942, að þrískipta öllum samvinnu- félögum eftir stéttum, og ætla sér þá dul að breyta frjálsum félags- skap með flokksboði óviðkomandi manna. Síðar lagði þingflokkur kommúnista fram tillögu um að taka afurðasöluna úr höndum framleiðenda og leggja hana í hendur kaupenda í bæjunum. Al- veg nýverið hefur því verið haldið 133

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.