Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Side 12

Samvinnan - 01.01.1947, Side 12
Hugleiðingar um Framkvæmdasjóð S. í. S. i. Nokkru fyrir liátíðar hafði eg, sem erind- reki Sambandsins, mætt á 29 fundum víðs vegar um landið, þar sem Framkvæmdasjóð- ur S. í. S. var aðalumræðuefnið. Unt ára- mót staldra menn gjarna við og líta yfir far- inn veg. Að þessu sinni varð mér tíðliugsað til þessara funda og fólksins, sem eg komst í kynni við; lífsaðstöðu þess og lífsviðhorfs. En það, sem eg vildi minnast á við lesendur Sam- vinnunnar, eru hugleiðingar mínar um gengi Framkvæmdasjóðsins eins og mér virðist það horfa við í ljósi fenginnar reynslu. Þessir fundir — sem flestir voru almennir, og því ekki eingöngu fyrir samvinnufólk — voru yfirleitt mjög ánægjulegir. Skilningur manna hefur mér virzt glöggur og áhuginn ótvíræður. Á þetta jafnt við, livort heldur lit- ið er á þá hlið málsins, sem að ábyrgð og vaxtakjörum skuldabréfa sjóðsins snýr eða hina, er áhrærir lilutverk hans í þjónustu samvinnuhreyfingar landsins. Fundirnir hafa því sannfært mig um þann liljómgrunn, sem málið liefur fundið meðal almennings, bæði með tilliti til uppbyggingar og fjáröflunar- hæfni sjóðsins út af fyrir sig, og eins þeirra glæsilegu verkefna, er bíða hans. Fram- kvæmdasjóðurinn hefur fundið náð fyrir aug- um fólks, livort sem afstaða einstaklinganna hefur markast af persónulegu eiginhagsmuna- sjónarmiði einu saman eða óeigingjörnu félagshyggjuviðhorfi fyrst og fremst — og þá náttúrlega ekki síður þar, sem hvort tveggja þetta rann saman í einn farveg, eins og vafa- lítið hefur verið algengast. Á langflestum þessara funda, hefur fundar- mönnum verið boðið orðið, að lokinni fram- söguræðu um málið. Þótt þetta liafi ekki allt- af verið þegið, hefur hitt þó verið algengast, að einhver — stundunr margir — segði álit sitt. Á þessum vettvangi var að sjálfsögðu aldrei dregið í efa, og enn síður véfengt, að Framkvæmdasjóður S. í. S. byði hærri vexti af skuldabréfum sínum lieldur en nokkur annar aðili á frjálsum og opnum peninga- markaði, og mismunurinn á venjulegum sparisjóðsvöxtum — allt að 214% hærri — stingi mjög í stúf. Aldrei kom heldur fram, að nokkur bæri brigður á ábyrgðarmyndug- leik Sambands íslenzkra samvinnufélaga, en það tryggir greiðslu skuldabréfanna á tilsett- um tíma. Ffefur í því efni fyrst og fremst gætt óskoraðs trausts manna á forystuhæfileikum forstjóra S. í. S. Flef eg engan vitað verða óánægðari með það að eignast skuldabréf, sem Sambandið ábyrgist greiðslu á, heldur en þótt urn ríkistryggð bréf liefði verið að ræða. Þá hafa menn greinilega viðurkennt þann ávinning, sem þeim hlotnast með því að taka sjálfir umráðarétt yfir sparifé sínu í eigin hendur, þ. e. ákveða íhlutunarlaust, hverjum skuli lieimilað að fá fé þeirra að láni. Þeim finnst réttilega, að ólíku sé saman að jafna, að lána S. í. S. það til sinnar margháttuðu og jrjóðhollu starfrækslu í þjónustu almennings heldur en a. m. k. eiga það á hættu, að mis- 12 jafnir spekúlantar fái talsverðan eða mikinn liluta þess í hendur til léttis sér í miður nauðsynlegri hagsmunaviðureign, sem í mörgum tilfellum er að verulegu leyti háð gegn sparifjáreigendunum sjálfum. Og jafn- vel, hvað sem þessu líður, á áreiðanlega við að segja, að ekki sé vísara cn víst. Að lokum má minna á það, að liin heilbrigða fjárfesting og sá mikli sparnaður, sem skilyrði eru sköp- uð fyrir í þeim nýmælum, er S.Í.S. tók upp í sambandi við tvo af þremur flokkum skulda- Ijréía Framkvæmdasjóðsins, hafa hlotið mikla viðurkenningu og hrós hugsandi manna. Eg get ekki stillt mig um að geta þess, hversu algengt hefur verið á fundunum, að ræðumenn undirstrikuðu eða drægju fram í nýju, persónulegu ljósi, fullvissuna um ábyrga og ráðdeildarsama meðferð S. í. S. á öllu því fjármágni, sem það kynni að fá í Framkvæmdasjóð sinn. Trú manna og sann- færing um þetta, studdust af livort tveggja í senn: viðurkenningu á þeim staðreyndum, sem blasa við í þessu efni með tilliti til for- tíðarinnar — og björtum vonum, sem tengdar eru við framtíð Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. | Baldvin Þ. Kristjánsson, | I erindreki SÍS, segir frá I ! ferðum sínum um land- | ! ið og ræðir viðhorf sam- j ! vinnumanna til fram- j I kvæmda Sambandsins j 11. I tilefni af því ákjósanlega viðhorfi, sem nú hefur verið lýst, er ekki óliugsandi að ein- hverjum góðuni samvinnumanni kunni að verða spurn: Er þá ekki nllt i lagi og alveg öruggt um það, að i Framkvœmdasjóð S. I. S. komi til með að fást nagilegt fé — eða meira en nóg? Slíkri spurningu verður því miður að svara hiklaust neitandi, og ber fleira en eitt til. Hvort tveggja er, að fjárþörf Sambandsins er rnikil, og eins hitt, að ekki er.allt á eina bók lært hér frekar en annars staðar. Erfið- leikanna er vissulega ekki vant. Aðalástæðan er sú, að í býsna mörgum tilfellum, hvað Framkvæmdasjóðnum viðkemur, er nú.eitt að vilja og annað að geta. Sú ástæða á sér hins vegar ýmsar rætur. Sannleikurinn er sá, að mjög víða úti um land eru fjárhagsástæður almennings mun bágbornari lieldur en þeim mönnum í höfuð- staðnum og annars staðar, sem setið hafa við betur brennandi elda, hættir til að halda. „Blessun stríðsins“ hefur ekki fallið öllum börnum þessa lands í skaut — síður en svo. Fjöldi þeirra manna, sem voru fátæklingar fyrir stríð ,eru það ennþá, og sumir hverjir ekki minni. Þá er á það að líta, að fjölmargir þeirra, sem eitthvað gálu eignast af pening- um, hafa varið þeirn til þess að bæta aðbúð sína og sinna og færa í meira mannsæmandi horf. Flestum þessum mönnum hefur ekki dugað eigið fé, og því orðið að taka lán. Lé- leg afkoma við sjávarsíðuna — einkum utan verstöðva Suðvesturlands —' sem stafar bæði af því, að síldarvertíðirnar 1945 og 1946 brugðust að miklu leyti. og eins hinu, að aðr- ar vertíðir hafa ekki gefist vel — liefur valdið því, að fjölmargir ltafa orðið að grípa til sparifjár síns, til þess beinlínis að kaupa sér lífsviðurværi. Svo að segja algert aðgerðar- leysi veiðiflotans í heild undanfarna mánuði, liefur að sjálfsögðu ekki bætt fyrir í þessu tilliti. Til viðbótar því, sem nú liefur verið sagt, má svo minna á það, að fjöldi bæjar- og sveitafélaga liefur að undanförnu leitað mjög á almenning um fjárlán til ýmissa opinberra framkvæmda — með ríkisábyrgð að baki — og hafa margir góðir borgarar, ekki sízt úr al- þýðustétt, rúið sig inn að skyrtunni af þess- um sökum. Að síðustu verður ekki hjá því komizt, að benda á, hversu mjög hin sívaxandi óvissa og iiryggisleysi í stjórnmálum landsins liefur lamað menn á einn og annan veg. Ýmsir menn, scm auraráð hafa, og raunar fleiri, hanga á þræði milli vonar og ótta um það, hvað kunni að ske; finnst þetta í dag en hitt á morgun; skilja og misskilja satt og logið, sem sagt er um það, sem koma skuli. Ástand- ið er þannig, að enginn veit neitt með vissu og fáir eru trúaðir á skynsamlegar ráðstafan- ir hæstvirts alþingis, eins og þar er nú hög- um háttað. III. Eg lief nú leitast við að bcnda á nokkrar hliðar þessa máls; bæði jákvæðar og neikvæð- ar, með það fyrir augum að stuðla að réttum skilningi á aðstöðu Framkvæmdasjóðs S. I- S- til vaxtar. Hið fyrra til að fyrirbyggja vanmat að þessu leyti og viðurkenna það, sem vel er. Flið sfðara til .þess fyrst og fremst að vara samvinnumenn við andvara- og aðgerðarleys* vegna óraunhæfrar bjartsýni og oftruar- Sums staðar hef eg lieyrt setningar eins og þessi: „Þið fáið áreiðanlega mikið meira en nóg í þennan Framkvæmdasjóð Sambands- ins.“ Þetta eru náttúrlega notaleg og froni orð — og ódýr — en stundum hefur mér fund- ist þau sögð af lítilli dómgreind: Þrátt fyrU allt það marga, sem lofar góðu fyrir sjóðinn, verða nú allir fjársafnendur að liorfast í augu við þá bitru staðreynd, að beztu tækifærin eru runnin fram hjá. Surnir munu frekar en S. í'. S. þurfa að bíta í það súra epli. Þar fyr» þýðir ekki um að sakast. Lífið í heild verður að ganga sinn gang í blíðu og stríðu. Menn syngja í lotningu til skaparans: „Þitt starf ei nemur staðar; þín stöðvar enginn spor.“ Það er sannleikur, og því er ekki um annað að gera en að berjast við örðugleikana — °S sigra þá. íslenzkir samvinnumenn! Strengjum þess lieit — nú strax í ársbyrjun — að láta engi» tækifæri ónotuð til þess að efla Framkvæmda- sjóð S. í. S. Á næstu grösum bíða lians mörg

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.