Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Síða 11

Samvinnan - 01.01.1947, Síða 11
Creek í Micliigan veit nú, hve margra manna maki hann reyndist, þegar á hólminn kom: 300.000 manna ígildi, hvorki meira né nnnna! Því að þannig varð árangurinn af för hans til útskipunarhafna, birgðastöðva og samsetningarverksmiðja ameríska hersins í Evrópu, þar sem milljónir smálesta af alls Eyns varningi hrúgaðist upp úr skipalestun- una, sem sigldu í stöðugum straumum yfir þvert Atlantzhafið. Því að með hverjum her- manni, sem fluttur var yfir hafið, þurfti að senda 14 smálestir af alls kyns nauðsynjum, 8 smálestir að koma í kjölfar hans og 6 smá- lestir litlu seinna. Það var þessi óskaplegi straumur varnings yfir hafið, til EvTÓpu og Afríku, sem Mr. Clark hafði tekið að sér að stjórna. Hvaða náungi var eiginlega þessi Mr. Clark? Óvenjulegur hlýtur hann að hafa ver- >ð, í orðsins bezta skilningi, því að þrennt hggur þegar fyrir, til þess að sanna þetta: 1) lionum hafði tekizt að fá áheyrn hjá Somer- velle hershöfðingja, 2) hann hafði staðizt freistingu hershöfðingjanafnbótar og 3) liann hafði lag á því að koma vilja sínum fram. Ezra Clark er maður, sem blátt áfram tek- ur út, þegar hann sér meðbræður sína sveit- ast blóðinu við liluti, sem engin þörf er á að sveitast yfir. Honum er sama hvort svitinn á r°t s*na að rekja til poka, sem borinn er á bakinu, eða til kassa, sem velt er á undan sér. Þetta hugarástand hans sprettur af siðfræði- íegri sannfæringu, sem gerir uppreist, þegar rnaðurinn er notaður sem áburðardýr, og þó líklega fyrst og fremst af meðfæddri andúð á þ'i, að sjá mannaflinu eytt til ónýtis. „Onauðsynlegur verkamaður verður aðeins þess að auka framleiðslukostnað vörunn- ar> er sú lífsspeki, — ekki sérlega frumleg að 'isu — sem Ezra Clark þykist hafa uppgötv- að- En það, sem er frumlegt, í sambandi við Ezra Clark, er það sem hann hefur gert til pess að losa framleiðsluna við ónauðsynleg útgjöld. Innan ameríska framleiðslukerfisins — og faunar miklu víðar, þar sem framleiðsla neyzluvara er komin á sæmilega fullkomið st'g — vinna 25% verkamannanna við störf, sent eEki eru beinlínis tengd framleiðslunni sjálfri. Mestur hluti þeirra starfar að flutn- Ingt varnings. Þeir hamast liðlangan daginn yið að bera, stafla, ýta, losa og hlaða varn- mgi, sem ennþá er ekki tímabært að senda á markaðinn, sem fullunna vöru. Þannig er 'erklagið, jafnvel í hinum fullkomnustu 'erksmiðjum. Hráefninu er að vísu ekið á ramleiðslustaðinn, en upp frá þvi er það að mestu leyti flutt til með handafli. En þetta er utæfilegt bruðl með orku mannsins, að dómi fra ^*arh, því að mannskepnan ræður ekki a eins yfir hestöflum, heldur líka heilaöflum. hegar á öðrum tug þessarar aldar, hóf arkfélagið að semja við ýmis iðnaðarfyrir- Um vöruflutninga. En það var ekki fyrr en árið 1932, að Clark tókst að srníða vagn, sem átti eftir að gjörbylta vöruflutningunum, °g þessi nýji vagn var gaffalbíllinn. Þetta meikilega tæki gat farið um verksmiðjurnar sJa ar 0g nágrenni þeirra, og með lyftuút- ^unaðinum framan á vagninum, var hægt að enna að vöruhlassinu, þar sem það stóð, lyfta því upp og setja það aftur niður þar sem það átti að vera, án þess að nokkur mannshönd snerti á kössunum sjálfum. Þessir vagnar Clarkfélagsins boðuðu raun- verulega lækkun framleiðslukostnaðarins með því að gera ónauðsynlegan gamla van- ann, að bera og velta kössum, kyrnum og kútum um framleiðslustaðina. En þetta var þó aðeins byrjunin. Nokkru fyrir stríðið var Glark lalið að bæta vöruflutningakerfi amer- ísku járnbrautanna og árangurinn af starfi hans varð gjörsamlega ný tækni í flutning- um, sem náði hámarki í VVashington árið 1943. Það kom nefnilega í ljós, að lileðsla járn- bráutarvagnanna með handafli. að meira eða minna leyti, varð til jiess, að þeir þeyttust hálftómir um víða vegu, þ. e. a. s., þeir voru ekki hlaðnir af þeirri nákvæmni, sein krefst þess, að ekkert rúm fari til spillis. Venjan tar að stafla vörunum í brjósthæð, sérstak- lega er um þungavöru var að ræða, og miklir verklegir og útreikningslegir erfiðleikar voru á því, að koma vörunum liærra í stafl- ana, svo að vel færi, með þeim tækjum og þeim mannafla, sem fyrir hendi var. Arang- urinn af athugunum Clarks varð heil sam- stæða hleðslu- og losunarvéla og vagna, sem gátu hlaðið og losað flutningavagn á tveim- ur klst., miðað við sex verkamenn í fjórar klst. áður. Eram til stríðsbyrjunar liöfðu þessar end- urbætur einkum hnigið að því að létta vinn- una og útrýma handkerrum og handafli við lestun og losun. En með ílutningaþörf styrj- aldarinnar hófst nýr kapítuli í sögu Ezra Clark og fyrirtækja hans. Nýtt flutningakerfi kom til sögunnar. Til þess að hin nýju tæki nýttust til fulls var farið að tala um og ráð- gera „unit package“ eða flutningaheild. Að- ur fyrr hafði flutningseiningin verið fniðuð við það, sem verkamður gat borið, poka, kassa eða balla — eða um 50 kg. þunga. En Clarkvagnarnir gátu hæglega tekið á móti fimmtíu sinnum þyngri einingum. En þetta þýddi nýja tækni í vörupökkun og umbúð- um. Vörunni er staflað í eina Uutningsheild á sérstaklega útbúinn pall — pallet — og þessi heild heldur sér að öllu leyti í öllum flutningunum, hvort sein þeir eru um lengri eða skemmri veg. Sé um að ræða smákassa — pappakassa, sem eru algeng vörupakkning í Ameríku, — er járnbandi e. t. v. slegið um heildina, en það er allt og sumt. Og nú kem- ur Clark til sögunnar. Flutningsheildin veg- ur um 3 smálestir og þarf að sendast með vörubíl, járnbraut eða skipi til ákvörðunar- staðarins. Við hverja umskipun kemur Clark- vagn á vettvang, laumar stálfingrunum und- ir pallinn, eða „pallettinn“, eins og Ameríku- menn kalla hann — lyftir öllu saman, ekur með það og skilar því þangað, sem það þurfti að komast. Að lokum, á ákvörðunarstaðnum, kemur annar Clarkvagn og grípur flutnings- heildina og staflar henni, e. t. v. upp undir rjáfur í vörugeymsluhúsi móttakandans, og skilur vöruna þar eftir. Og nú er ekki ætlun- in að leysa járnbandið og tína einn og einn kassa úr heildinni, eftir því sem þörfin segir. Ónei. Heildin er látin eiga sig, unz verk- smiðjan eða verzlunin þarf á vörunni að halda. Þá kemur Clarkvagninn aftur á vett- vang, stingur stálfingrinum undir pallinn og ekur síðan öllu hlassinu, inn á milli véla og vinnandi manna, eða i inn í pökkunarstofur Verzlunarhúss, og lætur það niður nákvæm- lega á þeim stað, sem þörfin er. Þá fyrst eru járnböndin tekin af og kassarnir gripnir, eft- ir því sem þurla þykir. Engin mannshönd hefur hreyft við hlassinu frá því að það lagði af stað, unz því er skilað nákvæmlega á ákvörðunarstaðinn. Þetta var í stuttu máli, flutningakerfið sem Somervelle liershöfðingi fól Ezra Clark að innleiða í Evrópu. Arangurinn af starfi hans varð sá, að 300.000 hermenn, sem unnu við losun og lestun, voru leystir frá þeim störf- um og gátu einbeitt kröftum sínum að öðr- um verkefnum. Og alls staðar, þar sem flutn- ingaverkamenn höfðu sveitzt og þjáðst undir þungum byrðum, stakk Clarkvagninn stálnef- inu inn fyrir þröskuld, og þótt ungar blóma- rósir sætu við stýrið, voru eigi að síður flutt vöruhlöss, sem voru fimmtíu sinnum þyngri en sterkustu flutningaverkamenn höfðu ráð- ið við áður. í kjölfar heimsstyrjaldarinnar koma kerfi á alheimsmælikvarða. — Clarkskipulagið breiddist út frá Battle Creek í Michigan um allar jarðir. Sprengjuhlass frá Delaware, flugvélahreyflar frá Connecticut og olía og benzín frá Texas hittust undir kókospálm- um Suðurhafseyja eða á stormbörðum bryggj- um við íshafsströnd, og Clarkvagninn sá um að hvert hlass fengi hvílustað um sinn á sín- um rétta stað, unz stundin kom og hver hlut- ur hafði ákveðnu hlutverki að gegna i hinni miklu baráttu. Varla er hægt að segja, að hér hafi orðið hljóðlát bylting. Breytingunni fylgdi mesta hark og hávaði veraldarsögunnar, því að Clarkskipulagið vann sína stóru sigra í stríð- inu. Og á sl. ári fóru íriðsamar þjóðir að leggja eyrun við furðusögunum um litla manninn irá Michigan og uppátækjum hans. Svíar voru fyrstir Norðurlandaþjóðanna til þess að innleiða þetta flutningakerfi í stór- um stíl, á sl. ári. Þegar þykir sýnt, að það muni hafa mikil og hagkvæm áhrif á fram- leiðslukostnaðinn, til hags fyrir neytendur. Það fór því vel á því, að það skyldi vera Kooperativa Förbundet og samband sænsku samvinnubyggingafélaganna, HSB, sem for- gönguna höfðu. Þessir aðilar telja, að ekki muni líða ýkja mörg ár, unz Clarkvagnarnir verða orðnir eins algengir og ómissandi í flutningakerfi framleiðslunnar og venjulegir vörubílar eru nú. * Ævintýrið er ekki nóg. Þannig var þá í stuttu máli sagan um Ezra Clark. Hún hefur þegar kennt mörgum þjóð- um marga nytsama hluti. Við íslendingar höfum séð Clarkvagna að starfi og við höfum undrast nytsemd þeirra og hagræði. En þá voru óvenjulegir tímar. Ýmsir halda, að óvenjulegum tímum hljóti ævinlega að fylgja óvenjuleg tæki, og ekki sé um slíkt að tala, þegar allir lækir renna um gamalkunnan far- (Framhald á bls. 25). 11

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.